Framburður lykilvitnis fyrir dómi ekki talinn trúverðugur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2024 11:48 Pétur Jökull ásamt verjanda sínum Snorra Sturlusyni. Snorri áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar augnablikum eftir að hann féll. Málinu er því hvergi nærri lokið. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur telur að framburður Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu hafi í öllum aðalatriðum verið ótrúverðugur. Hið sama megi segja um framburð lykilvitnis í málinu sem hafi um langt skeið verið útsettur fyrir verulegri hættu á eftirmálum ef hann tengdi Pétur Jökul við málið. Saksóknari hefði sýnt fram á að Pétur Jökull hefði komið að innflutningi á hundrað kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands sumarið 2022. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Pétur Jökull var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Fjórir sakborningar hlutu á bilinu fimm til níu ára fangelsisdóma í fyrra fyrir aðild sína að málinu. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms þegar í stað til Landsréttar. Hann telur engin bein sönnunargögn tengja Pétur Jökul við málið og að lögregla hafi farið vafasamar leiðir til að ná rödd Péturs Jökuls á upptöku sem síðar var notuð í raddgreiningu. Þá var ljóst að lykilatriði í málinu væri hversu mikla þýðingu dómari legði í framburð Daða Björnsson lykilvitnis í samhengi við fyrri framburð hans fyrir tveimur árum. Daði þvertók fyrir fyrir dómi að sá Pétur sem hann hefði verið í miklum samskiptum við væri Pétur Jökull Jónasson. Dómari tók ekki mark á þeim orðum Daða í ljósi viðkvæmrar stöðu hans sem neðsti hlekkur í keðju á þaulskipulögðu fíkniefnabroti. Þurfi að setja í samhengi við fíkniefnasamstarfi Daði Kristjánsson héraðsdómari kvað upp dóm sinn í gær tveimur vikum eftir að aðalmeðferð í málinu lauk. Þar segir hann að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð séu fram við meðferð máls fyrir dómi. Aðeins verði sakfellt nái saksóknari að koma fram með nægilega sönnun sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum. Atvikaröð í málinu þurfi að setja í samhengi við það sem þekkist í fíkniefnastarfsemi. Hún sé í eðli sínu hagnaðardrifin og taki mið af skipulagningu, fjármögnun, milliliðum, verkaskiptingu, áhættustýringu og leynd. Allt þjóni þeim tilgangi að koma fíkniefnum á milli staða frá sendanda til endanlegs móttakanda án þess að lögregla komi upp um glæpinn. Með sama hætti sé reynt að hylja slóð til að koma í veg fyrir að lögregla geti upplýst um brot eftir á og komist að því hverjir hafi verið þar að verki. Þá sé alkunnugt að slík starfsemi eigi það til að litast af undirliggjandi ógn eða þrýstingi frá samverkamönnum. Það geti haft neikvæð eða hamlandi áhrif á einstaklinga sem standi frammi fyrir því að þurfa að gefa skýrslur undir meðferð slíkra mála. Daði Björnsson, Birgir Halldórsson, Jóhannes Durr og Páll Jónsson hlutu fangelsisdóma í fyrra fyrir aðild sína að málinu. Þeir komu allir fyrir dóminn og sagðist enginn þeirra hafa verið í samskiptum við Pétur Jökul í tengslum við málið. Hlutverk hvers og eins Pétur Jökull neitaði alfarið sök og reyndi saksóknari að sýna fram á að hann hefði með ásamt hinum fjórum staðið að innflutningi kókaínsins í trjádrumbum frá Brasilíu. Pétur Jökull sagðist hafður fyrir rangri sök, hefði aldrei verið í samskiptum við neinn hinna fjögurra, hvorki beint né óbeint. Saksóknari byggði á hinu gagnstæða og lagði áherslu á að framburður og skýringar Péturs Jökuls hefðu verið ótrúverðugar. Dómari rekur málið í heild sinni og setur í samhengi. Páll Jónsson timbursali hefði notað fyrirtæki sitt til að koma efnunum til landsins. Sendingin hefði borist inn á svæði skipafélags í Brasilíu þann 18. maí 2022. Páll hefði síðar móttekið sendinguna og komið til Daða Björnssonar. Birgir hefði fengið Pál til að flytja efnin inn og verið í samskiptum við Páll fyrir milligöngu Jóhannesar sem hefði gefið Páli fyrirmæli og afhent honum peninga fyrir útgjöldum. Þá hefði Birgir verið með ákveðna stjórn á aðgerðum til dæmis þegar efnin voru losuð úr trjádrumbunum. Jóhannes hefði leitað til Birgis varðandi ákvarðanir og fjármunir raktir til hans. Helsta hlutverk Jóhannesar hefði verið að sjá um samskipti frá Birgi til Páls. Daði hefði að beiðni óþekkts manns tekið við efnunum frá Páli og fengið það hlutverk að koma þeim fyrir svo aðrir gætu nálgast þau síðar. Þá nefnir dómari að síðari framburður Páls um að trjádrumbarnir hafi verið afhentir inn á hafnarsvæði 20. desember 2021 í Brasilíu ekki í nægjanlegu samræmi við málsatvik og því ekki tekinn til greina við meðferð máls Péturs Jökuls. Upphaflegur framburður Daða lykilatriði Stóra spurningin sé því hvort Pétur Jökull hafi tekið þátt í innflutningnum með fjórmenningunum, hvort það sé sannað eða teljist ósannað og þar með að annar óþekktur maður hafi verið þar að verki. Dómari tekur sérstaklega fram að ýmis atriði sem tengist Guðlaugi Agnari Guðmundssyni og Halldóri Margeiri Ólafssyni, sem hlutu þunga dóma í saltdreifaramálinu svokallaða, og Sverri Þór Gunnarssyni, Svedda tönn, geti ekki haft stóra þýðingu í málinu. Rannsókn á meintum þætti þeirra í málinu hafi verið hætt og þurfi ákæruvaldið að bera halla af því við úrlausn málsins. Dómari horfði til þess að Daði Björnsson kannaðist í aðalatriðum við fyrri framburð sinn í málinu. Nú telji hann hins vegar að títtnefndur Pétur sem hann var í samskiptum við sé Pétur Jökull Jónasson. Hann viti ekki frekari deili á umtöluðum Pétri sem hafi gefið honum skipanir. Þegar rýnt sé í framburð Daða komi fram að hann hafi aðeins verið í samskiptum við einn mann og nafn hans væri Pétur. Þeir hefðu bæði hist og verið í samskiptum á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal. Hann hefði sótt Pétur utan við Hótel Holt sem samrýmdist myndefni sem lögregla aflaði um ferðir Daða. Hann hefði lýst Pétri sem stórgerðum, þreknum og ljóshærðum í útliti. Ljóst væri að sú lýsing passaði að nokkru marki við Pétur Jökul Jónasson samanber myndefni og ásýnd hans fyrir dómi. Þá hefði Daði lýst yfirhöfn með vörumerkinu Stone Island sem hann sagði Pétur hafa klæðst þegar þeir hittust. Myndefni úr hraðbanka frá svipuðum tíma samrýmist þeirri lýsingu. Þá hefði Pétur Jökull kannast við það fyrir dómi að eiga slíka flík. Kaffi Loki við Lokastíg Daði hefði jafnframt sagt Pétur búa í miðborginni nálægt veitingastaðnum Kaffi Loka. Óumdeilt sé að Pétur hafi verið með búsetu á Lokastíg í næsta nágrenni. Þá hefði Pétur verið staddur erlendis á handtökudegi Daða þann 4. ágúst 2022 en ljóst væri að Pétur Jökull hefði hefði verið staddur erlendis, í Taílandi þann dag. Til viðbótar sagðist Daði hafa leitað að upplýsingum um Pétur með Google-leit og fundið frétt um að hann hefði hlotið dóm mörgum árum áður fyrir fíkniefnainnflutning. Það samræmdist sakavottorði Péturs Jökuls. Lögreglufulltrúi hefði látið reyna á slíka leit og aðeins fundið fréttina með því að leita að Pétri Jökli, en ekki bara Pétri. Þá lægi fyrir að Pétur Jökull var staddur í Brasilíu þegar viðardrumbarnir voru færðir inn á hafnarsvæði. Þá yrði ekki litið fram hjá því að Pétur Jökull heiti að fyrsta nafni Pétur. Því yrði að teljast frekar sennilegt, út frá því sem almennt tíðkast hjá fólki sem tali saman, að nafn sem passar með réttu við viðmælanda sé notað í samskiptum. Því sé ljóst að framburður Daða í upphafi, sem sé að mörgu leyti studdur gögnum og rökréttum staðreyndum, tengi Pétur við Pétur Jökul Jónasson. Allt bendi til þess að sá framburður Daða hafi verið mjög áreiðanlegur. Æskuvinur Daða kom fyrir dóminn en Daði hafði sagt hann hafa kynnt þá Pétur á sínum tíma. Vitnið kannaðist ekki við neitt slíkt og virtist Daði reyna að hlífa honum fyrir dómi með því að draga til baka fyrri framburð. Sagði dómari þessa breytingu ekki hafa nein áhrif á trúverðugleika framburðar Daða í upphafi. Samskipti Harry og Daða Til viðbótar við þetta segir dómari að niðurstöður símarannsóknar á símanúmeri Péturs Jökuls og öðrum símum sem talin eru tengjast honum styðja málatilbúnað saksóknara. Framburður Daða fyrir dómi við meðferð þessa máls verði ekki skilinn öðruvísi en að hann gangist við því að hafa verið í Signal-samskiptum í tengslum við brot sitt og alltaf rætt við Pétur sem hafi notast við dulnefnin Harry, Patroncartoon og Trucker. Samskiptin á Signal hafi verið bæði í skilaboðum og munnleg. Engar upplýsingar komu fram um tengsl á milli persónulegs síma Péturs Jökuls og síma sem Daði notaði sjálfur. Hins vegar lægi fyrir að samskipti Daða við Harry voru í heildina 230 talsins á sex daga tímabili í júlí 2022, 3. til 8. júlí. Þar stýrði Harry Daða í að finna góðan stað fyrir holur til að geyma fíkniefnin. Daði ætti að grafa þær og kaupa til verksins skóflur, töskur, límband, kúbein og hanska. Þann 7. júlí hafi komið fram að þeir ætluðu að hittast og Harry myndi koma nýjum síma á Daða. Í sömu skilaboðum Harry til Daða, send klukkan 15:12, upplýsti Harry að hann væri að fara á æfingu. Gögn úr aðgangshliði World Class sýndu Pétur Jökul mæta í Laugar klukkan 15:10. „Er um að ræða sláandi samþættingu staðreynda sem draga fram miklar líkur fyrir því að ákærði hafi verið notandinn Harry,“ segir í dómnum. Engu breyti þótt símagögn um símanúmer sem upphaflega var tengt við Harry hefði aðeins sýnt fram á notkun til 4. júlí. Harry hefði á þeim tíma hafa verið búinn að skipta út síma til að dylja slóð. Það hafi í raun verið samnefnari á þeirri leynd sem var heilt á litið yfir Signal-samskiptunum. Þá hafi einnig komið fram í samskiptum Harry við Daða að Daði ætti að ræða við mann að nafni Jens í tengslum við leiguhúsnæði. Samkvæmt gögnum málsins hét leigusali Péturs Jökuls á þessum tíma Jens. Allt þetta styddi því að Pétur Jökull væri Harry. Pétur Jökull og Patroncartoon á flakki Varðandi notandann Patroncartoon lægi fyrir að hann var í samskiptum við Daða og allt benti til að hann hefði tekið við af notandanum Harry. Harry hætti samskiptum við Daða klukkan 11:30 þann 8. júlí og Patroncartoon tekið við sama dag klukkan 12:13. Allt benti til þess að sá sem væri á bak við Harry hefði losað sig við síma og fengið sér nýjan. Lögregla hefði borið saman IMEI-númer símanna auk þess að fylgjast með ferðalögum Péturs Jökuls til Þýskalands og Taílands til að tengja Pétur Jökul við seinni símann. „Breytir engu í þessu samhengi þótt nákvæmar upplýsingar um farþegaflug ákærða og önnur flug liggi ekki fyrir eða hvernig samsetning flugfarþega var í flugi hans frá Íslandi til Þýskalands,“ segir í dómnum. Þá liggi fyrir samkvæmt framburði Péturs Jökuls að hann hafi verið einn á ferð. Þá bendi allt til þess að persónulegt símanúmer Péturs Jökuls og númerið á bak við Patroncartoon hafi fylgt hvort öðru á Reykjanesbraut daginn sem Pétur Jökull fór til Keflavíkurflugvallar í umrætt flug. Þá tekur dómari þær skýringar sérfræðinga sem komu fyrir dóminn gildar um hvers vegna tímasetningar við fjarskiptasenda séu ekki nákvæmlega þær sömu við komuna til Taílands. Það gæti skýrst af mismunandi notkunartíma símanna og flugstillingu á síma í háloftunum á milli landa. Engin ástæða væri til að ætla annað en að Pétur Jökull og Patroncartoon væru einn og sami maðurinn. Fleiri símagögn styddu þá kenningu saksóknara. Trucker, Nonni og Daði Varðandi dulnefnið Trucker væri ljóst að taílenskt símanúmer var á bak við þann aðgang. Engin samskipti hefðu verið á milli Daða og Trucker fyrr en eftir að Pétur Jökull var kominn til Taílands. Í almennu tilliti verði að telja líklegt að hið taílenska símanúmer hafi verið notað í Taílandi á umræddum tíma þar sem það var taílenskt. Í þessu samhengi yrði að líta til þess að Pétur Jökull hefði sjálfur fyrir dómi sagst hafa tapað íslensku símkorti á meðan hann var í Taílandi. Hann hefði því fundið sér taílenskt símanúmer og notað á meðan dvöl hans þar stóð. Samkvæmt framburði Daða fyrir dómi var ljóst að Pétur notaði auðkennið Trucker í samskiptum við Daða þann 4. ágúst. Skriflegu samskiptin þeirra á milli voru aðallega á ensku en líka íslensku. Þá lægi fyrir hljóðupptaka af samtali Trucker við Daða umræddan dag í Gjáhellu í Hafnarfirði. Af upptöku, sem var óljós, væri þó ljóst að samtalið fór fram á íslensku. Því væri ljóst að Íslendingur hefði notað taílenska númerið á bak við Trucker. Sama taílenska símanúmer hefði einnig verið vistað í símaskrá Birgis Halldórssonar sem Nonni. Þá lægi fyrir að Birgir og Nonni voru í samskiptum sama dag og dagana á undan. Við skýrslu af Pétri Jökli fyrir dómi kom fram að hann þekkti Birgi frá fyrri tíð. Birgir staðfesti það sömuleiðis. Því væri ljóst að það væri saga á milli Birgis og Péturs Jökuls frá fyrri tíð. Allt þetta styddi að Pétur Jökull væri Trucker. Þessu til viðbótar lægi fyrir að samskiptakeðjan umræddan handtökudag Daða þann 4. ágúst 2022 hefði rofnað þegar Birgir hringdi í Daða eftir að hafa verið í samskiptum við Nonna. Fram að því hefðu ekki verið nein sjáanleg samskipti milli Daða og Birgis. Af þessu virtu væri alveg ljóst að Trucker og Nonni væri einn og sami maðurinn sem hefði með Birgi unnið að innflutningi kókaínsins með hina Jóhannes Durr, Pál Jónsson og Daða Björnsson undir sér í keðjunni. Óljós hljóðupptaka Dómari segir því talsverðan fjölda sönnunaratriða styðja mjög að Pétur Jökull hafi verið sá sem notaðist við Signal-dulnefnin Harry, Patroncartoon og Trucker. Þar með hafi hann í raun verið samverkamaðurinn Pétur sem var í samskiptum við Daða. Hið sama eigi við um samskipti Nonna og Birgis. Til viðbótar öllu framangreindu liggi fyrir álitsgerð og framburður sérfræðing í raddgreiningu sem útiloki ekki að rödd viðmælanda Daða, þ.e. Péturs eða Trucker sem heyrðist á upptökunni 4. ágúst í Gjáhellu, gæti verið rödd Péturs Jökuls. Það væru óyrt sameiginleg einkenni á upptökunni sem líkist rödd ákærða og styðji að hann hafi verið að ræða við Daða í síma. Að þessu leyti styðji raddgreiningin við önnur sönnunargögn í málinu. Þá telur dómari að nægjanleg lagaheimild hafi verið til að nota raddgreiningu. Ekkert komi í veg fyrir að lögregla notist við upptöku af hljóðritaðri yfirheyrslu til að bera saman við rödd á upptöku í slíkri raddgreiningu. Þá horfði dómarinn til vitnisburðar lögreglufulltrúa að hann teldi alveg víst út frá hlustun á upptökunni að röddin sem þar heyrðist tala við Daða, þ.e. Pétur eða Trucker, væri rödd Péturs Jökuls. Ekki væru efni til að draga þá ályktun lögreglufulltrúans í efa þegar tekið væri mið af því að hann væri sérstaklega búinn að vinna við uppritun á efni hljóðupptökunnar og verið í endurteknum samskiptum við Pétur Jökul við rannsókn málsins. Staða Daða Björnssonar Að öllu framangreindu er það mat dómsins að framburður Péturs Jökuls hefði verið ótrúverðugur og ekki í nægjanlegu samræmi við gögn málsins. Hið sama verði að segja um framburði Daða fyrir dómi að Pétur Jökull væri ekki sá Pétur sem hann hafi verið í samskiptum við. Horfa yrði til framburðar hans fyrir dómi með hliðsjón af núverandi stöðu hans. Hann hafi frá upphafi verið undir aðra settur og verið sagt fyrir verkum við framningu brotsins. Miklar líkur væru á því að staða Daða væri viðkvæm og hann í lengri tíma verið útsettur fyrir utanaðkomandi þrýstingu eða verulegri hættu á slíku eða öðrum eftirmálum. Þannig hefði aldrei mátt búast við því að hann myndi bera sakir á Pétur Jökul með beinum hætti fyrir dómi eða með skýrslugjöf. Því hefði engu breytt þótt myndsakbending eða myndfletting á rannsóknarstigi hefði farið fram. Telur dómurinn því hafið yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull sé samverkamaður í stóra kókaínmálinu og fengið Daða til verksins, stýrt honum, útvegað fjármuni og síma til að fremja brot sitt. Hann hefði því hlutast til um og stýrt nauðsynlegum ráðstöfunum varðandi móttöku og meðferð kókaínsins hér á landi. Þá hefði hann verið í samskiptum við Birgi Halldórsson og þeir báðir með hina þrjá undir sér. Pétri Jökli hefði því verið ljóst að hann var hluti af hópi og allir í hópnum hefðu hlutverk við innflutninginn. Pétur Jökull hefði því í lagalegri merkingu verið aðalmaður í brotinu og samverkamaður hinna fjögurra sem áður hefðu hlotið dóm. Lögfull sönnun hefði fengist á sekt hans og hann því sakfelldur fyrir aðild að innflutningnum. Málinu hvergi lokið Við mat á refsingu horfði dómari til þess að hinn 45 ára gamli Pétur Jökull ætti nokkurn sakaferil að baki aftur til ársins 2007. Þar vægi þyngst tveggja ára fangelsisdómur fyrir innflutning á fíkniefnum árið 2010 og fimm mánaða fangelsisdómur ári síðar fyrir rán. Þá hefði hann árið 2019 verið gert að greiða sekt fyrir umferðarlagabrot og vörslu á fíkniefnum. Hið mikla magn sterkra fíkniefna sem voru ætluð til sölu og dreifingu kom til refsiþyngingar. Sömuleiðis að vegið væri að almannahagsmunum og hættu á að efnin færu í dreifingu til ótiltekins fjölda manna hér á landi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá hefði brotið verið skipulagt í þaula og framin í samverknaði. Þáttur hans hefði verið mikill, ásetningsstig hátt og hann frekar ósamvinnuþýður undir rannsókn málsins. Einu málsbæturnar væru þær að hafa að lokum gefið sig fram við lögreglu eftir að hafa verið eftirlýstur af Interpol. Var hann dæmdur í átta ára fangelsi en frá refsingu dragast gæsluvarðhald sem hann hefur sætt nær óslitið frá því í febrúar. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, hefur þegar áfrýjað dóminum til Landsréttar. Hinir fjórir sem þegar hafa hlotið dóm í málinu hlutu mildari dóma í Landsrétti. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40 Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. 29. febrúar 2024 12:29 Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Saksóknari hefði sýnt fram á að Pétur Jökull hefði komið að innflutningi á hundrað kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands sumarið 2022. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Pétur Jökull var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Fjórir sakborningar hlutu á bilinu fimm til níu ára fangelsisdóma í fyrra fyrir aðild sína að málinu. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms þegar í stað til Landsréttar. Hann telur engin bein sönnunargögn tengja Pétur Jökul við málið og að lögregla hafi farið vafasamar leiðir til að ná rödd Péturs Jökuls á upptöku sem síðar var notuð í raddgreiningu. Þá var ljóst að lykilatriði í málinu væri hversu mikla þýðingu dómari legði í framburð Daða Björnsson lykilvitnis í samhengi við fyrri framburð hans fyrir tveimur árum. Daði þvertók fyrir fyrir dómi að sá Pétur sem hann hefði verið í miklum samskiptum við væri Pétur Jökull Jónasson. Dómari tók ekki mark á þeim orðum Daða í ljósi viðkvæmrar stöðu hans sem neðsti hlekkur í keðju á þaulskipulögðu fíkniefnabroti. Þurfi að setja í samhengi við fíkniefnasamstarfi Daði Kristjánsson héraðsdómari kvað upp dóm sinn í gær tveimur vikum eftir að aðalmeðferð í málinu lauk. Þar segir hann að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð séu fram við meðferð máls fyrir dómi. Aðeins verði sakfellt nái saksóknari að koma fram með nægilega sönnun sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum. Atvikaröð í málinu þurfi að setja í samhengi við það sem þekkist í fíkniefnastarfsemi. Hún sé í eðli sínu hagnaðardrifin og taki mið af skipulagningu, fjármögnun, milliliðum, verkaskiptingu, áhættustýringu og leynd. Allt þjóni þeim tilgangi að koma fíkniefnum á milli staða frá sendanda til endanlegs móttakanda án þess að lögregla komi upp um glæpinn. Með sama hætti sé reynt að hylja slóð til að koma í veg fyrir að lögregla geti upplýst um brot eftir á og komist að því hverjir hafi verið þar að verki. Þá sé alkunnugt að slík starfsemi eigi það til að litast af undirliggjandi ógn eða þrýstingi frá samverkamönnum. Það geti haft neikvæð eða hamlandi áhrif á einstaklinga sem standi frammi fyrir því að þurfa að gefa skýrslur undir meðferð slíkra mála. Daði Björnsson, Birgir Halldórsson, Jóhannes Durr og Páll Jónsson hlutu fangelsisdóma í fyrra fyrir aðild sína að málinu. Þeir komu allir fyrir dóminn og sagðist enginn þeirra hafa verið í samskiptum við Pétur Jökul í tengslum við málið. Hlutverk hvers og eins Pétur Jökull neitaði alfarið sök og reyndi saksóknari að sýna fram á að hann hefði með ásamt hinum fjórum staðið að innflutningi kókaínsins í trjádrumbum frá Brasilíu. Pétur Jökull sagðist hafður fyrir rangri sök, hefði aldrei verið í samskiptum við neinn hinna fjögurra, hvorki beint né óbeint. Saksóknari byggði á hinu gagnstæða og lagði áherslu á að framburður og skýringar Péturs Jökuls hefðu verið ótrúverðugar. Dómari rekur málið í heild sinni og setur í samhengi. Páll Jónsson timbursali hefði notað fyrirtæki sitt til að koma efnunum til landsins. Sendingin hefði borist inn á svæði skipafélags í Brasilíu þann 18. maí 2022. Páll hefði síðar móttekið sendinguna og komið til Daða Björnssonar. Birgir hefði fengið Pál til að flytja efnin inn og verið í samskiptum við Páll fyrir milligöngu Jóhannesar sem hefði gefið Páli fyrirmæli og afhent honum peninga fyrir útgjöldum. Þá hefði Birgir verið með ákveðna stjórn á aðgerðum til dæmis þegar efnin voru losuð úr trjádrumbunum. Jóhannes hefði leitað til Birgis varðandi ákvarðanir og fjármunir raktir til hans. Helsta hlutverk Jóhannesar hefði verið að sjá um samskipti frá Birgi til Páls. Daði hefði að beiðni óþekkts manns tekið við efnunum frá Páli og fengið það hlutverk að koma þeim fyrir svo aðrir gætu nálgast þau síðar. Þá nefnir dómari að síðari framburður Páls um að trjádrumbarnir hafi verið afhentir inn á hafnarsvæði 20. desember 2021 í Brasilíu ekki í nægjanlegu samræmi við málsatvik og því ekki tekinn til greina við meðferð máls Péturs Jökuls. Upphaflegur framburður Daða lykilatriði Stóra spurningin sé því hvort Pétur Jökull hafi tekið þátt í innflutningnum með fjórmenningunum, hvort það sé sannað eða teljist ósannað og þar með að annar óþekktur maður hafi verið þar að verki. Dómari tekur sérstaklega fram að ýmis atriði sem tengist Guðlaugi Agnari Guðmundssyni og Halldóri Margeiri Ólafssyni, sem hlutu þunga dóma í saltdreifaramálinu svokallaða, og Sverri Þór Gunnarssyni, Svedda tönn, geti ekki haft stóra þýðingu í málinu. Rannsókn á meintum þætti þeirra í málinu hafi verið hætt og þurfi ákæruvaldið að bera halla af því við úrlausn málsins. Dómari horfði til þess að Daði Björnsson kannaðist í aðalatriðum við fyrri framburð sinn í málinu. Nú telji hann hins vegar að títtnefndur Pétur sem hann var í samskiptum við sé Pétur Jökull Jónasson. Hann viti ekki frekari deili á umtöluðum Pétri sem hafi gefið honum skipanir. Þegar rýnt sé í framburð Daða komi fram að hann hafi aðeins verið í samskiptum við einn mann og nafn hans væri Pétur. Þeir hefðu bæði hist og verið í samskiptum á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal. Hann hefði sótt Pétur utan við Hótel Holt sem samrýmdist myndefni sem lögregla aflaði um ferðir Daða. Hann hefði lýst Pétri sem stórgerðum, þreknum og ljóshærðum í útliti. Ljóst væri að sú lýsing passaði að nokkru marki við Pétur Jökul Jónasson samanber myndefni og ásýnd hans fyrir dómi. Þá hefði Daði lýst yfirhöfn með vörumerkinu Stone Island sem hann sagði Pétur hafa klæðst þegar þeir hittust. Myndefni úr hraðbanka frá svipuðum tíma samrýmist þeirri lýsingu. Þá hefði Pétur Jökull kannast við það fyrir dómi að eiga slíka flík. Kaffi Loki við Lokastíg Daði hefði jafnframt sagt Pétur búa í miðborginni nálægt veitingastaðnum Kaffi Loka. Óumdeilt sé að Pétur hafi verið með búsetu á Lokastíg í næsta nágrenni. Þá hefði Pétur verið staddur erlendis á handtökudegi Daða þann 4. ágúst 2022 en ljóst væri að Pétur Jökull hefði hefði verið staddur erlendis, í Taílandi þann dag. Til viðbótar sagðist Daði hafa leitað að upplýsingum um Pétur með Google-leit og fundið frétt um að hann hefði hlotið dóm mörgum árum áður fyrir fíkniefnainnflutning. Það samræmdist sakavottorði Péturs Jökuls. Lögreglufulltrúi hefði látið reyna á slíka leit og aðeins fundið fréttina með því að leita að Pétri Jökli, en ekki bara Pétri. Þá lægi fyrir að Pétur Jökull var staddur í Brasilíu þegar viðardrumbarnir voru færðir inn á hafnarsvæði. Þá yrði ekki litið fram hjá því að Pétur Jökull heiti að fyrsta nafni Pétur. Því yrði að teljast frekar sennilegt, út frá því sem almennt tíðkast hjá fólki sem tali saman, að nafn sem passar með réttu við viðmælanda sé notað í samskiptum. Því sé ljóst að framburður Daða í upphafi, sem sé að mörgu leyti studdur gögnum og rökréttum staðreyndum, tengi Pétur við Pétur Jökul Jónasson. Allt bendi til þess að sá framburður Daða hafi verið mjög áreiðanlegur. Æskuvinur Daða kom fyrir dóminn en Daði hafði sagt hann hafa kynnt þá Pétur á sínum tíma. Vitnið kannaðist ekki við neitt slíkt og virtist Daði reyna að hlífa honum fyrir dómi með því að draga til baka fyrri framburð. Sagði dómari þessa breytingu ekki hafa nein áhrif á trúverðugleika framburðar Daða í upphafi. Samskipti Harry og Daða Til viðbótar við þetta segir dómari að niðurstöður símarannsóknar á símanúmeri Péturs Jökuls og öðrum símum sem talin eru tengjast honum styðja málatilbúnað saksóknara. Framburður Daða fyrir dómi við meðferð þessa máls verði ekki skilinn öðruvísi en að hann gangist við því að hafa verið í Signal-samskiptum í tengslum við brot sitt og alltaf rætt við Pétur sem hafi notast við dulnefnin Harry, Patroncartoon og Trucker. Samskiptin á Signal hafi verið bæði í skilaboðum og munnleg. Engar upplýsingar komu fram um tengsl á milli persónulegs síma Péturs Jökuls og síma sem Daði notaði sjálfur. Hins vegar lægi fyrir að samskipti Daða við Harry voru í heildina 230 talsins á sex daga tímabili í júlí 2022, 3. til 8. júlí. Þar stýrði Harry Daða í að finna góðan stað fyrir holur til að geyma fíkniefnin. Daði ætti að grafa þær og kaupa til verksins skóflur, töskur, límband, kúbein og hanska. Þann 7. júlí hafi komið fram að þeir ætluðu að hittast og Harry myndi koma nýjum síma á Daða. Í sömu skilaboðum Harry til Daða, send klukkan 15:12, upplýsti Harry að hann væri að fara á æfingu. Gögn úr aðgangshliði World Class sýndu Pétur Jökul mæta í Laugar klukkan 15:10. „Er um að ræða sláandi samþættingu staðreynda sem draga fram miklar líkur fyrir því að ákærði hafi verið notandinn Harry,“ segir í dómnum. Engu breyti þótt símagögn um símanúmer sem upphaflega var tengt við Harry hefði aðeins sýnt fram á notkun til 4. júlí. Harry hefði á þeim tíma hafa verið búinn að skipta út síma til að dylja slóð. Það hafi í raun verið samnefnari á þeirri leynd sem var heilt á litið yfir Signal-samskiptunum. Þá hafi einnig komið fram í samskiptum Harry við Daða að Daði ætti að ræða við mann að nafni Jens í tengslum við leiguhúsnæði. Samkvæmt gögnum málsins hét leigusali Péturs Jökuls á þessum tíma Jens. Allt þetta styddi því að Pétur Jökull væri Harry. Pétur Jökull og Patroncartoon á flakki Varðandi notandann Patroncartoon lægi fyrir að hann var í samskiptum við Daða og allt benti til að hann hefði tekið við af notandanum Harry. Harry hætti samskiptum við Daða klukkan 11:30 þann 8. júlí og Patroncartoon tekið við sama dag klukkan 12:13. Allt benti til þess að sá sem væri á bak við Harry hefði losað sig við síma og fengið sér nýjan. Lögregla hefði borið saman IMEI-númer símanna auk þess að fylgjast með ferðalögum Péturs Jökuls til Þýskalands og Taílands til að tengja Pétur Jökul við seinni símann. „Breytir engu í þessu samhengi þótt nákvæmar upplýsingar um farþegaflug ákærða og önnur flug liggi ekki fyrir eða hvernig samsetning flugfarþega var í flugi hans frá Íslandi til Þýskalands,“ segir í dómnum. Þá liggi fyrir samkvæmt framburði Péturs Jökuls að hann hafi verið einn á ferð. Þá bendi allt til þess að persónulegt símanúmer Péturs Jökuls og númerið á bak við Patroncartoon hafi fylgt hvort öðru á Reykjanesbraut daginn sem Pétur Jökull fór til Keflavíkurflugvallar í umrætt flug. Þá tekur dómari þær skýringar sérfræðinga sem komu fyrir dóminn gildar um hvers vegna tímasetningar við fjarskiptasenda séu ekki nákvæmlega þær sömu við komuna til Taílands. Það gæti skýrst af mismunandi notkunartíma símanna og flugstillingu á síma í háloftunum á milli landa. Engin ástæða væri til að ætla annað en að Pétur Jökull og Patroncartoon væru einn og sami maðurinn. Fleiri símagögn styddu þá kenningu saksóknara. Trucker, Nonni og Daði Varðandi dulnefnið Trucker væri ljóst að taílenskt símanúmer var á bak við þann aðgang. Engin samskipti hefðu verið á milli Daða og Trucker fyrr en eftir að Pétur Jökull var kominn til Taílands. Í almennu tilliti verði að telja líklegt að hið taílenska símanúmer hafi verið notað í Taílandi á umræddum tíma þar sem það var taílenskt. Í þessu samhengi yrði að líta til þess að Pétur Jökull hefði sjálfur fyrir dómi sagst hafa tapað íslensku símkorti á meðan hann var í Taílandi. Hann hefði því fundið sér taílenskt símanúmer og notað á meðan dvöl hans þar stóð. Samkvæmt framburði Daða fyrir dómi var ljóst að Pétur notaði auðkennið Trucker í samskiptum við Daða þann 4. ágúst. Skriflegu samskiptin þeirra á milli voru aðallega á ensku en líka íslensku. Þá lægi fyrir hljóðupptaka af samtali Trucker við Daða umræddan dag í Gjáhellu í Hafnarfirði. Af upptöku, sem var óljós, væri þó ljóst að samtalið fór fram á íslensku. Því væri ljóst að Íslendingur hefði notað taílenska númerið á bak við Trucker. Sama taílenska símanúmer hefði einnig verið vistað í símaskrá Birgis Halldórssonar sem Nonni. Þá lægi fyrir að Birgir og Nonni voru í samskiptum sama dag og dagana á undan. Við skýrslu af Pétri Jökli fyrir dómi kom fram að hann þekkti Birgi frá fyrri tíð. Birgir staðfesti það sömuleiðis. Því væri ljóst að það væri saga á milli Birgis og Péturs Jökuls frá fyrri tíð. Allt þetta styddi að Pétur Jökull væri Trucker. Þessu til viðbótar lægi fyrir að samskiptakeðjan umræddan handtökudag Daða þann 4. ágúst 2022 hefði rofnað þegar Birgir hringdi í Daða eftir að hafa verið í samskiptum við Nonna. Fram að því hefðu ekki verið nein sjáanleg samskipti milli Daða og Birgis. Af þessu virtu væri alveg ljóst að Trucker og Nonni væri einn og sami maðurinn sem hefði með Birgi unnið að innflutningi kókaínsins með hina Jóhannes Durr, Pál Jónsson og Daða Björnsson undir sér í keðjunni. Óljós hljóðupptaka Dómari segir því talsverðan fjölda sönnunaratriða styðja mjög að Pétur Jökull hafi verið sá sem notaðist við Signal-dulnefnin Harry, Patroncartoon og Trucker. Þar með hafi hann í raun verið samverkamaðurinn Pétur sem var í samskiptum við Daða. Hið sama eigi við um samskipti Nonna og Birgis. Til viðbótar öllu framangreindu liggi fyrir álitsgerð og framburður sérfræðing í raddgreiningu sem útiloki ekki að rödd viðmælanda Daða, þ.e. Péturs eða Trucker sem heyrðist á upptökunni 4. ágúst í Gjáhellu, gæti verið rödd Péturs Jökuls. Það væru óyrt sameiginleg einkenni á upptökunni sem líkist rödd ákærða og styðji að hann hafi verið að ræða við Daða í síma. Að þessu leyti styðji raddgreiningin við önnur sönnunargögn í málinu. Þá telur dómari að nægjanleg lagaheimild hafi verið til að nota raddgreiningu. Ekkert komi í veg fyrir að lögregla notist við upptöku af hljóðritaðri yfirheyrslu til að bera saman við rödd á upptöku í slíkri raddgreiningu. Þá horfði dómarinn til vitnisburðar lögreglufulltrúa að hann teldi alveg víst út frá hlustun á upptökunni að röddin sem þar heyrðist tala við Daða, þ.e. Pétur eða Trucker, væri rödd Péturs Jökuls. Ekki væru efni til að draga þá ályktun lögreglufulltrúans í efa þegar tekið væri mið af því að hann væri sérstaklega búinn að vinna við uppritun á efni hljóðupptökunnar og verið í endurteknum samskiptum við Pétur Jökul við rannsókn málsins. Staða Daða Björnssonar Að öllu framangreindu er það mat dómsins að framburður Péturs Jökuls hefði verið ótrúverðugur og ekki í nægjanlegu samræmi við gögn málsins. Hið sama verði að segja um framburði Daða fyrir dómi að Pétur Jökull væri ekki sá Pétur sem hann hafi verið í samskiptum við. Horfa yrði til framburðar hans fyrir dómi með hliðsjón af núverandi stöðu hans. Hann hafi frá upphafi verið undir aðra settur og verið sagt fyrir verkum við framningu brotsins. Miklar líkur væru á því að staða Daða væri viðkvæm og hann í lengri tíma verið útsettur fyrir utanaðkomandi þrýstingu eða verulegri hættu á slíku eða öðrum eftirmálum. Þannig hefði aldrei mátt búast við því að hann myndi bera sakir á Pétur Jökul með beinum hætti fyrir dómi eða með skýrslugjöf. Því hefði engu breytt þótt myndsakbending eða myndfletting á rannsóknarstigi hefði farið fram. Telur dómurinn því hafið yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull sé samverkamaður í stóra kókaínmálinu og fengið Daða til verksins, stýrt honum, útvegað fjármuni og síma til að fremja brot sitt. Hann hefði því hlutast til um og stýrt nauðsynlegum ráðstöfunum varðandi móttöku og meðferð kókaínsins hér á landi. Þá hefði hann verið í samskiptum við Birgi Halldórsson og þeir báðir með hina þrjá undir sér. Pétri Jökli hefði því verið ljóst að hann var hluti af hópi og allir í hópnum hefðu hlutverk við innflutninginn. Pétur Jökull hefði því í lagalegri merkingu verið aðalmaður í brotinu og samverkamaður hinna fjögurra sem áður hefðu hlotið dóm. Lögfull sönnun hefði fengist á sekt hans og hann því sakfelldur fyrir aðild að innflutningnum. Málinu hvergi lokið Við mat á refsingu horfði dómari til þess að hinn 45 ára gamli Pétur Jökull ætti nokkurn sakaferil að baki aftur til ársins 2007. Þar vægi þyngst tveggja ára fangelsisdómur fyrir innflutning á fíkniefnum árið 2010 og fimm mánaða fangelsisdómur ári síðar fyrir rán. Þá hefði hann árið 2019 verið gert að greiða sekt fyrir umferðarlagabrot og vörslu á fíkniefnum. Hið mikla magn sterkra fíkniefna sem voru ætluð til sölu og dreifingu kom til refsiþyngingar. Sömuleiðis að vegið væri að almannahagsmunum og hættu á að efnin færu í dreifingu til ótiltekins fjölda manna hér á landi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá hefði brotið verið skipulagt í þaula og framin í samverknaði. Þáttur hans hefði verið mikill, ásetningsstig hátt og hann frekar ósamvinnuþýður undir rannsókn málsins. Einu málsbæturnar væru þær að hafa að lokum gefið sig fram við lögreglu eftir að hafa verið eftirlýstur af Interpol. Var hann dæmdur í átta ára fangelsi en frá refsingu dragast gæsluvarðhald sem hann hefur sætt nær óslitið frá því í febrúar. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, hefur þegar áfrýjað dóminum til Landsréttar. Hinir fjórir sem þegar hafa hlotið dóm í málinu hlutu mildari dóma í Landsrétti.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40 Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. 29. febrúar 2024 12:29 Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40
Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. 29. febrúar 2024 12:29
Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02