Er ESB lausnin fyrir Ísland? Reynir Böðvarsson skrifar 2. september 2024 09:02 Ég get vel skilið þá sem horfa til nýs gjaldmiðils sem lausn allra vandamála við stjórn landsins. Það er náttúrulega ekki hægt að búa við þetta ófremdaraástand sem nú er þar sem vextir eru langt yfir því sem almenningur með húsnæðislán getur ráðið við og leiguverð er yfir öllu velsæmi. Ég skil vel að fólk í örvæntingu hrópi eftir einhverju hókus-pókus í þeirri von að komast út úr þessum þrengingum á einhvern hátt. Ég skil líka að tækifærissinnaður stjórnmálaflokkur ti hægri reyni að nýta sér þetta ástand til þess að fá upp fylgið eins og Viðreisn er að gera og hefur gert lengi. Spurningin er hvort til sé eitthvað annað sem Viðreisn berst fyrir og sem þolir dagsljós og opna umræðu, eins og til dæmis aukin einkavæðing á allt og öllu og þá helst líka Landsvirkjun? Því er náttúrulega ekki haldið á lofti þar sem vitað er að það mundi draga niður fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Vandamálið er bara að það tekur oft stuttan tíma að rífa niður en þeim mun lengri að byggja upp. Hægrinu í Svíþjóð er til dæmis að takast á tveimur áratugum að rífa niður það velferðarsamfélag sem verkalýðshreyfingin og vinstrið byggði upp á meir en hálfri öld. Það er hægt að losa um eignir almennings, sem tekið hefur marga áratugi að byggja upp, á örskömmum tíma en að undirbúa inngöngu í ESB og taka upp Evru tekur líklega áratug eða tvo. Nái Viðreisn og hægri armur Samfylkingarinnar afgerandi áhrifum eftir næstu kosningar gætum við staðið upp að loknu kjörtímabili með Landsvirkjun og vindmyllur útum allt í eigu braskara en við værum enn með okkar krónu og stæðum enn utan við ESB. Þetta er náttúrulega svartmálun en engu að síður möguleg þróun sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Það þarf ekki einusinni að selja Landsvirkjun, það nægir bara að markaðsvæða allt umverfi hennar og hún hættir þannig að sinna þörfum og væntingum eigenda sinna sem eru almenningur. Ítök peningavaldsins á Íslandi eru svo gífurleg að það virðist engu máli skipta hvað almenningur vill í hinum ýmsu málum, þróunin verður alltaf að virðist í þá átt sem fjármagnseigendur vilja, sama hvað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei básúnað út í kosningabaráttu að hann vilji einkavæða heilbrigðiskerfið en hann bara gerir það, þrátt fyrir að það hafi alltaf verið ljóst að almenningur vill það ekki. Verður það sama upp á teningnum þegar kemur að vindmyllum? Augljóst er að almenningur vill ekki vindmyllur út um alla koppa grundir en verður það samt sem áður það sem við sjáum eftir fimm eða tíu ár? Ég er á þeirri skoðun að öllu óbreyttu þá væri best fyrir Ísland að ganga í ESB og taka upp nýjan gjaldmiðil sem fyrst. Að öllu óbreyttu! Ef það er svo að það er ómögulegt að koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu og losna við spillinguna sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eiga mestu sök á þá er þetta eina lausnin. Ég tel þó vænlegra fyrir Ísland, ef það væri mögulegt, að losna við þessa flokka frá ríkisstjórnarborðinu í að minnsta kosti þrjú kjörtímabil og koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu. Eðlilegt stjórnarfar er ekki aukin eða áframhaldandi nýfrjálshyggja sem Viðreisn og flokkar til hægri standa fyrir, ekki heldur aukin þjóðernisremba Miðflokksins og hluta Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn er vita gagnlaus flokkur sem virðist bara hafa það sem markmið að fá að vera með og fyrirbærið Flokkur fólksins er ein kúnstug kona. Píratar geta svo sannarlega komið að gagni með sína áherslur á gagnsæi og vandaða stjórnsýslu. Mikilvægast er þó aðhald frá vinstri, sterkt aðhald frá vinstri! Eini marktæki stjórnmálaflokkurinn á Íslandi til þess að axla þá ábyrgð er Sósíalistaflokkur Íslands og það er að mínu mati nauðsynlegt að hann fái gott fylgi ef takast á að koma Íslandi út úr því öngþveiti sem við erum í stjórnarfarslega. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég get vel skilið þá sem horfa til nýs gjaldmiðils sem lausn allra vandamála við stjórn landsins. Það er náttúrulega ekki hægt að búa við þetta ófremdaraástand sem nú er þar sem vextir eru langt yfir því sem almenningur með húsnæðislán getur ráðið við og leiguverð er yfir öllu velsæmi. Ég skil vel að fólk í örvæntingu hrópi eftir einhverju hókus-pókus í þeirri von að komast út úr þessum þrengingum á einhvern hátt. Ég skil líka að tækifærissinnaður stjórnmálaflokkur ti hægri reyni að nýta sér þetta ástand til þess að fá upp fylgið eins og Viðreisn er að gera og hefur gert lengi. Spurningin er hvort til sé eitthvað annað sem Viðreisn berst fyrir og sem þolir dagsljós og opna umræðu, eins og til dæmis aukin einkavæðing á allt og öllu og þá helst líka Landsvirkjun? Því er náttúrulega ekki haldið á lofti þar sem vitað er að það mundi draga niður fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Vandamálið er bara að það tekur oft stuttan tíma að rífa niður en þeim mun lengri að byggja upp. Hægrinu í Svíþjóð er til dæmis að takast á tveimur áratugum að rífa niður það velferðarsamfélag sem verkalýðshreyfingin og vinstrið byggði upp á meir en hálfri öld. Það er hægt að losa um eignir almennings, sem tekið hefur marga áratugi að byggja upp, á örskömmum tíma en að undirbúa inngöngu í ESB og taka upp Evru tekur líklega áratug eða tvo. Nái Viðreisn og hægri armur Samfylkingarinnar afgerandi áhrifum eftir næstu kosningar gætum við staðið upp að loknu kjörtímabili með Landsvirkjun og vindmyllur útum allt í eigu braskara en við værum enn með okkar krónu og stæðum enn utan við ESB. Þetta er náttúrulega svartmálun en engu að síður möguleg þróun sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Það þarf ekki einusinni að selja Landsvirkjun, það nægir bara að markaðsvæða allt umverfi hennar og hún hættir þannig að sinna þörfum og væntingum eigenda sinna sem eru almenningur. Ítök peningavaldsins á Íslandi eru svo gífurleg að það virðist engu máli skipta hvað almenningur vill í hinum ýmsu málum, þróunin verður alltaf að virðist í þá átt sem fjármagnseigendur vilja, sama hvað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei básúnað út í kosningabaráttu að hann vilji einkavæða heilbrigðiskerfið en hann bara gerir það, þrátt fyrir að það hafi alltaf verið ljóst að almenningur vill það ekki. Verður það sama upp á teningnum þegar kemur að vindmyllum? Augljóst er að almenningur vill ekki vindmyllur út um alla koppa grundir en verður það samt sem áður það sem við sjáum eftir fimm eða tíu ár? Ég er á þeirri skoðun að öllu óbreyttu þá væri best fyrir Ísland að ganga í ESB og taka upp nýjan gjaldmiðil sem fyrst. Að öllu óbreyttu! Ef það er svo að það er ómögulegt að koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu og losna við spillinguna sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eiga mestu sök á þá er þetta eina lausnin. Ég tel þó vænlegra fyrir Ísland, ef það væri mögulegt, að losna við þessa flokka frá ríkisstjórnarborðinu í að minnsta kosti þrjú kjörtímabil og koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu. Eðlilegt stjórnarfar er ekki aukin eða áframhaldandi nýfrjálshyggja sem Viðreisn og flokkar til hægri standa fyrir, ekki heldur aukin þjóðernisremba Miðflokksins og hluta Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn er vita gagnlaus flokkur sem virðist bara hafa það sem markmið að fá að vera með og fyrirbærið Flokkur fólksins er ein kúnstug kona. Píratar geta svo sannarlega komið að gagni með sína áherslur á gagnsæi og vandaða stjórnsýslu. Mikilvægast er þó aðhald frá vinstri, sterkt aðhald frá vinstri! Eini marktæki stjórnmálaflokkurinn á Íslandi til þess að axla þá ábyrgð er Sósíalistaflokkur Íslands og það er að mínu mati nauðsynlegt að hann fái gott fylgi ef takast á að koma Íslandi út úr því öngþveiti sem við erum í stjórnarfarslega. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun