Markasúpa í leikjum dagsins í Lengjudeildunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2024 17:53 Hermann Hreiðarsson og lærisveinar hans í ÍBV töpuðu óvænt gegn Aftureldingu í dag. Vísir/Hulda Margrét Óhætt er að segja að nóg af mörkum hafi verið skoruð í leikjum dagsins í Lengjudeildum karla og kvenna í dag. Alls litu 29 mörk dagsins ljós í fimm leikjum. Í Lengjudeild karla vann Afturelding sterkan 3-2 útisigur gegn ÍBV. Vicente Valor kom Eyjamönnum yfir á 25. mínútu leiksins áður en Elmar Kári Enesson Cogic jafnaði metin fyrir Mosfellinga stuttu fyrir hlé. Oliver Heiðarsson kom ÍBV yfir á nýjan leik eftir rúmlega klukkutíma leik, en Georg Bjarnason og Arnór Gauti Ragnarsson snéru taflinu við fyrir Aftureldingu og tryggðu liðinu 3-2 sigur. Þá vann Þróttur einnig 3-2 sigur er liðið tók á móti Keflavík. Liam Daði Jeffs, Emil Skúli Einarsson og Sigurður Steinar Björnsson sáu um markaskorun Þróttara, en Axel Ingi Jóhannesson og Mihael Mladen skoruðu mörk gestanna. Að lokum unnu Grindvíkingar og Leiknismenn stórsigra. Grindvíkingar lentu 1-0 undir gegn Dalvík/Reyni eftir mark frá Áka Sölvasyni, en settu svo í fluggírinn eftir það og unnu 7-1 útisigur. Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk fyrir Grindvíkinga og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Ion Perelló Machi, Sigurjón Rúnarsson, Daniel Arnaud Ndi og Kristófer Konráðsson skoruðu eitt mark hver. Í 5-1 sigri Leiknismanna gegn Þórsurum frá Akureyri skoruðu Shkelzen Veseli og Róbert Quental Árnason tvö mörk hvor fyrir heimamenn og Róbert Hauksson eitt. Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði mark Þórsara. Óvæntur sigur kom sér vel fyrir Grindavík Þá fór einnig einn leikur fram í Lengjudeild kvenna í dag þar sem Grindavík vann óvæntan 4-1 útisigur gegn nýkrýndum deildarmeisturum FHL. Sigríður Emma F. Jónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Grindavík og Helga Rut Einarsdóttir komst einnig á blað. Keelan Terrell, markvörður FHL, skoraði auk þess sjálfsmark. Mark heimakvenna skoraði Selena Salas. Með sigrinum komst Grindavík í 20 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Liðið er nú sex stigum fyrir ofan fallsvæðið og nægir því eitt stig til að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira
Í Lengjudeild karla vann Afturelding sterkan 3-2 útisigur gegn ÍBV. Vicente Valor kom Eyjamönnum yfir á 25. mínútu leiksins áður en Elmar Kári Enesson Cogic jafnaði metin fyrir Mosfellinga stuttu fyrir hlé. Oliver Heiðarsson kom ÍBV yfir á nýjan leik eftir rúmlega klukkutíma leik, en Georg Bjarnason og Arnór Gauti Ragnarsson snéru taflinu við fyrir Aftureldingu og tryggðu liðinu 3-2 sigur. Þá vann Þróttur einnig 3-2 sigur er liðið tók á móti Keflavík. Liam Daði Jeffs, Emil Skúli Einarsson og Sigurður Steinar Björnsson sáu um markaskorun Þróttara, en Axel Ingi Jóhannesson og Mihael Mladen skoruðu mörk gestanna. Að lokum unnu Grindvíkingar og Leiknismenn stórsigra. Grindvíkingar lentu 1-0 undir gegn Dalvík/Reyni eftir mark frá Áka Sölvasyni, en settu svo í fluggírinn eftir það og unnu 7-1 útisigur. Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk fyrir Grindvíkinga og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Ion Perelló Machi, Sigurjón Rúnarsson, Daniel Arnaud Ndi og Kristófer Konráðsson skoruðu eitt mark hver. Í 5-1 sigri Leiknismanna gegn Þórsurum frá Akureyri skoruðu Shkelzen Veseli og Róbert Quental Árnason tvö mörk hvor fyrir heimamenn og Róbert Hauksson eitt. Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði mark Þórsara. Óvæntur sigur kom sér vel fyrir Grindavík Þá fór einnig einn leikur fram í Lengjudeild kvenna í dag þar sem Grindavík vann óvæntan 4-1 útisigur gegn nýkrýndum deildarmeisturum FHL. Sigríður Emma F. Jónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Grindavík og Helga Rut Einarsdóttir komst einnig á blað. Keelan Terrell, markvörður FHL, skoraði auk þess sjálfsmark. Mark heimakvenna skoraði Selena Salas. Með sigrinum komst Grindavík í 20 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Liðið er nú sex stigum fyrir ofan fallsvæðið og nægir því eitt stig til að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni.
Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira