Ákæra leiðtoga Hamas vegna árásanna 7. október Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2024 09:32 Yahya Al-Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna og fimm aðrir voru ákræðir. EPA/MOHAMMED SABER Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna opinberuðu í gær ákærur á hendur Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas, og annarra leiðtoga samtakanna. Er það vegna árásanna á Ísrael þann 7. október í fyrra en ákærurnar snúast meðal annars að morðum, mannránum og hryðjuverkastarfsemi. Sinwar tók við stjórn Hamas eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Íran í júlí. Auk Sinwar eru fimm aðrir ákærðir. Þeirra á meðal er Mohammad Al-Masri, sem var leiðtogi al-Qassam-stórfylkisins svokallaða, sem er herskár armur Hamas. Marwan Issa er einnig ákærður en hann var næstráðandi al-Qassam og er talinn hafa fallið í mars. Khaled Meshaal, er æðsti erindreki Hamas-samtakanna en hann heldur til í Katar en hann var einnig ákærður auk Ali Baraka, sem er einni erindreki Hamas-samtakanna en hann er talinn halda til í Líbanon. Þá var Haniyeh einnig ákærður en eins og áður segir var hann ráðinn af dögum í sumar. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, opinberaði ákærurnar í gærkvöldi.AP/Mark Schiefelbein Bandaríkjamenn saka einnig Íran og Hezbollah-samtökin í Líbanon um að styðja Hamas fjárhagslega og efnislega með vopnum og öðrum hergögnum. Bandaríkin skilgreindur Hamas-samtökin sem hryðjuverkasamtök árið 1997. Nærri því 1.200 manns féllu í árásum Hamas-liða og annarra vígamanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október og var fjölda fólks einnig rænt og þau flutt til Gasa-strandarinnar. Rúmlega fjörutíu Bandaríkjamenn voru meðal þeirra sem dóu. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) er með málið til rannsóknar. Þrír af sex látnir Í frétt AP fréttaveitunnar segir að ákærurnar, sem voru fyrst gefnar út í febrúar en innsiglaðar, þar til í gær, gætu í rauninni haft lítil áhrif þar sem Sinwar er talinn vera í felum í neðanjarðargöngum undir Gasa og að þrír af þeim sex sem eru ákærðir eru taldir látnir. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í gær að von væri á frekari aðgerðum gegn Hamas. Ákærurnar voru opinberaðar á sama tíma og erindrekar Bandaríkjanna, auk erindreka frá Egyptalandi og Katar, vinna að því að reyna að koma á vopnahléi milli Ísraela og Hamas og binda enda á stríðið á Gasaströndinni, sem staðið hefur yfir í tæpa ellefu mánuði. AP hefur eftir bandarískum embættismanni sem kemur að viðræðunum að ákærurnar ættu ekki að koma niður á þeim viðræðum. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Bretar afturkalla sum leyfi fyrir vopnaútflutningi til Ísrael Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa ákveðið að afturkalla heimildir til vopnaútflutnings til Ísrael, vegna hættunnar á því að vopnin verði notuð við brot á alþjóðalögum. 3. september 2024 06:26 Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. 3. september 2024 00:19 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Sinwar tók við stjórn Hamas eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Íran í júlí. Auk Sinwar eru fimm aðrir ákærðir. Þeirra á meðal er Mohammad Al-Masri, sem var leiðtogi al-Qassam-stórfylkisins svokallaða, sem er herskár armur Hamas. Marwan Issa er einnig ákærður en hann var næstráðandi al-Qassam og er talinn hafa fallið í mars. Khaled Meshaal, er æðsti erindreki Hamas-samtakanna en hann heldur til í Katar en hann var einnig ákærður auk Ali Baraka, sem er einni erindreki Hamas-samtakanna en hann er talinn halda til í Líbanon. Þá var Haniyeh einnig ákærður en eins og áður segir var hann ráðinn af dögum í sumar. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, opinberaði ákærurnar í gærkvöldi.AP/Mark Schiefelbein Bandaríkjamenn saka einnig Íran og Hezbollah-samtökin í Líbanon um að styðja Hamas fjárhagslega og efnislega með vopnum og öðrum hergögnum. Bandaríkin skilgreindur Hamas-samtökin sem hryðjuverkasamtök árið 1997. Nærri því 1.200 manns féllu í árásum Hamas-liða og annarra vígamanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október og var fjölda fólks einnig rænt og þau flutt til Gasa-strandarinnar. Rúmlega fjörutíu Bandaríkjamenn voru meðal þeirra sem dóu. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) er með málið til rannsóknar. Þrír af sex látnir Í frétt AP fréttaveitunnar segir að ákærurnar, sem voru fyrst gefnar út í febrúar en innsiglaðar, þar til í gær, gætu í rauninni haft lítil áhrif þar sem Sinwar er talinn vera í felum í neðanjarðargöngum undir Gasa og að þrír af þeim sex sem eru ákærðir eru taldir látnir. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í gær að von væri á frekari aðgerðum gegn Hamas. Ákærurnar voru opinberaðar á sama tíma og erindrekar Bandaríkjanna, auk erindreka frá Egyptalandi og Katar, vinna að því að reyna að koma á vopnahléi milli Ísraela og Hamas og binda enda á stríðið á Gasaströndinni, sem staðið hefur yfir í tæpa ellefu mánuði. AP hefur eftir bandarískum embættismanni sem kemur að viðræðunum að ákærurnar ættu ekki að koma niður á þeim viðræðum.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Bretar afturkalla sum leyfi fyrir vopnaútflutningi til Ísrael Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa ákveðið að afturkalla heimildir til vopnaútflutnings til Ísrael, vegna hættunnar á því að vopnin verði notuð við brot á alþjóðalögum. 3. september 2024 06:26 Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. 3. september 2024 00:19 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Bretar afturkalla sum leyfi fyrir vopnaútflutningi til Ísrael Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa ákveðið að afturkalla heimildir til vopnaútflutnings til Ísrael, vegna hættunnar á því að vopnin verði notuð við brot á alþjóðalögum. 3. september 2024 06:26
Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. 3. september 2024 00:19
Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41