Gripu í taumana og vísa mun fleiri frá landamærunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2024 12:01 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þann árangur sem náðst hefur í frávísun brotamanna frá landinu fyrst og fremst frumkvæðisathugunum lögreglu og tollvarða á Keflavíkurflugvelli að þakka. Eftirlit ýmissa þjóða á innri landamærum Schengen sé ekki merkilegt. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en í frétt á vef þess kemur fram að frá því að Úlfar Lúðvíksson tók við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum árið 2020 hefur þeim sem vísað er frá landinu á landamærum fjölgað um 822 prósent. Úlfar segir um stefnubreytingu í landamæraeftirliti að ræða en hann segist hafa áttað sig á því að eftirlit lögreglu á innri landamærum á Keflavíkurflugvelli var ekki sem skyldi. Þeir sem lögreglan snýr við á landamærum séu flestir með tengsl við glæpahópa. Oftast sé um farþega að ræða sem koma utan Schengen svæðisins. „Sá vandræðagangur sem við höfum upplifað inni í landinu yfir mjög langt árabil stafar meðal annars af litlu eftirliti á innri landamærum á flugvellinum.“ Vaxandi vandi Hann segir tölurnar sýna að þrátt fyrir að hér sé ekki reglubundið eftirlit á innri landamærum Schengen svæðisins þá sé vel hægt að halda óæskilegum mönnum frá landinu með eftirliti á flugvellinum. „Okkur ber til að mynda engin skylda til að taka við glæpamönnum frá Danmörku eða Svíþjóð og við sjáum það á umræðu síðustu daga að innri landamæri á milli þessara tveggja ríkja eru mjög í fréttum og Danir og Svíar velta fyrir sér úrræðum á innri landamærum.“ Eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen ómerkilegt Árangurinn hér náist að mestu vegna frumkvæðisvinnu lögreglu og tollvarða á flugvellinum en einnig sé rýnt í gögn úr íslenska lögreglukerfinu. Þar segir Úlfar góðar upplýsingar um brotamenn. „Þessi mál verða fæst til með leit í eftirlitskerfi Schengen. Það er nú einu sinni þannig að eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen er ekki merkilegt, þar liggur hundurinn grafinn. Þannig að þessir einstaklingar sem koma til Íslands og við erum að frávísa á innri landamærum Schengen hafa komið inn á ytri landamæri annars staðar en á Íslandi og svo valsa þeir innan girðinga.“ Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en í frétt á vef þess kemur fram að frá því að Úlfar Lúðvíksson tók við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum árið 2020 hefur þeim sem vísað er frá landinu á landamærum fjölgað um 822 prósent. Úlfar segir um stefnubreytingu í landamæraeftirliti að ræða en hann segist hafa áttað sig á því að eftirlit lögreglu á innri landamærum á Keflavíkurflugvelli var ekki sem skyldi. Þeir sem lögreglan snýr við á landamærum séu flestir með tengsl við glæpahópa. Oftast sé um farþega að ræða sem koma utan Schengen svæðisins. „Sá vandræðagangur sem við höfum upplifað inni í landinu yfir mjög langt árabil stafar meðal annars af litlu eftirliti á innri landamærum á flugvellinum.“ Vaxandi vandi Hann segir tölurnar sýna að þrátt fyrir að hér sé ekki reglubundið eftirlit á innri landamærum Schengen svæðisins þá sé vel hægt að halda óæskilegum mönnum frá landinu með eftirliti á flugvellinum. „Okkur ber til að mynda engin skylda til að taka við glæpamönnum frá Danmörku eða Svíþjóð og við sjáum það á umræðu síðustu daga að innri landamæri á milli þessara tveggja ríkja eru mjög í fréttum og Danir og Svíar velta fyrir sér úrræðum á innri landamærum.“ Eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen ómerkilegt Árangurinn hér náist að mestu vegna frumkvæðisvinnu lögreglu og tollvarða á flugvellinum en einnig sé rýnt í gögn úr íslenska lögreglukerfinu. Þar segir Úlfar góðar upplýsingar um brotamenn. „Þessi mál verða fæst til með leit í eftirlitskerfi Schengen. Það er nú einu sinni þannig að eftirlit þjóða á innri landamærum Schengen er ekki merkilegt, þar liggur hundurinn grafinn. Þannig að þessir einstaklingar sem koma til Íslands og við erum að frávísa á innri landamærum Schengen hafa komið inn á ytri landamæri annars staðar en á Íslandi og svo valsa þeir innan girðinga.“
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira