Seðlabankastjóri segir hófsama kjarasamninga enn ekki hafa náð að keyra niður verðbólguna en reiknar með að það takist áður en kemur að endurskoðun samninganna á næsta ári. Seðlabankinn geti hins vegar ekki lækkað vexti í þeirri þenslu sem nú ríki í efnahagsmálum.
Hvert nikótínveldið á fætur öðru ryður sér rúms í höfuðborginni á sama tíma og sífellt fleiri nota slíkar vörur. Foreldrar lýsa yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kalla eftir þjóðarátaki.
Þá verðum við í beinni útsendingu með píanósnillingnum Kára Egilssyni sem heldur tónleika í kvöld og sjáum þegar heilt bæjarfélag tók á móti ólympíufaranum Hákoni Þór Sveinssyni við mikinn fögnuð.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.