Vopnahlésviðræðum lokið án niðurstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2024 08:25 Ísraelsmenn segjast hafa flutt milljón skammta af bóluefni gegn mænusótt til Gasa, eftir að fyrsta tilvikið í 25 ár greindist þar á dögunum. AP/Jehad Alshrafi Viðræðum sem stóðu yfir í síðustu viku um vopnahlé á Gasa er lokið án niðurstöðu. Bandaríkjamenn segjast þó ekki hafa gefist upp og munu halda áfram að eiga samtöl við aðila. Eins og áður hefur komið fram virðast viðræðurnar stranda á kröfu Ísraelsmanna um áframhaldandi viðveru hersins við landamæri Gasa og Egyptalands, sem spanna 14,5 kílómetra. Milligögnuaðilar eru sagðir hafa lagt fram ýmsar tillögur að málamiðlun hvað þetta varðar en bæði Ísrael og Hamas eru sögð hafa hafnað þeim. Jake Sullivan, ráðgjafi Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, sagði á blaðamannafundi í Kanada að stjórnvöld vestanhafs væru enn að vinna að því að knýja fram niðurstöðu í Kaíró, þar sem viðræðurnar fóru fram í liðinni viku. Auk Bandaríkjanna ættu yfirvöld í Egyptalandi og Katar aðkomu að vinnunni auk fulltrúa Ísrael. Ísraelsmenn og Hezbollah-samtökin stóðu að umfangsmiklum loftárásum um helgina. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði í gær að árangur árásanna yrði metinn og ráðist í frekari aðgerðir ef hann yrði ekki talinn nægjanleg hefnd fyrir drápið á Fuad Shukr í Beirút. Leiðtogar í Mið-Austurlöndum hafa varað við allsherjarstríði á svæðinu en Ísraelsmenn bíða enn hefndaraðgerða af hálfu Íran eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í júlí. Abbas Araqchi, utanríkisráðherra Íran, sagði í samtali við utanríkisráðherra Ítaliu um helgina að „svar“ Írana yrði útreiknað og afdráttarlaust. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram virðast viðræðurnar stranda á kröfu Ísraelsmanna um áframhaldandi viðveru hersins við landamæri Gasa og Egyptalands, sem spanna 14,5 kílómetra. Milligögnuaðilar eru sagðir hafa lagt fram ýmsar tillögur að málamiðlun hvað þetta varðar en bæði Ísrael og Hamas eru sögð hafa hafnað þeim. Jake Sullivan, ráðgjafi Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, sagði á blaðamannafundi í Kanada að stjórnvöld vestanhafs væru enn að vinna að því að knýja fram niðurstöðu í Kaíró, þar sem viðræðurnar fóru fram í liðinni viku. Auk Bandaríkjanna ættu yfirvöld í Egyptalandi og Katar aðkomu að vinnunni auk fulltrúa Ísrael. Ísraelsmenn og Hezbollah-samtökin stóðu að umfangsmiklum loftárásum um helgina. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði í gær að árangur árásanna yrði metinn og ráðist í frekari aðgerðir ef hann yrði ekki talinn nægjanleg hefnd fyrir drápið á Fuad Shukr í Beirút. Leiðtogar í Mið-Austurlöndum hafa varað við allsherjarstríði á svæðinu en Ísraelsmenn bíða enn hefndaraðgerða af hálfu Íran eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í júlí. Abbas Araqchi, utanríkisráðherra Íran, sagði í samtali við utanríkisráðherra Ítaliu um helgina að „svar“ Írana yrði útreiknað og afdráttarlaust.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira