Samkvæmt frétt VG skiptust brúðhjónin á heitum, sem þau höfðu sjálf skrifað, og felldu margir gestir tár. Noregsprinsessa hélt fast í hefðirnar og voru gestir hvattir til að klæðast norskum þjóðbúning við athöfnina.

Ingiríður Alexandra prinsessa og Sverrir Magnús prins voru til að mynda bæði klædd í þjóðbúning og Sonja drottning og Mette Marit krónprinsessa sömuleiðis. Haraldur Noregskonungur og Hákon krónprins eru hins vegar báðir í jakkafötum.
Verret er nú orðinn hluti af konungsfjölskyldunni en fær ekki titil. Samband þeirra hefur vakið mikla athygli en Verret er bandarískur seiðmaður eða shaman. Þau hafa verið saman síðan 2019.
Marta Lovísa er fjórða í erfðaröð norsku krúnunnar og eina dóttir Haraldar konungs og Sonju drottningar. Marta á þrjár dætur úr fyrra hjónabandi en hún var gift rithöfundinum Ara Behn á árunum 2002 til 2017. Behn lést árið 2019.