Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2024 08:49 Edmundo González á yfir höfði sér fangelsisvist fyrir að samþykkja ekki opinberar niðurstöður forsetakosninganna í Venesúela. AP/Cristián Hernández Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. Edmundo González, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, er meðal annars sakaður um að falsa opinber skjöl, hvatningu til að hunsa lög og samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum. Handtökuskipunin var gefin út nokkrum klukkustundum eftir að bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu Nicolás Maduro forseta í Dóminíska lýðveldinu. Ásakanirnar tengjast fullyrðingum stjórnarandstöðunnar að González hafi farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum. Opinber kjörstjórn landsins lýsti Nicolás Maduro, sitjandi forseta, sigurvegara en stjórnarandstaðan, sum vestræn ríki og sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa gagnrýnt skort á gegnsæi í kosningunum. Opinberar tölur hafa ekki verið birtar fyrir alla kjörstaði, ólíkt fyrri kosningum. Stjórnarandstaðan birti gögn sem hún sagði talningablöð frá meirihluta kjörstaða í landinu sem hún sagði sýna að González væri lögmætur sigurvegari kosninganna. Maduro hefur hótað González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fangelsi fyrir að lýsa sjálfum sér sem sigurvegurum. Þau fóru í felur vegna þess eftir kosningar. „Þau hafa misst allt veruleikaskyn. Að hóta verðandi forseta eykur aðeins samstöðu og stuðning Venesúelabúa og heimsins við Edmundo González,“ sagði Machado á samfélagsmiðlinum X um handtökuskipunina á hendur González. González ætti líklegast yfir höfði sér stofufangelsi þar sem lög í Venesúela gera ekki ráð fyrir því að fólk yfir sjötugu sé vistað í fangelsum landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í aðgerðum stjórnvalda til þess að bæla niður mótmæli eftir kosningarnar og um 2.400 manns hafa verið handteknir. Venesúela Mannréttindi Tengdar fréttir SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Edmundo González, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, er meðal annars sakaður um að falsa opinber skjöl, hvatningu til að hunsa lög og samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum. Handtökuskipunin var gefin út nokkrum klukkustundum eftir að bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu Nicolás Maduro forseta í Dóminíska lýðveldinu. Ásakanirnar tengjast fullyrðingum stjórnarandstöðunnar að González hafi farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum. Opinber kjörstjórn landsins lýsti Nicolás Maduro, sitjandi forseta, sigurvegara en stjórnarandstaðan, sum vestræn ríki og sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa gagnrýnt skort á gegnsæi í kosningunum. Opinberar tölur hafa ekki verið birtar fyrir alla kjörstaði, ólíkt fyrri kosningum. Stjórnarandstaðan birti gögn sem hún sagði talningablöð frá meirihluta kjörstaða í landinu sem hún sagði sýna að González væri lögmætur sigurvegari kosninganna. Maduro hefur hótað González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fangelsi fyrir að lýsa sjálfum sér sem sigurvegurum. Þau fóru í felur vegna þess eftir kosningar. „Þau hafa misst allt veruleikaskyn. Að hóta verðandi forseta eykur aðeins samstöðu og stuðning Venesúelabúa og heimsins við Edmundo González,“ sagði Machado á samfélagsmiðlinum X um handtökuskipunina á hendur González. González ætti líklegast yfir höfði sér stofufangelsi þar sem lög í Venesúela gera ekki ráð fyrir því að fólk yfir sjötugu sé vistað í fangelsum landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í aðgerðum stjórnvalda til þess að bæla niður mótmæli eftir kosningarnar og um 2.400 manns hafa verið handteknir.
Venesúela Mannréttindi Tengdar fréttir SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29
Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29