Sex gíslar fundust látnir Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2024 08:39 Rachel Goldberg, móðir Hersh Goldberg-Polin sem fannst látinn í gær, mótmælti á föstudag yfir aðgerðarleysi ísraelskra stjórnvalda í að endurheimta gíslana sem Hamas rændu 7. október. Getty Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. Hin látnu eru Carmel Gat, Eden Yerushalmi, Hersh Goldberg-Polin, Alexander Lobanov, Almog Sarusi og liðþjálfinn Ori Danino. Um er að ræða fjóra karla og tvær konur. Carmel Gat var rænt af samyrkjubúi í Be'eri en hinum fimm var rænt af tónlistarhátíð í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði að fólkið hefði verið „myrt grimmilega af hryðjuverkamönnum Hamas skömmu áður en við náðum til þeirra.“ Eftir að tilkynnt var um dauða Goldberg-Polin, sem var bandarískur ríkisborgari, sagðist Joe Biden Bandaríkjaforseti vera „niðurbrotinn og hneykslaður“ yfir fréttunum. Foreldrar Goldberg-Polin mótmæltu í Ísrael á fimmtudag og kröfðu ísraelsk stjórnvöld um að semja um lausn gíslanna. Þau fluttu einnig ávarp á landsfundi Demókrata í Chicago í ágúst til að biðja um að þrýst yrði á samkomulag um lausn gíslanna. Um hundrað gíslar enn í haldi Rúmlega 100 gíslar Hamas voru frelsaðir í tímabundnu vopnahléi í fyrra og átta var bjargað af Ísraelsher, þar á meðal Farhan al-Qadi sem var bjargað úr göngum Hamas í vikunni. Talið er að enn séu um 100 gíslar í haldi Hamas. Samkvæmt Hostages and Missing Families Forum, samtökum sem berjast fyrir frelsun gíslanna, eru 107 gíslar, lifandi og dauðir, enn í haldi Hamas í Gasa. Þar af eru 103 sem voru teknir í árásunum 7. október. Talið er að 33 þeirra séu dáin. Um 40 þúsund Palestínubúar hafa verið drepnir frá því að gíslarnir voru teknir og Ísraelsher hóf innrás sína inn á Gasaströndina. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Tíu drepnir í árásum Ísraelshers á Vesturbakkanum Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir í áhlaupum og loftárásum ísraelska hersins á Vesturbakkann í nótt. Þetta fullyrðir talsmaður Rauða hálfmánans í Palestínu. 28. ágúst 2024 06:40 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hin látnu eru Carmel Gat, Eden Yerushalmi, Hersh Goldberg-Polin, Alexander Lobanov, Almog Sarusi og liðþjálfinn Ori Danino. Um er að ræða fjóra karla og tvær konur. Carmel Gat var rænt af samyrkjubúi í Be'eri en hinum fimm var rænt af tónlistarhátíð í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði að fólkið hefði verið „myrt grimmilega af hryðjuverkamönnum Hamas skömmu áður en við náðum til þeirra.“ Eftir að tilkynnt var um dauða Goldberg-Polin, sem var bandarískur ríkisborgari, sagðist Joe Biden Bandaríkjaforseti vera „niðurbrotinn og hneykslaður“ yfir fréttunum. Foreldrar Goldberg-Polin mótmæltu í Ísrael á fimmtudag og kröfðu ísraelsk stjórnvöld um að semja um lausn gíslanna. Þau fluttu einnig ávarp á landsfundi Demókrata í Chicago í ágúst til að biðja um að þrýst yrði á samkomulag um lausn gíslanna. Um hundrað gíslar enn í haldi Rúmlega 100 gíslar Hamas voru frelsaðir í tímabundnu vopnahléi í fyrra og átta var bjargað af Ísraelsher, þar á meðal Farhan al-Qadi sem var bjargað úr göngum Hamas í vikunni. Talið er að enn séu um 100 gíslar í haldi Hamas. Samkvæmt Hostages and Missing Families Forum, samtökum sem berjast fyrir frelsun gíslanna, eru 107 gíslar, lifandi og dauðir, enn í haldi Hamas í Gasa. Þar af eru 103 sem voru teknir í árásunum 7. október. Talið er að 33 þeirra séu dáin. Um 40 þúsund Palestínubúar hafa verið drepnir frá því að gíslarnir voru teknir og Ísraelsher hóf innrás sína inn á Gasaströndina.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Tíu drepnir í árásum Ísraelshers á Vesturbakkanum Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir í áhlaupum og loftárásum ísraelska hersins á Vesturbakkann í nótt. Þetta fullyrðir talsmaður Rauða hálfmánans í Palestínu. 28. ágúst 2024 06:40 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41
Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47
Tíu drepnir í árásum Ísraelshers á Vesturbakkanum Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir í áhlaupum og loftárásum ísraelska hersins á Vesturbakkann í nótt. Þetta fullyrðir talsmaður Rauða hálfmánans í Palestínu. 28. ágúst 2024 06:40