Fær prik fyrir hreinskilnina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2024 09:00 Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer þannig fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Þá eru ríki á jaðri sambandsins mun líklegri en önnur til þess að hafa hagsmuni sem ekki eiga samleið með hagsmunum fjölmennustu ríkja þess. Hið ágætasta tækifæri til þess að fjalla um þetta kom með grein Róberts Björnssonar á Vísir.is í vikunni þó hann hafi reyndar virzt talsvert uppteknari af því að ég skuli nota bókstafinn „z“ líkt og ófáir skoðanabræður hans og að væna mig að ósekju um að þiggja greiðslur fyrir greinarskrif á Vísir.is og það frá helzta samkeppnisaðilanum Morgunblaðinu en að reyna að færa einhver haldbær rök fyrir sínum eigin málstað. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrði landið ekki aðeins það fámennasta innan sambandsins heldur sömuleiðis á yzta jaðri þess. Ísland fengi fyrir vikið einungis sex þingmenn af 720 á þing Evrópusambandsins eða á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráði sambandins, valdamestu stofnun þess, eða allajafna um 0,08% sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Til verði evrópskt sambandsríki Mjög áhugavert er að Róbert skuli telja beinlínis æskilegt að vægi Íslands innan Evrópusambandsins tæki mið af íbúafjölda landsins og að kjörnir fulltrúar íslenzkra kjósenda hefðu sem minnst um málin innan sambandsins að segja og þar með flest okkar mál. Ekki sízt í ljósi tals Evrópusambandssinna um að ganga þyrfti þar inn til þess að hafa áhrif sem þó yrðu að vísu sáralítil. Róbert fær auðvitað prik fyrir hreinskilnina. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð á jafnræðisgrunni þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það geta talizt slíkt samstarf bæði að umfangi og eðli. Áherzla sambandsins á það að íbúafjöldi ráði vægi ríkja þess er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar að til verði að lokum sambandsríki. Vegna stöðu sinnar sem fjölmennustu ríki Evrópusambandsins eru Þýzkaland og Frakkland í lykilstöðu þegar ákvarðanir eru teknar innan sambandsins. Ekki sízt í ráðherraráði þess. Þá hafa ráðamenn ríkjanna tveggja undanfarin 60 ár fundað áður en ákvarðanir hafa verið teknar á vettvangi Evrópusambandsins og forvera þess og samræmt afstöðu sína og þannig í vaxandi mæli haft í raun bæði tögl og haldir. Hvorki sjávar- né orkuauðlindir Málflutningur Róberts byggir á þeirri forsendu að staða Íslands innan Evrópusambandsins yrði hliðstæð á við Lúxemborg af þeirri einu ástæðu að um sé að ræða fámennt ríki innan sambandsins þó um 70% fleiri búi reyndar þar en hér á landi. Hins vegar á Lúxemborg fátt sameiginlegt með Íslandi þegar hagsmunir ríkjanna eru annars vegar. Lúxemborg býr þannig til að mynda hvorki yfir sjávar- né orkuauðlindum. Mikilvægasta atvinnugrein Lúxemborgar er fjármálastarfsemi sem á stóran þátt í ríkidæmi landsins. Mikill fjöldi fyrirtækja er skráður í landinu einkum vegna stöðu þess sem skattaskjóls. Hvað ríkidæmi varðar eru einungis Lúxemborg og þrjú önnur ríki Evrópusambandsins ríkari en Ísland miðað við verga landsframleiðslu á mann af 27 ríkjum þess. Sama á við um lífsgæði. Með öðrum orðum er um að ræða undantekningar. Vegna fámennis hefur Lúxemborg allajafna sáralítið vægi þegar ákvarðanir eru teknar innan Evrópusambandsins en einkum vegna landfræðilegrar legu hertogadæmisins með landamæri bæði að Þýzkalandi og Frakklandi og hliðstæðra efnahagslegra aðstæðna, fyrir utan skattaskjólið, eru miklar líkur á því að ákvarðanir sem teknar eru einkum með tilliti til hagsmuna fjölmennustu ríkjanna henti þeim einnig afar vel. Hjálpað við skattaundanskot Helzta afrek Lúxemborgar innan Evrópusambandsins að mati Róberts er annars það að hafa átt þrjá forseta framkvæmdarstjórnar þess. Síðast Jean Claude Juncker sem gegndi embættinu 2014-2019 en var áður forsætisráðherra landsins 1995-2013. Hins vegar er rétt að hafa í huga að þeir sem sitja í framkvæmdastjórninni eru ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur aðeins embættismenn sambandsins. Hvað Juncker annars varðar gerðu stjórnvöld í Lúxemborg hundruð leynilegra samninga við stórfyrirtæki í tíð hans sem forsætisráðherra sem miðuðu að því að aðstoða þau við að komast undan skattgreiðslum. Juncker neyddist á endanum til þess að segja af sér vegna ásakana um spillingu í tengslum við leyniþjónustu landsins. Það kom þó ekki í veg fyrir það að hann yrði ári síðar forseti framkvæmdastjórnarinnar. Fjöldi þeirra sem setið hafa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í gegnum árin með ýmis konar spillingarmál eða ásakanir um slíkt á bakinu er raunar slíkur að halda mætti að um hæfniskröfu væri að ræða. Þar á meðal er núverandi forseti framkvæmdastjórnarinnar, Ursula von der Leyen. Varla þarf að koma á óvart að einungis 4% íbúa ríkja sambandsins treysti stofnunum þess bezt til að taka á spillingarmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Versta staða sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi þess, er að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer þannig fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Þá eru ríki á jaðri sambandsins mun líklegri en önnur til þess að hafa hagsmuni sem ekki eiga samleið með hagsmunum fjölmennustu ríkja þess. Hið ágætasta tækifæri til þess að fjalla um þetta kom með grein Róberts Björnssonar á Vísir.is í vikunni þó hann hafi reyndar virzt talsvert uppteknari af því að ég skuli nota bókstafinn „z“ líkt og ófáir skoðanabræður hans og að væna mig að ósekju um að þiggja greiðslur fyrir greinarskrif á Vísir.is og það frá helzta samkeppnisaðilanum Morgunblaðinu en að reyna að færa einhver haldbær rök fyrir sínum eigin málstað. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrði landið ekki aðeins það fámennasta innan sambandsins heldur sömuleiðis á yzta jaðri þess. Ísland fengi fyrir vikið einungis sex þingmenn af 720 á þing Evrópusambandsins eða á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráði sambandins, valdamestu stofnun þess, eða allajafna um 0,08% sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Til verði evrópskt sambandsríki Mjög áhugavert er að Róbert skuli telja beinlínis æskilegt að vægi Íslands innan Evrópusambandsins tæki mið af íbúafjölda landsins og að kjörnir fulltrúar íslenzkra kjósenda hefðu sem minnst um málin innan sambandsins að segja og þar með flest okkar mál. Ekki sízt í ljósi tals Evrópusambandssinna um að ganga þyrfti þar inn til þess að hafa áhrif sem þó yrðu að vísu sáralítil. Róbert fær auðvitað prik fyrir hreinskilnina. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð á jafnræðisgrunni þegar teknar eru ákvarðanir. Eitt ríki, eitt atkvæði. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það geta talizt slíkt samstarf bæði að umfangi og eðli. Áherzla sambandsins á það að íbúafjöldi ráði vægi ríkja þess er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar að til verði að lokum sambandsríki. Vegna stöðu sinnar sem fjölmennustu ríki Evrópusambandsins eru Þýzkaland og Frakkland í lykilstöðu þegar ákvarðanir eru teknar innan sambandsins. Ekki sízt í ráðherraráði þess. Þá hafa ráðamenn ríkjanna tveggja undanfarin 60 ár fundað áður en ákvarðanir hafa verið teknar á vettvangi Evrópusambandsins og forvera þess og samræmt afstöðu sína og þannig í vaxandi mæli haft í raun bæði tögl og haldir. Hvorki sjávar- né orkuauðlindir Málflutningur Róberts byggir á þeirri forsendu að staða Íslands innan Evrópusambandsins yrði hliðstæð á við Lúxemborg af þeirri einu ástæðu að um sé að ræða fámennt ríki innan sambandsins þó um 70% fleiri búi reyndar þar en hér á landi. Hins vegar á Lúxemborg fátt sameiginlegt með Íslandi þegar hagsmunir ríkjanna eru annars vegar. Lúxemborg býr þannig til að mynda hvorki yfir sjávar- né orkuauðlindum. Mikilvægasta atvinnugrein Lúxemborgar er fjármálastarfsemi sem á stóran þátt í ríkidæmi landsins. Mikill fjöldi fyrirtækja er skráður í landinu einkum vegna stöðu þess sem skattaskjóls. Hvað ríkidæmi varðar eru einungis Lúxemborg og þrjú önnur ríki Evrópusambandsins ríkari en Ísland miðað við verga landsframleiðslu á mann af 27 ríkjum þess. Sama á við um lífsgæði. Með öðrum orðum er um að ræða undantekningar. Vegna fámennis hefur Lúxemborg allajafna sáralítið vægi þegar ákvarðanir eru teknar innan Evrópusambandsins en einkum vegna landfræðilegrar legu hertogadæmisins með landamæri bæði að Þýzkalandi og Frakklandi og hliðstæðra efnahagslegra aðstæðna, fyrir utan skattaskjólið, eru miklar líkur á því að ákvarðanir sem teknar eru einkum með tilliti til hagsmuna fjölmennustu ríkjanna henti þeim einnig afar vel. Hjálpað við skattaundanskot Helzta afrek Lúxemborgar innan Evrópusambandsins að mati Róberts er annars það að hafa átt þrjá forseta framkvæmdarstjórnar þess. Síðast Jean Claude Juncker sem gegndi embættinu 2014-2019 en var áður forsætisráðherra landsins 1995-2013. Hins vegar er rétt að hafa í huga að þeir sem sitja í framkvæmdastjórninni eru ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur aðeins embættismenn sambandsins. Hvað Juncker annars varðar gerðu stjórnvöld í Lúxemborg hundruð leynilegra samninga við stórfyrirtæki í tíð hans sem forsætisráðherra sem miðuðu að því að aðstoða þau við að komast undan skattgreiðslum. Juncker neyddist á endanum til þess að segja af sér vegna ásakana um spillingu í tengslum við leyniþjónustu landsins. Það kom þó ekki í veg fyrir það að hann yrði ári síðar forseti framkvæmdastjórnarinnar. Fjöldi þeirra sem setið hafa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í gegnum árin með ýmis konar spillingarmál eða ásakanir um slíkt á bakinu er raunar slíkur að halda mætti að um hæfniskröfu væri að ræða. Þar á meðal er núverandi forseti framkvæmdastjórnarinnar, Ursula von der Leyen. Varla þarf að koma á óvart að einungis 4% íbúa ríkja sambandsins treysti stofnunum þess bezt til að taka á spillingarmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun