Öllum velkomið að skoða fornminjar á Hrafnseyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2024 14:32 Það hefur verið meira en nóg að gera við fornleifauppgröft á Hrafnseyri í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera á Hrafnseyri við Arnarfjörð á morgun, sunnudag, því þá verður sérstakur fornminjadagur þar sem gestum og gangandi er boðið að fá kynningu á fornminjum á Hrafnseyri, auk þess að skoða Auðkúlu, en þar hefur verið grafið upp landnámsbýli. Um árlegan fornminjadag er að ræða á Hrafnseyri sunnudaginn 25. ágúst þar sem dagskráin hefst klukkan 14:00 en á undan, eða klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna. Sýningin Landnám í Arnarfirði verður einnig opin. Sýningin var opnuð þann 16. júní síðastliðinn í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins og 1150 ára sögu byggðar á Íslandi. Á sýningunni er fjallað um fornleifarannsóknir í Arnarfirði og sýnt úrval gripa frá landnámsöld. Gripirnir eru úr fornleifauppgröftum á Hrafnseyri og Auðkúlu. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur og konan, sem er allt í öllu á Hrafnseyri er spennt fyrir morgundeginum. „Ég ætla að vera með stutta tölu í kapellunni fyrst um rannsóknirnar og svo ætla ég að ganga með fólki um svæðið á Hrafnseyri þar sem við erum einmitt núna að rannsaka og þar verða fornleifafræðingar við störf og ég ætla að segja frá því sem við höfum gert og erum að gera,” segir Margrét og bætir við. „Þetta er alveg nauðsynlegt því fólk hefur mikinn áhuga á störfum fornleifafræðinga og það er mjög mikilvægt að kynna það sem við erum að gera.” Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.Aðsend Talandi um störf fornleifafræðinga og þennan vaxandi áhuga landsmanna á fornleifum. Hvernig skýrir Margrét það? „Þetta er bara afskaplega skemmtilegt fag og til allra hamingju er farið að kenna þetta fyrir nokkuð mörgum árum hér á Íslandi þannig að núna eru gríðarlega margir að læra þetta.” En af hverju ætti fólk að mæta á fornleifadaginn á Hrafnseyri á morgun? „Það er bara svo gaman að koma á Hrafnseyri , sem er einstaklega fallegur staður í Arnarfirði og við erum svo skemmtileg hér í Arnarfirði. Það er örugglega góður dagur að koma og hitta okkur. Það eru allir velkomnir, við tökum vel á móti öllum,” segir Margrét létt í bragði. Fornminjadagurinn verður á morgun, sunnudaginn 25. ágúst á Hrafnseyri þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. Klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna.Aðsend Ísafjarðarbær Fornminjar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Um árlegan fornminjadag er að ræða á Hrafnseyri sunnudaginn 25. ágúst þar sem dagskráin hefst klukkan 14:00 en á undan, eða klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna. Sýningin Landnám í Arnarfirði verður einnig opin. Sýningin var opnuð þann 16. júní síðastliðinn í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins og 1150 ára sögu byggðar á Íslandi. Á sýningunni er fjallað um fornleifarannsóknir í Arnarfirði og sýnt úrval gripa frá landnámsöld. Gripirnir eru úr fornleifauppgröftum á Hrafnseyri og Auðkúlu. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur og konan, sem er allt í öllu á Hrafnseyri er spennt fyrir morgundeginum. „Ég ætla að vera með stutta tölu í kapellunni fyrst um rannsóknirnar og svo ætla ég að ganga með fólki um svæðið á Hrafnseyri þar sem við erum einmitt núna að rannsaka og þar verða fornleifafræðingar við störf og ég ætla að segja frá því sem við höfum gert og erum að gera,” segir Margrét og bætir við. „Þetta er alveg nauðsynlegt því fólk hefur mikinn áhuga á störfum fornleifafræðinga og það er mjög mikilvægt að kynna það sem við erum að gera.” Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.Aðsend Talandi um störf fornleifafræðinga og þennan vaxandi áhuga landsmanna á fornleifum. Hvernig skýrir Margrét það? „Þetta er bara afskaplega skemmtilegt fag og til allra hamingju er farið að kenna þetta fyrir nokkuð mörgum árum hér á Íslandi þannig að núna eru gríðarlega margir að læra þetta.” En af hverju ætti fólk að mæta á fornleifadaginn á Hrafnseyri á morgun? „Það er bara svo gaman að koma á Hrafnseyri , sem er einstaklega fallegur staður í Arnarfirði og við erum svo skemmtileg hér í Arnarfirði. Það er örugglega góður dagur að koma og hitta okkur. Það eru allir velkomnir, við tökum vel á móti öllum,” segir Margrét létt í bragði. Fornminjadagurinn verður á morgun, sunnudaginn 25. ágúst á Hrafnseyri þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. Klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna.Aðsend
Ísafjarðarbær Fornminjar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira