Sanna orðin vinsælust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 11:51 Sanna Magdalena getur leyft sér að brosa eftir nýjustu tölur Maskínu yfir þá borgarfulltrúa sem borgarbúar telja standa sig best. Vísir/Vilhelm Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna hækkar lítillega frá því í mars. Sanna Magdalena Mörtudóttir þykir hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta kemur fram í borgarvita Maskínu. Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar mælist 53,8 prósent og hækkar um 2,5 prósentustig. Hækkunin kemur fram hjá Viðreisn á meðan hinir flokkarnir standa í stað. Alls finnst 44 prósent borgarbúa meirihlutinn hafa staðið sig illa og 42 prósent segja það sama um minnihlutann. Átján prósent eru ánægð með störf meirihlutans en tíu prósent með störf minnihlutans. Um 23 prósent borgarbúa eru ánægð með störf Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og svipað hlutfall óánægt. Stærstur hluti borgarbúa er í meðallagi ánægður eða óánægður með störf hans. Ánægjan er öllu meiri vestan Elliðaáa þar sem um fjórðungur er ánægður. Austan ánna eru 37 prósent óánægð með störf borgarstjóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista þykir hafa staðið sig best að mati 18 prósenta borgarbúa. Dagur B. Eggertsson kveður efsta sætið en er í því öðru með atkvæði 16 prósent borgarbúa. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er svo þriðja með 14 prósent. Ef kosið yrði til sveitastjórna í dag segjast 26 prósent myndu kjósa Samfylkinguna. Næst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20 prósent og svo Píratar og Viðreisn með 12 prósent. Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkur fengju átta prósent, Flokkur fólksins sex prósent og að lokum Framsókn og Vinstri græn á botninum með fjögur og þrjú prósent. Mestu breytingarnar frá síðustu könnun í mars eru hjá Sjálfstæðisflokknum sem missir þrjú prósent og Viðreisn sem mætir við sig þremur prósentum. Athygli vekur að Framsókn, sem fékk 19 prósent atkvæða í kosningunum 2022 og var óumdeildur sigurvegari kosninganna, tapaði fljótlega fylgi sínu og hefur mælst með fjögur prósent undanfarið ár. Gögnin í heild má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl 2024-08-Borgarviti_MaskínuPDF1.7MBSækja skjal Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þetta kemur fram í borgarvita Maskínu. Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar mælist 53,8 prósent og hækkar um 2,5 prósentustig. Hækkunin kemur fram hjá Viðreisn á meðan hinir flokkarnir standa í stað. Alls finnst 44 prósent borgarbúa meirihlutinn hafa staðið sig illa og 42 prósent segja það sama um minnihlutann. Átján prósent eru ánægð með störf meirihlutans en tíu prósent með störf minnihlutans. Um 23 prósent borgarbúa eru ánægð með störf Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og svipað hlutfall óánægt. Stærstur hluti borgarbúa er í meðallagi ánægður eða óánægður með störf hans. Ánægjan er öllu meiri vestan Elliðaáa þar sem um fjórðungur er ánægður. Austan ánna eru 37 prósent óánægð með störf borgarstjóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista þykir hafa staðið sig best að mati 18 prósenta borgarbúa. Dagur B. Eggertsson kveður efsta sætið en er í því öðru með atkvæði 16 prósent borgarbúa. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er svo þriðja með 14 prósent. Ef kosið yrði til sveitastjórna í dag segjast 26 prósent myndu kjósa Samfylkinguna. Næst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20 prósent og svo Píratar og Viðreisn með 12 prósent. Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkur fengju átta prósent, Flokkur fólksins sex prósent og að lokum Framsókn og Vinstri græn á botninum með fjögur og þrjú prósent. Mestu breytingarnar frá síðustu könnun í mars eru hjá Sjálfstæðisflokknum sem missir þrjú prósent og Viðreisn sem mætir við sig þremur prósentum. Athygli vekur að Framsókn, sem fékk 19 prósent atkvæða í kosningunum 2022 og var óumdeildur sigurvegari kosninganna, tapaði fljótlega fylgi sínu og hefur mælst með fjögur prósent undanfarið ár. Gögnin í heild má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl 2024-08-Borgarviti_MaskínuPDF1.7MBSækja skjal
Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira