Hvað er fram undan? Reynir Böðvarsson skrifar 27. ágúst 2024 07:00 Ég gerði traust að umtalsefni í síðasta pistli eða öllu heldur aukið vantraust innan samfélagsins vegna aukins markaðsvæðingar á því sem áður var í höndum hins opinbera. Ég held að það hafi verið Ernst Wigforss frekar en Tage Erlander sem sagði „Þið þurfið ekkert að óttast. Við munum einungis ríkisvæða það sem þið viljið ekki gera sjálfir, eins og skóla og heilbrigðiskerfi og aðra samfélagslega þjónustu” þegar fjármagnseigendur lýstu áhyggjum sínum yfir stöðugt meiri umsvifum ríkisins. Fjármagnseigendur voru hræddir um bankana sína, að þeir yrðu ríkisvæddir ásamt ýmissi annari ábatasamri starfsemi, til dæmis tryggingafélög, með nánast beinan aðgang í pyngju almennings. Ríkið hafði hins vegar einbeitt sér að því sem kapítalistarnir höfðu ekki enn fundið leiðir til þess að háfa inn skjótfenginn gróða frá, sem sagt skóla, heilbrigðisþjónustu og annari samfélagsþjónustu. Nú hafa tímarnir breyst, það nægir ekki lengur fyrir auðmenn að halda sig eingöngu við þessi hefðbundnu svið, gróðinn hefur verið svo yfirgengilegur undanfarna áratugi að það vantar fjárfestingarmöguleika á nýjum sviðum. Reyndar hefur þrýstingurinn frá fjármagnseigendum, á að minka yrði umsvif ríkisins, alltaf verið til staðar en hefur aukist umtalsvert og orðið skipulagðari síðan Nýfrjálshyggjan hóf innreið sína á Vesturlöndum. Hugveitur, með hugmyndafræði lengst út á hægri kantinum voru stofnaðar víðs vegar um heim sem höfðu það hlutverk að boða fagnaðarerindi nýfrjálshyggjunnar. Þessar hugveitur hafa samstarf sín á milli, þar á meðal gegnum Atlas Network, eru óþreytandi í að dæla út áróðri, sem er að mestu öfga hægri, sem flæðir síðan um alla fjölmiðla á Vesturlöndum. Fjármagnið á bak við þessar hugveitur er svo gífurlegt að það er nær ómögulegt fyrir venjulegar ritstjórnir fjársveltra fjölmiðla að verjast, enginn hefur burði til þess að grafast fyrir um raunverulegar staðreyndir mála nema í undatags tilfellum. Þekkt er meðal annars að olíufélagið ExxonMobil hefur ausið fjármunum gegnum þetta netverk til þess að dreifa falsfréttum varðandi hlýnun jarðar. Hverju er hægt að treysta í nútíma samfélagi nýfrjálshyggjunnar spyr maður sig og því miður held ég að svarið sé, nánast engu. Það er ótrúlegt fyrir okkur sem ólumst upp áður en sjónvarp kom til sögunnar að horfa upp á þessa gífurlegu þjóðfélagsbreytingu sem orðið hefur síðan gamla Gufan var nánast eina röddin úr hinum stóra heimi. Lygin í formi auglýsinga og markaðssetningar á allskonar drasli eða upplifun yfirgnæfir nú allt annað. Áreitið frá þessu ásamt samfélagsmiðlum, sem líka eru hlaðnir lyginni, er svo yfirgengilegt að geðheilsa manna er í hættu og fólk brennur út. Hér áður fyrr þegar spurt var ef eitthvað þótti ótrúlegt þá nægði svarið að hafa heyrt það í útvarpinu, fólk treysti því sem það heyrði þar. Það var kannski ekki alltaf rétt að gera það þá heldur en traustið var þar, fólk var sæmilega öruggt um sig og hafði oftast ástæðu ti að treysta því sem það heyrði og það vissi alveg að Þjóðviljinn, Tíminn og Morgunblaðið voru kannski lituð en Gufunni var hægt að treysta. Neysluþjóðfélag nýfrjálshyggjunnar er ósjálfbært bæði fyrir manneskjur og umhverfi og verði ekkert að gert þá endar það bara á einn veg, með ósköpum. Við horfum upp á algjöra hnignun hins vitiborna samfélags þar sem ekkert nema skamtíma gróði fárra fær að ráða örlögum flestra sem þýðir að flestir sjá ekki fram á jafn góð eða betri afkomu en foreldrakynslóðin. Samtímis er gengið á náttúruauðlindir og þeim í raun stolið af framtíðar kynslóðum. Ungt fólk treystir sér síður í barneignir þar sem traustið í samfélaginu er horfið, þegar hvergi er fastur punktur og hvergi hægt að finna viðráðanlegt húsnæði með þau launakjör sem í boði eru. Hverskonar framtíð er það þegar ungt fólk vill ekki lengur eignast börn? Hverskonar geðveiki er það þegar allir hvatar í þjóðfélaginu ýta á meiri neyslu þegar vitað er að það er hræðilegt fyrir komandi kynslóðir? Þessum spurningu verður að svara og þeim verður einungis svarað á fullnægjandi hátt með raunverulegum breytingum á þjóðfélaginu, breytingum í átt að minni neyslu, minni lygi og meira trausti. Sósíalisminn er eina færa leiðin inn í framtíðina. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég gerði traust að umtalsefni í síðasta pistli eða öllu heldur aukið vantraust innan samfélagsins vegna aukins markaðsvæðingar á því sem áður var í höndum hins opinbera. Ég held að það hafi verið Ernst Wigforss frekar en Tage Erlander sem sagði „Þið þurfið ekkert að óttast. Við munum einungis ríkisvæða það sem þið viljið ekki gera sjálfir, eins og skóla og heilbrigðiskerfi og aðra samfélagslega þjónustu” þegar fjármagnseigendur lýstu áhyggjum sínum yfir stöðugt meiri umsvifum ríkisins. Fjármagnseigendur voru hræddir um bankana sína, að þeir yrðu ríkisvæddir ásamt ýmissi annari ábatasamri starfsemi, til dæmis tryggingafélög, með nánast beinan aðgang í pyngju almennings. Ríkið hafði hins vegar einbeitt sér að því sem kapítalistarnir höfðu ekki enn fundið leiðir til þess að háfa inn skjótfenginn gróða frá, sem sagt skóla, heilbrigðisþjónustu og annari samfélagsþjónustu. Nú hafa tímarnir breyst, það nægir ekki lengur fyrir auðmenn að halda sig eingöngu við þessi hefðbundnu svið, gróðinn hefur verið svo yfirgengilegur undanfarna áratugi að það vantar fjárfestingarmöguleika á nýjum sviðum. Reyndar hefur þrýstingurinn frá fjármagnseigendum, á að minka yrði umsvif ríkisins, alltaf verið til staðar en hefur aukist umtalsvert og orðið skipulagðari síðan Nýfrjálshyggjan hóf innreið sína á Vesturlöndum. Hugveitur, með hugmyndafræði lengst út á hægri kantinum voru stofnaðar víðs vegar um heim sem höfðu það hlutverk að boða fagnaðarerindi nýfrjálshyggjunnar. Þessar hugveitur hafa samstarf sín á milli, þar á meðal gegnum Atlas Network, eru óþreytandi í að dæla út áróðri, sem er að mestu öfga hægri, sem flæðir síðan um alla fjölmiðla á Vesturlöndum. Fjármagnið á bak við þessar hugveitur er svo gífurlegt að það er nær ómögulegt fyrir venjulegar ritstjórnir fjársveltra fjölmiðla að verjast, enginn hefur burði til þess að grafast fyrir um raunverulegar staðreyndir mála nema í undatags tilfellum. Þekkt er meðal annars að olíufélagið ExxonMobil hefur ausið fjármunum gegnum þetta netverk til þess að dreifa falsfréttum varðandi hlýnun jarðar. Hverju er hægt að treysta í nútíma samfélagi nýfrjálshyggjunnar spyr maður sig og því miður held ég að svarið sé, nánast engu. Það er ótrúlegt fyrir okkur sem ólumst upp áður en sjónvarp kom til sögunnar að horfa upp á þessa gífurlegu þjóðfélagsbreytingu sem orðið hefur síðan gamla Gufan var nánast eina röddin úr hinum stóra heimi. Lygin í formi auglýsinga og markaðssetningar á allskonar drasli eða upplifun yfirgnæfir nú allt annað. Áreitið frá þessu ásamt samfélagsmiðlum, sem líka eru hlaðnir lyginni, er svo yfirgengilegt að geðheilsa manna er í hættu og fólk brennur út. Hér áður fyrr þegar spurt var ef eitthvað þótti ótrúlegt þá nægði svarið að hafa heyrt það í útvarpinu, fólk treysti því sem það heyrði þar. Það var kannski ekki alltaf rétt að gera það þá heldur en traustið var þar, fólk var sæmilega öruggt um sig og hafði oftast ástæðu ti að treysta því sem það heyrði og það vissi alveg að Þjóðviljinn, Tíminn og Morgunblaðið voru kannski lituð en Gufunni var hægt að treysta. Neysluþjóðfélag nýfrjálshyggjunnar er ósjálfbært bæði fyrir manneskjur og umhverfi og verði ekkert að gert þá endar það bara á einn veg, með ósköpum. Við horfum upp á algjöra hnignun hins vitiborna samfélags þar sem ekkert nema skamtíma gróði fárra fær að ráða örlögum flestra sem þýðir að flestir sjá ekki fram á jafn góð eða betri afkomu en foreldrakynslóðin. Samtímis er gengið á náttúruauðlindir og þeim í raun stolið af framtíðar kynslóðum. Ungt fólk treystir sér síður í barneignir þar sem traustið í samfélaginu er horfið, þegar hvergi er fastur punktur og hvergi hægt að finna viðráðanlegt húsnæði með þau launakjör sem í boði eru. Hverskonar framtíð er það þegar ungt fólk vill ekki lengur eignast börn? Hverskonar geðveiki er það þegar allir hvatar í þjóðfélaginu ýta á meiri neyslu þegar vitað er að það er hræðilegt fyrir komandi kynslóðir? Þessum spurningu verður að svara og þeim verður einungis svarað á fullnægjandi hátt með raunverulegum breytingum á þjóðfélaginu, breytingum í átt að minni neyslu, minni lygi og meira trausti. Sósíalisminn er eina færa leiðin inn í framtíðina. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun