Gott veður fram að jólum en veturinn þungur eftir það Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2024 20:09 Kristín Heiða Garðarsdóttir, starfsmaður á Dalbæ og umsjónarmaður veðurklúbbsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Haustið verður gott og veturinn fram að jólum en eftir það verður hann þungur. Þetta er niðurstaða nýjasta fundar veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík. „Fundur er settur í veðurklúbbi Dalbæjar, verið þið velkomin.” Veðurklúbburinn á hjúkrunarheimilinu Dalbæ er löngu orðin landsþekktur fyrir veðurspár sínar en klúbburinn fundar reglulega og fer yfir stöðu mála og rýnir þá í stjörnukort og stöðu himintunglsins til að reyna að fá sem nákvæmustu spá. Og hvað viljið þið segja með haustið og veturinn, hvernig verður þetta? „Vonandi verður hann góður fram að jólum að minnsta kosti en svo gæti hann orðið þungur eftir það, janúar, febrúar og mars,” segir Þóra Jóna Finnsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. En þið lofið góðu veðri fram að jólum? „Já, verðum við ekki að gera það, verður maður ekki að vera jákvæður,” bætir Þóra Jóna við. Þóra Jóna Finnsdóttir og Magnús Páll Gunnlaugsson, félagar í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við byrjum á tungli, hvar það kemur upp og út frá því hvort það er snemma mánaðar og í hvað átt, það fer mikið eftir því. Og svo má líka kíkja á hvaða stjarna er nálægt jörðu, Það verður alveg þokkalegt veður fram að jólum en svo koma kaflaskipti upp úr áramótum,” segir Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér koma veðuráhugamenn saman, þetta er grundvöllur þar sem veðuráhugafólk kemur saman og hver spáir í sín spil eða tunglstöðu, já, hver hefur ekki áhuga á veðrinu,” segir Kristín Heiða Garðarsdóttir, starfsmaður á Dalbæ og umsjónarmaður veðurklúbbsins. En er klúbburinn sannspár eða er ekkert að marka hann? „Já, það hefur alveg verið. Stundum hefur eitthvað fipast til en þá er þungt hljóð í mönnum,” segir Kristín Heiða og bætir við. „Ég trúi því sem Alli sagði um að veturinn verður kannski mildur framan af en svo vitum við ekki hvað gerist.” Síðasti fundur klúbbsins þar sem spáð var í veðrið í haust og vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalvíkurbyggð Veður Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Fundur er settur í veðurklúbbi Dalbæjar, verið þið velkomin.” Veðurklúbburinn á hjúkrunarheimilinu Dalbæ er löngu orðin landsþekktur fyrir veðurspár sínar en klúbburinn fundar reglulega og fer yfir stöðu mála og rýnir þá í stjörnukort og stöðu himintunglsins til að reyna að fá sem nákvæmustu spá. Og hvað viljið þið segja með haustið og veturinn, hvernig verður þetta? „Vonandi verður hann góður fram að jólum að minnsta kosti en svo gæti hann orðið þungur eftir það, janúar, febrúar og mars,” segir Þóra Jóna Finnsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. En þið lofið góðu veðri fram að jólum? „Já, verðum við ekki að gera það, verður maður ekki að vera jákvæður,” bætir Þóra Jóna við. Þóra Jóna Finnsdóttir og Magnús Páll Gunnlaugsson, félagar í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við byrjum á tungli, hvar það kemur upp og út frá því hvort það er snemma mánaðar og í hvað átt, það fer mikið eftir því. Og svo má líka kíkja á hvaða stjarna er nálægt jörðu, Það verður alveg þokkalegt veður fram að jólum en svo koma kaflaskipti upp úr áramótum,” segir Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér koma veðuráhugamenn saman, þetta er grundvöllur þar sem veðuráhugafólk kemur saman og hver spáir í sín spil eða tunglstöðu, já, hver hefur ekki áhuga á veðrinu,” segir Kristín Heiða Garðarsdóttir, starfsmaður á Dalbæ og umsjónarmaður veðurklúbbsins. En er klúbburinn sannspár eða er ekkert að marka hann? „Já, það hefur alveg verið. Stundum hefur eitthvað fipast til en þá er þungt hljóð í mönnum,” segir Kristín Heiða og bætir við. „Ég trúi því sem Alli sagði um að veturinn verður kannski mildur framan af en svo vitum við ekki hvað gerist.” Síðasti fundur klúbbsins þar sem spáð var í veðrið í haust og vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Dalvíkurbyggð Veður Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira