Vissi ekki að pabbi sinn hefði skorað á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 09:30 Federico Chiesa sést hér kominn i Liverpool búninginn en til hægri má sjá föður hans Enrico Chiesa fagna marki sínu fyrir ítalska landsliðið sem hann skoraði á Anfield 1996. Getty/Nikki Dyer/Paul Mcfegan Federico Chiesa var kynntur í gær sem nýr leikmaður Liverpool og þessi 26 ára ítalski landsliðsmaður var einnig tekinn í viðtal á miðlum félagsins. Meðal annars rifjaði spyrillinn upp frægt mark hjá föður Federico, Enrico Chiesa. EM í Englandi 1996 Faðir Federico skoraði nefnilega fyrir ítalska landsliðið þegar hann keppti með liðinu á EM í Englandi í júní 1996. Þetta var eitt af sjö mörkum Enrico Chiesa fyrir landsliðið en þrjú þau fyrstu komu einmitt þetta sumar. Markið sem um ræðir skoraði Enrico í leik gegn Tékkum á Anfield leikvanginum, heimavelli Liverpool. Federico fæddist síðan í október 1997 eða rúmu ári síðar. Þegar Federico fékk að sjá markið þá mundi hann eftir markinu en áttaði sig aldrei á því hvar pabbi hans var að spila. „Ég þekki þetta mark“ „Ég man eftir þessu marki. Ég þekki þetta mark,“ sagði Federico Chiesa strax þegar hann sá markið. „Hann sagði mér aldrei frá því að hann hafi skorað þetta mark á Anfield. Hann sagði mér ekki frá því. Hann vill líka voðalega lítið tala um Evrópumótið því ég segist alltaf hafa unnið EM en hann vann aldrei EM,“ sagði Chiesa léttur. Með mynd af fögnuðinum „Við erum með mynd heima af honum að fagna eftir að hafa skorað þetta mark. Ég hafði samt ekki hugmynd um það að þetta hafi verið á Anfeld,“ sagði Chiesa „Þetta er frábær minning fyrir mína fjölskyldu og fyrir föður minn. Ég held því að pabbi sé ánægður með það að ég sé að skrifa undir hjá Liverpool,“ sagði Chiesa. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Meðal annars rifjaði spyrillinn upp frægt mark hjá föður Federico, Enrico Chiesa. EM í Englandi 1996 Faðir Federico skoraði nefnilega fyrir ítalska landsliðið þegar hann keppti með liðinu á EM í Englandi í júní 1996. Þetta var eitt af sjö mörkum Enrico Chiesa fyrir landsliðið en þrjú þau fyrstu komu einmitt þetta sumar. Markið sem um ræðir skoraði Enrico í leik gegn Tékkum á Anfield leikvanginum, heimavelli Liverpool. Federico fæddist síðan í október 1997 eða rúmu ári síðar. Þegar Federico fékk að sjá markið þá mundi hann eftir markinu en áttaði sig aldrei á því hvar pabbi hans var að spila. „Ég þekki þetta mark“ „Ég man eftir þessu marki. Ég þekki þetta mark,“ sagði Federico Chiesa strax þegar hann sá markið. „Hann sagði mér aldrei frá því að hann hafi skorað þetta mark á Anfield. Hann sagði mér ekki frá því. Hann vill líka voðalega lítið tala um Evrópumótið því ég segist alltaf hafa unnið EM en hann vann aldrei EM,“ sagði Chiesa léttur. Með mynd af fögnuðinum „Við erum með mynd heima af honum að fagna eftir að hafa skorað þetta mark. Ég hafði samt ekki hugmynd um það að þetta hafi verið á Anfeld,“ sagði Chiesa „Þetta er frábær minning fyrir mína fjölskyldu og fyrir föður minn. Ég held því að pabbi sé ánægður með það að ég sé að skrifa undir hjá Liverpool,“ sagði Chiesa. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc)
Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira