Kominn með nóg af „tuðandi“ Sjálfstæðismönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 10:28 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir söguna munu dæma þá á sama hátt og þá sem mótmæltu litasjónvarpinu á sínum tíma. Vísir/Arnar Borgarstjóri er kominn með nóg af tuðandi Sjálfstæðismönnum sem mótmælt hafa nýundirrituðum samgöngusáttmála og segist halda að ekki séu til kjörnir fulltrúar í þessu landi sem barist hafa jafnhart gegn hagsmunum kjósenda sinna. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, ræddi nýjan samgöngusáttmála í Bítinu á Bylgjunni á morgun og gefur lítið fyrir mótbárur Sjálfstæðismanna á borð við Vilhjálm Árnason og Jón Gunnarsson en Vilhjálmur hefur gagnrýnt sáttmálann og meðal annars fullyrt að kostnaður við sáttmálann hafi tvöfaldast og að Alþingi þurfi að skoða málin betur. „Ég átta mig ekki á því hvort þeir eru í sama stjórnmálaflokki og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu sem stýra Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Seltjarnarnesi sem allir eru Sjálfstæðismenn og styðja þennan samgöngusáttmála. Skilja þá sýn sem verið er að reyna að ná fram hér og er sameiginleg á höfuðborgarsvæðinu öllu og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur barist fyrir líka. Ég held að það séu ekki til kjörnir fulltrúar í landinu sem hafa barist jafnhart gegn hagsmunum þeirra sem þeir eiga að þjóna,“ segir hann. Bílum fjölgað um 15 þúsund Hann segir niðurstöðuna einfalda. Greiningaraðilar hafi sýnt fram á það að fjölbreyttar leiðir skili mestum árangri og að tilætlaðar framkvæmdir á stofnvegum og borgarlínu komi til með að draga úr umferðartöfum og greiða fyrir flæði umferðar. „Bara frá 2019 hefur íbúum hér á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um ríflega 20 þúsund, bílunum hefur fjölgað um ríflega 15 þúsund. Sem eru 68 bílar sem bættust við umferðina á viku. Þessir sömu aðilar kvarta yfir því að það sé ekkert gert í umferðarmálunum og þá er verið að reyna að leysa úr þessu,“ segir Einar. Mesti ávinningurinn sé fólginn í því að fá sem flesta úr einkabílum og í almenningssamgöngur. Það stytti ferðatímann bæði hjá þeim sem ferðast á bíl og í strætó. Einar segir gagnrýnisraddirnar hlægilegar. „Þessir menn lögðu það til um daginn að það yrði eitthvað neðanjarðarhraðbrautarkerfi undir öllu höfuðborgarsvæðinu. Það var þeirra sýn um daginn. Sem var margfalt dýrara, margfalt óskilvirkara og algjörlega galin hugmynd. Gott og vel að halda það að það sé sannfærandi að þeir hendi sér á vagninn núna og segi svona tuðandi: „Já, ég styð þetta svosem.“ Þegar búið er að berja þá til hlýðni inni í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það er bara hlægilegt,“ segir Einar. „Eins og menn voru á móti litasjónvarpinu“ Sjálfstæðismenn í meirihlutum sveitarstjórna höfuðborgarsvæðisins styðji allir á eitt nýja samgönguáætlun og segir Einar að hún svari áköllum almennings um betra og hraðvirkara samgöngukerfi í borginni. „Það er óskiljanlegt að þessir menn skuli vera stanslaust að hjakkast í þessu,“ segir hann. „Fólk áttar sig á því hvað þarf að gera hérna. Auðvitað þarf að byggja upp almenningssamgöngur sem skutla fólki á milli staða. Þetta þarf að vera aðgengilegt og auðvelt að nota. Fyrsti kostur fyrir marga. Auðvitað þarf að ráðast á stofnvegina þar sem þeir eru í einhverri stíflu. Ég held að þetta sé góður dagur fyrir okkur öll. Ég vona að Sjálfstæðismenn, Vilhjálmur og Jón Gunnarsson, jafni sig á þessu. Sagan mun dæma baráttu þeirra gegn umferðarbótum á höfuðborgarsvæðinu eins og menn voru á móti Leifsstöð og litasjónvarpinu,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Samgöngur Borgarlína Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. 21. ágúst 2024 19:20 Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09 Miklabraut í jarðgöng, Sæbraut í stokk og óbreytt Borgarlínuáform Heildarkostnaður til ársins 2040 við nýjan samgöngusáttmála sem kynntur var á blaðamannafundi í dag er áætlaður 311 milljarðar króna. Stærstu breytingarnar frá fyrri sáttmála eru þær að Miklabraut verði lögð í jarðgöng ekki stokk, og Sæbraut verði lögð í stokk. Allar lykilframkvæmdir eru þær sömu og áður. 21. ágúst 2024 15:14 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, ræddi nýjan samgöngusáttmála í Bítinu á Bylgjunni á morgun og gefur lítið fyrir mótbárur Sjálfstæðismanna á borð við Vilhjálm Árnason og Jón Gunnarsson en Vilhjálmur hefur gagnrýnt sáttmálann og meðal annars fullyrt að kostnaður við sáttmálann hafi tvöfaldast og að Alþingi þurfi að skoða málin betur. „Ég átta mig ekki á því hvort þeir eru í sama stjórnmálaflokki og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu sem stýra Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Seltjarnarnesi sem allir eru Sjálfstæðismenn og styðja þennan samgöngusáttmála. Skilja þá sýn sem verið er að reyna að ná fram hér og er sameiginleg á höfuðborgarsvæðinu öllu og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur barist fyrir líka. Ég held að það séu ekki til kjörnir fulltrúar í landinu sem hafa barist jafnhart gegn hagsmunum þeirra sem þeir eiga að þjóna,“ segir hann. Bílum fjölgað um 15 þúsund Hann segir niðurstöðuna einfalda. Greiningaraðilar hafi sýnt fram á það að fjölbreyttar leiðir skili mestum árangri og að tilætlaðar framkvæmdir á stofnvegum og borgarlínu komi til með að draga úr umferðartöfum og greiða fyrir flæði umferðar. „Bara frá 2019 hefur íbúum hér á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um ríflega 20 þúsund, bílunum hefur fjölgað um ríflega 15 þúsund. Sem eru 68 bílar sem bættust við umferðina á viku. Þessir sömu aðilar kvarta yfir því að það sé ekkert gert í umferðarmálunum og þá er verið að reyna að leysa úr þessu,“ segir Einar. Mesti ávinningurinn sé fólginn í því að fá sem flesta úr einkabílum og í almenningssamgöngur. Það stytti ferðatímann bæði hjá þeim sem ferðast á bíl og í strætó. Einar segir gagnrýnisraddirnar hlægilegar. „Þessir menn lögðu það til um daginn að það yrði eitthvað neðanjarðarhraðbrautarkerfi undir öllu höfuðborgarsvæðinu. Það var þeirra sýn um daginn. Sem var margfalt dýrara, margfalt óskilvirkara og algjörlega galin hugmynd. Gott og vel að halda það að það sé sannfærandi að þeir hendi sér á vagninn núna og segi svona tuðandi: „Já, ég styð þetta svosem.“ Þegar búið er að berja þá til hlýðni inni í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það er bara hlægilegt,“ segir Einar. „Eins og menn voru á móti litasjónvarpinu“ Sjálfstæðismenn í meirihlutum sveitarstjórna höfuðborgarsvæðisins styðji allir á eitt nýja samgönguáætlun og segir Einar að hún svari áköllum almennings um betra og hraðvirkara samgöngukerfi í borginni. „Það er óskiljanlegt að þessir menn skuli vera stanslaust að hjakkast í þessu,“ segir hann. „Fólk áttar sig á því hvað þarf að gera hérna. Auðvitað þarf að byggja upp almenningssamgöngur sem skutla fólki á milli staða. Þetta þarf að vera aðgengilegt og auðvelt að nota. Fyrsti kostur fyrir marga. Auðvitað þarf að ráðast á stofnvegina þar sem þeir eru í einhverri stíflu. Ég held að þetta sé góður dagur fyrir okkur öll. Ég vona að Sjálfstæðismenn, Vilhjálmur og Jón Gunnarsson, jafni sig á þessu. Sagan mun dæma baráttu þeirra gegn umferðarbótum á höfuðborgarsvæðinu eins og menn voru á móti Leifsstöð og litasjónvarpinu,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri.
Samgöngur Borgarlína Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. 21. ágúst 2024 19:20 Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09 Miklabraut í jarðgöng, Sæbraut í stokk og óbreytt Borgarlínuáform Heildarkostnaður til ársins 2040 við nýjan samgöngusáttmála sem kynntur var á blaðamannafundi í dag er áætlaður 311 milljarðar króna. Stærstu breytingarnar frá fyrri sáttmála eru þær að Miklabraut verði lögð í jarðgöng ekki stokk, og Sæbraut verði lögð í stokk. Allar lykilframkvæmdir eru þær sömu og áður. 21. ágúst 2024 15:14 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. 21. ágúst 2024 19:20
Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09
Miklabraut í jarðgöng, Sæbraut í stokk og óbreytt Borgarlínuáform Heildarkostnaður til ársins 2040 við nýjan samgöngusáttmála sem kynntur var á blaðamannafundi í dag er áætlaður 311 milljarðar króna. Stærstu breytingarnar frá fyrri sáttmála eru þær að Miklabraut verði lögð í jarðgöng ekki stokk, og Sæbraut verði lögð í stokk. Allar lykilframkvæmdir eru þær sömu og áður. 21. ágúst 2024 15:14