Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2024 17:18 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um hvernig hópur skólabarna smitaðist af magakveisu í Emstrum í nótt. Einkenni þeirra benda til að um nóróveiru sé að ræða. Vísir/Arnar Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. Hún segir engan hafa veikst alvarlega og ekki sé vitað hvernig fólkið smitaðist. Fyrstu veikinda varð vart meðal barna á skólaferðalagi í Emstrum í gærkvöldi og í morgun höfðu tugir bæst í hópinn. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða hópinn á Hvolsvöll í morgun og var málið í kjölfarið tilkynnt til heilbrigðiseftirlits og sóttvarnalæknis og sóttvarnabúnaður fluttur í skálana. „Þetta virðist vera [nóróveiran] miðað við einkennin og birtingarmyndina. Þetta eru tveir hópar og það virðist vera sem helmingur af hvorum hópi hafi verið kominn með einkenni þegar við heyrðum af þessu. En enginn með alvarleg veikindi sem betur fer,“ segir Guðrún. Sum bara með uppköst Hún segir ekki liggja fyrir hvernig hóparnir smituðust. „Og það er ekkert víst að maður komist að því. Ef þetta er til dæmis nóróveiran þá er hún mjög smitandi, smitast á milli fólks. Svo getur hún líka verið á yfirborði: Hurðarhúnum, borðplötum, hlutum, jafnvel rúmfötum. Þannig að það er oft erfitt að finna út úr því,“ segir Guðrún. „Auðvitað getur það líka tengst mat en það er alls ekki alltaf þannig og það er oft mjög erfitt að finna upprunann. Fólk hefur oft auðvitað verið á mörgum stöðum. Þó þetta hafi verið tengt þessum skálum og einkennin hafi byrjað þar þá er ekki endilega víst að smitin hafi orðið þar og alls ekki. Það er til dæmis ólíklegt að það hafi verið þarna í síðasta skálanum því að einkennin byrjuðu það fljótt eftir komuna þangað.“ Hún segir næsta mál á dagskrá að ná sýnum til að greina hvað það er sem valdi veikindunum. „Það tekst ekki alltaf. Til dæmis eru mörg af þessum börnum með uppköst en ekki niðurgang. Þannig að þá fáum við ekki sýni. Það getur verið nóróveira eða eitthvað annað en þá er ekki hægt að taka sýni og gera rannsókn á því.“ Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Rangárþing ytra Fjallamennska Tengdar fréttir Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44 Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Hún segir engan hafa veikst alvarlega og ekki sé vitað hvernig fólkið smitaðist. Fyrstu veikinda varð vart meðal barna á skólaferðalagi í Emstrum í gærkvöldi og í morgun höfðu tugir bæst í hópinn. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða hópinn á Hvolsvöll í morgun og var málið í kjölfarið tilkynnt til heilbrigðiseftirlits og sóttvarnalæknis og sóttvarnabúnaður fluttur í skálana. „Þetta virðist vera [nóróveiran] miðað við einkennin og birtingarmyndina. Þetta eru tveir hópar og það virðist vera sem helmingur af hvorum hópi hafi verið kominn með einkenni þegar við heyrðum af þessu. En enginn með alvarleg veikindi sem betur fer,“ segir Guðrún. Sum bara með uppköst Hún segir ekki liggja fyrir hvernig hóparnir smituðust. „Og það er ekkert víst að maður komist að því. Ef þetta er til dæmis nóróveiran þá er hún mjög smitandi, smitast á milli fólks. Svo getur hún líka verið á yfirborði: Hurðarhúnum, borðplötum, hlutum, jafnvel rúmfötum. Þannig að það er oft erfitt að finna út úr því,“ segir Guðrún. „Auðvitað getur það líka tengst mat en það er alls ekki alltaf þannig og það er oft mjög erfitt að finna upprunann. Fólk hefur oft auðvitað verið á mörgum stöðum. Þó þetta hafi verið tengt þessum skálum og einkennin hafi byrjað þar þá er ekki endilega víst að smitin hafi orðið þar og alls ekki. Það er til dæmis ólíklegt að það hafi verið þarna í síðasta skálanum því að einkennin byrjuðu það fljótt eftir komuna þangað.“ Hún segir næsta mál á dagskrá að ná sýnum til að greina hvað það er sem valdi veikindunum. „Það tekst ekki alltaf. Til dæmis eru mörg af þessum börnum með uppköst en ekki niðurgang. Þannig að þá fáum við ekki sýni. Það getur verið nóróveira eða eitthvað annað en þá er ekki hægt að taka sýni og gera rannsókn á því.“ Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Rangárþing ytra Fjallamennska Tengdar fréttir Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44 Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45
Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44
Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54