Del Rey og Dufrene hafa greinilega þekkst í nokkur ár því söngkonan birti fyrst mynd af sér með skipstjóranum árið 2019 á Facebook þegar hún fór í krókódílatúr með honum.
Nú virðast þau vera orðin aðeins meira en bara vinir því um helgina sást til þeirra leiðast á tónlistarhátíð í Leeds. Þau sáust versla saman í Harrods fyrr í ágúst og einnig fóruð þau út að borða saman á pöbb í Leeds.
Útitekinn faðir í felulitum
Þar að auki birti Lana færslu á Instagram fyrir nokkrum vikum þar sem hún kallaði Dufrene „my guy“ eða gaurinn minn.
Dufrene er fráskilinn þriggja barna faðir og vinnur sem skipstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arthur's Airboat Tours í Louisiana. Þar siglir hann með ferðamenn um mýrar og votlendi til að sjá dýralíf svæðisins.