Danir hvattir til að eiga neyðarvistir, mat og lyf til þriggja daga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 12:58 Þrátt fyrir að Danir séu nú hvattir til að vera búnir undir neyðarástand segja stjórnvöld að ekki stafi bein hernaðarógn að landinu og ekki sé tilefni til að hamstra vistir. AP/James Brooks Danir eru hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Um fjórar og hálf milljón Dana sem hafa náð átján ára aldri fá bréf frá stjórnvöldum þess efnis á næstu vikum. Neyðar- og almannavarnastofnun danska ríkisins, sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið, og Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra Danmerkur settu á laggirnar svokallað krísuráð fyrr í sumar. Ráðinu var meðal annars falið að útbúa ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir mögulegt neyðarástand, hvort sem það er af völdum veður- eða náttúruhamfara, stríðs, netárása, fjölþáttaógna eða annars sem kunni að skapa neyðarástand í landinu. Fram kemur í frétt TV 2 um málið að þrátt fyrir þetta sé það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi sem beinlínis stafi að Danmörku. Borgarar eru engu að síður hvattir til að vera viðbúnir hvers konar krísuástandi. Troels Lund Poulsen er formaður Venstre og varnarmálaráðherra Danmerkur.Facebook/Troels Lund Poulsen „Það geta skollið á krísur af mismunandi toga. Það getur verið loftslagstengt, eða það gæti verið það sem við köllum fjölþáttaógnir,“ er haft eftir Lailu Reenberg, yfirmanns stofnunarinnar. „Þess vegna er gott að sem flestir séu undir það búnir hvað þarf að gera í slíkum aðstæðum. Þá geta stjórnvöld hjálpað þeim sem eiga erfiðara með að hjálpa sér sjálfir og sínu heimilisfólki.“ Líkt og áður segir eiga allir Danir sem náð hafa átján ára aldri von á bréfi í rafrænum pósti frá stjórnvöldum á næstunni þar sem mælt er með því að borgarar hugi að því að hafa eftirfarandi til ráða sem dugar í minnst þrjá daga ef skellur á með neyðarástandi: Þrátt fyrir að skilaboð um að vera búin undir að komast af í þrjá daga séu send út nú liggur ekkert á að fylla á lagerinn eða hamstra vistir að sögn Reenberg. „Þetta er ekki þannig að maður í örvæntingu eigi að fara út og kaupa alla mögulega hluti. Það mikilvæga er að huga að aðstæðum sínum. Eru börn á heimilinu eða fólk með sérstakar þarfir sem þarf að taka tillit til?,“ er haft eftir Reenberg í frétt TV 2. Af tæknilegum ástæðum verður bréfið ekki sent út til allra í einu, og þeir tæplega þrjú hundruð þúsund Danir sem ekki hafa aðgang að netpóstinum, E-Boks, geta nálgast upplýsingarnar á netinu auk þess sem bæklingum verður dreift á bókasöfn og stofnanir um landið. Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Neyðar- og almannavarnastofnun danska ríkisins, sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið, og Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra Danmerkur settu á laggirnar svokallað krísuráð fyrr í sumar. Ráðinu var meðal annars falið að útbúa ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir mögulegt neyðarástand, hvort sem það er af völdum veður- eða náttúruhamfara, stríðs, netárása, fjölþáttaógna eða annars sem kunni að skapa neyðarástand í landinu. Fram kemur í frétt TV 2 um málið að þrátt fyrir þetta sé það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi sem beinlínis stafi að Danmörku. Borgarar eru engu að síður hvattir til að vera viðbúnir hvers konar krísuástandi. Troels Lund Poulsen er formaður Venstre og varnarmálaráðherra Danmerkur.Facebook/Troels Lund Poulsen „Það geta skollið á krísur af mismunandi toga. Það getur verið loftslagstengt, eða það gæti verið það sem við köllum fjölþáttaógnir,“ er haft eftir Lailu Reenberg, yfirmanns stofnunarinnar. „Þess vegna er gott að sem flestir séu undir það búnir hvað þarf að gera í slíkum aðstæðum. Þá geta stjórnvöld hjálpað þeim sem eiga erfiðara með að hjálpa sér sjálfir og sínu heimilisfólki.“ Líkt og áður segir eiga allir Danir sem náð hafa átján ára aldri von á bréfi í rafrænum pósti frá stjórnvöldum á næstunni þar sem mælt er með því að borgarar hugi að því að hafa eftirfarandi til ráða sem dugar í minnst þrjá daga ef skellur á með neyðarástandi: Þrátt fyrir að skilaboð um að vera búin undir að komast af í þrjá daga séu send út nú liggur ekkert á að fylla á lagerinn eða hamstra vistir að sögn Reenberg. „Þetta er ekki þannig að maður í örvæntingu eigi að fara út og kaupa alla mögulega hluti. Það mikilvæga er að huga að aðstæðum sínum. Eru börn á heimilinu eða fólk með sérstakar þarfir sem þarf að taka tillit til?,“ er haft eftir Reenberg í frétt TV 2. Af tæknilegum ástæðum verður bréfið ekki sent út til allra í einu, og þeir tæplega þrjú hundruð þúsund Danir sem ekki hafa aðgang að netpóstinum, E-Boks, geta nálgast upplýsingarnar á netinu auk þess sem bæklingum verður dreift á bókasöfn og stofnanir um landið.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira