Grunnskólarnir okkar allra Sindri Kristjánsson skrifar 29. ágúst 2024 07:01 Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk. Foreldrar og forráðamenn allir að rifna úr stolti, réttilega því börnin okkar eru jú eitt það allra dýrmætasta sem við eigum. En þessi börn, og þá sérstaklega börn á grunnskólaaldri, eru að halda sína leið inn í skólakerfi sem talsverður styr stendur um. Samræmdar, alþjóðlegar mælingar sýna stöðu barnanna okkar á hraðri niðurleið og ekki var úr háum söðli að falla til að byrja með. Fjölmiðlar keppast við að fjalla um stöðuna, sumir hafa ákveðið að gera sér meiri mat úr umfjöllunarefninu en aðrir, og sagan sem okkur er sögð er að íslenskir grunnskólar séu um það bil að fara fram af bjargbrúninni. Eins og hjá þorra landsmanna takmarkast þekking mín og reynsla af íslensku skólakerfi að langmestu leyti við mína eigin skólagöngu. Síðan hafa bæst við nokkur ár sem foreldri nemanda í þessu kerfi. Ég er því meðvitaður um að ég hef afskaplega lítið vit á því hvernig best er að því staðið að mennta börn, hvernig skólastarf á að fara fram, hvað er æskilegt og best í lestrarkennslu, hvort samræmd og stöðluð próf eigi að vera allsherjarmælikvarði á gæði náms o.s.frv. Þetta mættu fleiri í minni stöðu vera meðvitaðir um þegar stöðu skólanna og menntunar í landinu ber á góma. En það sem ég þó veit og hef upplifað á eigin skinni, bæði sem nemandi og foreldri, er að í skólunum okkar starfar afskaplega hæft og metnaðarfullt starfsfólk. Skólastjórnendur, kennarar, stuðningsfulltrúar, ritarar, kokkar og matráðar og svo mætti lengi telja. Upp til hópa er þetta allt fólk sem brennur fyrir hag og velferð barnanna okkar og vill ekkert frekar sjá en að þau nái árangri í leik og starfi. Þetta er fólk sem starfar við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Þetta er fólkið sem á einhvern óskiljanlegan hátt hélt skólunum okkar að langmestu leyti opnum í gegnum heimsfaraldurinn. Þetta er fólkið sem tekur á móti börnunum okkar hér um bil hvern virkan dag níu mánuði á ári, sama hvernig viðrar og hvað á bjátar, hvort sem það er hjá þeim eða okkur. Mér finnst því tími til kominn að við foreldrar og forráðamenn leggjum enn meira af mörkum til að styðja við starf skólanna þess fólks sem þar starfar. Og það er talsvert sem við getum gert. Mér efst í huga þátttaka foreldra og forráðamanna í sjálfu skólastarfinu. Tökum þátt í þessu. Bjóðum okkur fram í stjórn foreldrafélagsins, verum virkir bekkjarfulltrúar eða virk í foreldrasamstarfinu. Mætum að viðburði sem skólinn skipuleggur fyrir aðstandendur, fræðslur og fyrirlestra. Hjálpumst öll að við fjáraflanir þegar þannig ber undir. Löbbum með börnunum okkar í skólann og bjóðum skólaliðum sem taka á móti þeim góðan daginn. Umfram allt – verum til staðar fyrir bæði börnin okkar og skólana. Leggjum okkar af mörkum til að gera íslenska skóla enn betri mennta- og uppeldistofnanir en þeir eru í dag. Og þó að stóru áskoranir íslenska skólakerfisins verði ekki leystar með foreldrastuðningi einar og sér, þá gildir hið fornkveðna auðvitað. Margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og foreldri tveggja grunnskólabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk. Foreldrar og forráðamenn allir að rifna úr stolti, réttilega því börnin okkar eru jú eitt það allra dýrmætasta sem við eigum. En þessi börn, og þá sérstaklega börn á grunnskólaaldri, eru að halda sína leið inn í skólakerfi sem talsverður styr stendur um. Samræmdar, alþjóðlegar mælingar sýna stöðu barnanna okkar á hraðri niðurleið og ekki var úr háum söðli að falla til að byrja með. Fjölmiðlar keppast við að fjalla um stöðuna, sumir hafa ákveðið að gera sér meiri mat úr umfjöllunarefninu en aðrir, og sagan sem okkur er sögð er að íslenskir grunnskólar séu um það bil að fara fram af bjargbrúninni. Eins og hjá þorra landsmanna takmarkast þekking mín og reynsla af íslensku skólakerfi að langmestu leyti við mína eigin skólagöngu. Síðan hafa bæst við nokkur ár sem foreldri nemanda í þessu kerfi. Ég er því meðvitaður um að ég hef afskaplega lítið vit á því hvernig best er að því staðið að mennta börn, hvernig skólastarf á að fara fram, hvað er æskilegt og best í lestrarkennslu, hvort samræmd og stöðluð próf eigi að vera allsherjarmælikvarði á gæði náms o.s.frv. Þetta mættu fleiri í minni stöðu vera meðvitaðir um þegar stöðu skólanna og menntunar í landinu ber á góma. En það sem ég þó veit og hef upplifað á eigin skinni, bæði sem nemandi og foreldri, er að í skólunum okkar starfar afskaplega hæft og metnaðarfullt starfsfólk. Skólastjórnendur, kennarar, stuðningsfulltrúar, ritarar, kokkar og matráðar og svo mætti lengi telja. Upp til hópa er þetta allt fólk sem brennur fyrir hag og velferð barnanna okkar og vill ekkert frekar sjá en að þau nái árangri í leik og starfi. Þetta er fólk sem starfar við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Þetta er fólkið sem á einhvern óskiljanlegan hátt hélt skólunum okkar að langmestu leyti opnum í gegnum heimsfaraldurinn. Þetta er fólkið sem tekur á móti börnunum okkar hér um bil hvern virkan dag níu mánuði á ári, sama hvernig viðrar og hvað á bjátar, hvort sem það er hjá þeim eða okkur. Mér finnst því tími til kominn að við foreldrar og forráðamenn leggjum enn meira af mörkum til að styðja við starf skólanna þess fólks sem þar starfar. Og það er talsvert sem við getum gert. Mér efst í huga þátttaka foreldra og forráðamanna í sjálfu skólastarfinu. Tökum þátt í þessu. Bjóðum okkur fram í stjórn foreldrafélagsins, verum virkir bekkjarfulltrúar eða virk í foreldrasamstarfinu. Mætum að viðburði sem skólinn skipuleggur fyrir aðstandendur, fræðslur og fyrirlestra. Hjálpumst öll að við fjáraflanir þegar þannig ber undir. Löbbum með börnunum okkar í skólann og bjóðum skólaliðum sem taka á móti þeim góðan daginn. Umfram allt – verum til staðar fyrir bæði börnin okkar og skólana. Leggjum okkar af mörkum til að gera íslenska skóla enn betri mennta- og uppeldistofnanir en þeir eru í dag. Og þó að stóru áskoranir íslenska skólakerfisins verði ekki leystar með foreldrastuðningi einar og sér, þá gildir hið fornkveðna auðvitað. Margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og foreldri tveggja grunnskólabarna.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar