Áratugur í borginni Alexandra Briem skrifar 30. ágúst 2024 13:32 Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16. Þessi tíu ár hafa verið viðburðarík og mikilvæg í borginni. Á þessum tíma hefur Reykjavík blómstrað sem aldrei fyrr. Mannlífið í borginni hefur aldrei verið líflegra og borgin sjálf aldrei verið fallegri, atorkusamari eða betri staður til að búa. Við Píratar berum þá gæfu að hafa fengið að vera þátttakendur í því að móta borgina. Auðvitað eigum við Píratar ekki ein þá umbreytingu sem hefur átt sér stað á tíu árum, þær hafa verið að þakka íbúum, starfsfólki, sérfræðingum og framsýnu hugsjónafólki í mörgum flokkum. En við Píratar höfum verið virkir þátttakendur og oft leiðandi afl. Við höfum deilt okkar hugsjón og stutt hugsjónir annarra, við höfum sannfært fólk, stundum látið sannfærast, og við höfum byggt brýr. Ég tel að það sé alveg sanngjarnt að segja að við höfum verið ákveðin lykil breyta í því að fjögurra flokka meirihlutasamstarf er farið að þykja bara ósköp eðlilegt og hversdagslegt í borginni þóttflestir stjórnmálaleiðtogar á Íslandi vilja helst alls ekki þurfa að ná saman fleirum en tveimur, kannski þremur. Við Píratar höfum unnið ötullega og af heilindum að hagsmunum borgarbúa, það skiptir máli, sérstaklega þegar um erfið mál er að ræða, og kjósendur hafa metið það við okkur. Píratar hafa bætt fylgi sitt og okkur hefur fjölgað í öllum kosningum til borgarstjórnar síðan við stigum fyrst fram. Þetta er af því að fólk veit hver við erum og hvernig við vinnum. Fólk veit að okkur er treystandi til að vinna fyrir borgina, jafnvel þegar það er ósammála okkur um einstaka atriði. Við Píratar höfum staðið vörð um borgarlínu, við höfum tryggt tilveru íbúaráða, við höfum umbylt stafrænum innviðum borgarinnar og dregið inn í nútímann, við höfum gert umhverfismál að forgangsatriði og skaðaminnkun og notendamiðaða þjónustu að einkunnarorðum. En mögulega það mikilvægasta sem við höfum gert er að við höfum sýnt að Píratar geta unnið, geta unnið kosningar, geta unnið með öðrum, geta gert málamiðlanir og geta tekið ábyrgð. Við höfum sýnt að við hlaupum ekki frá erfiðleikum um leið og á móti blæs, eins og mörg óttuðust þegar hreyfingin var í árdögum. Við höfum sýnt það að Píratar eru stjórntækur flokkur, og jafnvel töluvert stjórntækari en þau sem efuðust hæst um það. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Píratar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16. Þessi tíu ár hafa verið viðburðarík og mikilvæg í borginni. Á þessum tíma hefur Reykjavík blómstrað sem aldrei fyrr. Mannlífið í borginni hefur aldrei verið líflegra og borgin sjálf aldrei verið fallegri, atorkusamari eða betri staður til að búa. Við Píratar berum þá gæfu að hafa fengið að vera þátttakendur í því að móta borgina. Auðvitað eigum við Píratar ekki ein þá umbreytingu sem hefur átt sér stað á tíu árum, þær hafa verið að þakka íbúum, starfsfólki, sérfræðingum og framsýnu hugsjónafólki í mörgum flokkum. En við Píratar höfum verið virkir þátttakendur og oft leiðandi afl. Við höfum deilt okkar hugsjón og stutt hugsjónir annarra, við höfum sannfært fólk, stundum látið sannfærast, og við höfum byggt brýr. Ég tel að það sé alveg sanngjarnt að segja að við höfum verið ákveðin lykil breyta í því að fjögurra flokka meirihlutasamstarf er farið að þykja bara ósköp eðlilegt og hversdagslegt í borginni þóttflestir stjórnmálaleiðtogar á Íslandi vilja helst alls ekki þurfa að ná saman fleirum en tveimur, kannski þremur. Við Píratar höfum unnið ötullega og af heilindum að hagsmunum borgarbúa, það skiptir máli, sérstaklega þegar um erfið mál er að ræða, og kjósendur hafa metið það við okkur. Píratar hafa bætt fylgi sitt og okkur hefur fjölgað í öllum kosningum til borgarstjórnar síðan við stigum fyrst fram. Þetta er af því að fólk veit hver við erum og hvernig við vinnum. Fólk veit að okkur er treystandi til að vinna fyrir borgina, jafnvel þegar það er ósammála okkur um einstaka atriði. Við Píratar höfum staðið vörð um borgarlínu, við höfum tryggt tilveru íbúaráða, við höfum umbylt stafrænum innviðum borgarinnar og dregið inn í nútímann, við höfum gert umhverfismál að forgangsatriði og skaðaminnkun og notendamiðaða þjónustu að einkunnarorðum. En mögulega það mikilvægasta sem við höfum gert er að við höfum sýnt að Píratar geta unnið, geta unnið kosningar, geta unnið með öðrum, geta gert málamiðlanir og geta tekið ábyrgð. Við höfum sýnt að við hlaupum ekki frá erfiðleikum um leið og á móti blæs, eins og mörg óttuðust þegar hreyfingin var í árdögum. Við höfum sýnt það að Píratar eru stjórntækur flokkur, og jafnvel töluvert stjórntækari en þau sem efuðust hæst um það. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun