Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa lóninu þar sem fram kemur að búið sé að rýma öll athafnarsvæði félagsins.
„Áætlað að um 1.300 manns, gestir og starfsfólk, hafi verið við starfsstöðvar félagsins í Svartsengi á þeim tíma er rýmingin hófst.
Það tók um 40 mínútur að rýma athafnasvæðin.
Rýmingin gekk vel og eru gestir komnir á leiðarenda eða á leið á önnur hótel og starfsmenn til síns heima.
Við viljum þakka gestum góðan skilning, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf.
Allar starfsstöðvar Bláa Lónsins í Svartsengi og í Grindavík verða lokaðar á morgun, föstudag. Frekari upplýsingar verða veittar eftir því sem líður á morgundaginn,“ segir í tilkynningunni.