Tæki marga mánuði fyrir hraun að ná innviðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2024 12:52 Það tæki marga mánuði fyrir hraun að ná innviðum miðað við flæði þess nú. Vísir/Vilhelm Engir innviðir eru í hættu á Reykjanesskaga miðað við hraða hraunflæðis. Fastjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands segir að innflæði í kvikuhólfið undir Svartsengi sé jafn mikið og flæðir úr í eldgosinu. Hættumat verður uppfært síðar í dag. Smám saman hefur hægt á eldgosinu við Sundhnúksgíga, sem hófst 22. ágúst síðastliðinn. „Það hefur hægt verulega á hraunflæði, það er nánast ekki neitt lengur. Bara örfáir metrar á dag, tíu metrar kannski. Það er mjög lítið að frétta af gosinu sjálfu. Það sem við höfum aftur á móti séð er að það er ekki lengur sig í Svartsengi, það hefur nánast ekki verið nein aflögun í Svartsengi síðustu daga,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Ekkert landris Það sé túlkað þannig að flæði kviku inn í kvikuhólfið undir Svartsengi sé sambærilegt því sem fer út úr því í eldgosinu. „Þannig að við erum með eitthvað jafnvægi með flæði að neðan og upp á yfirborðið,“ segir Benedikt. Þannig að þið eruð ekki að mæla landris? „Nei, ekki eins og staðan er núna. Eflaust byrjar landris en við erum ekki að sjá það ennþá. Það tekur tíma að sjá hvort það er eitthvað minna landris en eins og staðan er núna er það frekar flatt. Við sjáum það kannski í næstu viku hvort það verði eins og í síðustu gosum.“ Benedikt Ófeigsson segir ekkert landris mælast nú.Vísir/Vilhelm Benedikt segir enga hættu stafa að innviðum eins og hraunflæðið er núna. „Miðað við núverandi flæði þá tekur marga mánuði fyrir hraun að ná einhverjum innviðum.“ Þá hafi jarðskjálftar nánast alveg hætt. „Skjálftavirknin hefur dottið verulega niður. Hún var svolítil í síðustu viku en hefur dottið niður og er mjög lítil núna,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftavirkni minnkað við kvikuganginn Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreytt síðastliðinn sólarhring en tólf dagar eru síðan gosið hófst. Sem fyrr er of snemmt að segja til um hvort landris sé hafið að nýju á Reykjanesskaga. 2. september 2024 22:34 Of snemmt að segja til um landris Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. 31. ágúst 2024 13:29 Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Smám saman hefur hægt á eldgosinu við Sundhnúksgíga, sem hófst 22. ágúst síðastliðinn. „Það hefur hægt verulega á hraunflæði, það er nánast ekki neitt lengur. Bara örfáir metrar á dag, tíu metrar kannski. Það er mjög lítið að frétta af gosinu sjálfu. Það sem við höfum aftur á móti séð er að það er ekki lengur sig í Svartsengi, það hefur nánast ekki verið nein aflögun í Svartsengi síðustu daga,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Ekkert landris Það sé túlkað þannig að flæði kviku inn í kvikuhólfið undir Svartsengi sé sambærilegt því sem fer út úr því í eldgosinu. „Þannig að við erum með eitthvað jafnvægi með flæði að neðan og upp á yfirborðið,“ segir Benedikt. Þannig að þið eruð ekki að mæla landris? „Nei, ekki eins og staðan er núna. Eflaust byrjar landris en við erum ekki að sjá það ennþá. Það tekur tíma að sjá hvort það er eitthvað minna landris en eins og staðan er núna er það frekar flatt. Við sjáum það kannski í næstu viku hvort það verði eins og í síðustu gosum.“ Benedikt Ófeigsson segir ekkert landris mælast nú.Vísir/Vilhelm Benedikt segir enga hættu stafa að innviðum eins og hraunflæðið er núna. „Miðað við núverandi flæði þá tekur marga mánuði fyrir hraun að ná einhverjum innviðum.“ Þá hafi jarðskjálftar nánast alveg hætt. „Skjálftavirknin hefur dottið verulega niður. Hún var svolítil í síðustu viku en hefur dottið niður og er mjög lítil núna,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftavirkni minnkað við kvikuganginn Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreytt síðastliðinn sólarhring en tólf dagar eru síðan gosið hófst. Sem fyrr er of snemmt að segja til um hvort landris sé hafið að nýju á Reykjanesskaga. 2. september 2024 22:34 Of snemmt að segja til um landris Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. 31. ágúst 2024 13:29 Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Skjálftavirkni minnkað við kvikuganginn Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreytt síðastliðinn sólarhring en tólf dagar eru síðan gosið hófst. Sem fyrr er of snemmt að segja til um hvort landris sé hafið að nýju á Reykjanesskaga. 2. september 2024 22:34
Of snemmt að segja til um landris Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. 31. ágúst 2024 13:29
Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00