Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2024 14:06 Frá fundi á vegum dómsmálaráðuneytisins í gær. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, situr hér milli þeirra Lisu Monaco, aðstoðardómsmálaráðherra, og Chrstopher Wray, yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. Rússar eru sagðir hafa meðal annars fjármagnað bandarískan fjölmiðil gegnum RT en vinsælir hægri sinnaðir áhrifavalda fengu greiddar fúlgur fjár fyrir að framleiða myndbönd og hlaðvörp, þar sem málflutningur Kreml var endurtekinn, fyrir bandaríska miðillinn. Tveir starfsmenn RT hafa verið ákærðir vegna málsins fyrir peningaþvætti og fyrir að brjóta lög varðandi skrásetningu erlendra útsendara. Fékk 55 milljónir króna á mánuði Áhrifavaldar þessir munu þó ekki hafa vitað af því hvaðan greiðslurnar kæmu. Meðal umræddra áhrifavalda eru þeir Tim Pool, Dave Rubin og Benny Johnson. Þeir eiga milljónir fylgjanda í Bandaríkjunum og víðar um heiminn, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þeir unnu fyrir miðilinn Tenet Media, en sá miðill er sagður hafa verið fjármagnaður gegnum RT. Dómsmálaráðuneytið lagði hald á 32 vefsvæði vegna ákæranna og segja þau hafa verið notuð til að reyna að hafa óeðlileg áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Einn Áhrifavaldanna fékk fjögur hundruð þúsund dali á mánuði fyrir störf sín fyrir Tenet auk hundrað þúsund dala fyrir að skrifa undir samning við fyrirtækið, fyrir það eitt að gera fjögur myndbönd á viku. Fjögur hundruð þúsund dalir samsvara rúmum 55 milljónum króna, miðað við gengið í dag. Annar fékk hundrað þúsund dali fyrir hvert myndband sem hann gerði fyrir Tenet. Today, the Justice Department announced the ongoing seizure of 32 internet domains used in Russian government-directed foreign malign influence campaigns colloquially referred to as “Doppelganger,” in violation of U.S. money laundering & criminal trademark laws. pic.twitter.com/zSaxVqrLyS— U.S. Department of Justice (@TheJusticeDept) September 4, 2024 Einnig stendur til að beita frekari ákærum, viðskiptaþvingunum og öðrum leiðum til að sporna gegn þessum áróðri Rússa, samkvæmt frétt New York Times. Þá hefur utanríkisráðuneytið tilkynnt að fimm ríkismiðlar Rússlands; RT, Ruptly, Sputnik og aðrir, verði skilgreindir sem erlendar stofnanir og dregið verði úr vegabréfsáritunum fyrir starfsmenn rússneskra ríkismiðla. Þetta eru þriðju forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í röð þar sem embættismenn segja Rússa hafa haft afskipti af þeim. Garland sagði í gær að umsvif þessara afskipta hefðu aldrei verið meiri en núna og það sama ætti við ógnina. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Í síðasta mánuði gerðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) húsleit á heimili tveggja bandarískra álitsgjafa RT. Annar þeirra var Scott Ritter, fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna, og hinn var Dimitri K. Simes, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Trumps árið 2016. Embættismenn opinberuðu hluta sönnunargagna þeirra í gær en þeirra á meðal voru minnisblöð úr rússneskri stjórnsýslu sem leyniþjónustur Bandaríkjanna komu höndum yfir. Í einu skjali var taldir upp þeir áhorfendahópar sem Rússarnir vildu ná til. Þar á meðal voru óákveðnir kjósendur í mikilvægum ríkjum eins og Arizona og Pennsylvaníu, tölvuleikjaspilarar og notendur Reddit, svo einhverjir séu nefndir. Skjölin sína einnig að háttsettir embættismenn í Kreml komu að áróðrinum. Í einu tilfelli skipaði Sergei Kiriyenko, aðstoðarstarfsmannastjóri Kreml, fólki að ýta undir einangrunarstefnu í Bandaríkjunum, ýta undir ótta vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og reyna að ýta undir efnahagslegar deilur og deilur milli kynþátta, samkvæmt frétt Washington Post. „Bandaríska þjóðin hefur rétt á því að vita þegar erlend ríki eiga í pólitískum aðgerðum sem þessum eða reyna að hafa áhrif á opinbera umræðu hér,“ sagði Merrick Garland, dómsmálaráðherra, í gær. Segjast ætla að hefna sín Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að gripið yrði til mótaðgerða gegn bandarískum fjölmiðlum vegna ákæranna og refsiaðgerðanna gegn RT og starfsmanna ríkismiðilsins. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sakaði Bandaríkjamenn um að reyna að þagga í andófsröddum og varaði við því að yrðu settar hömlur á störf starfsmanna ríkismiðla Rússlands í Bandaríkjunum yrði því mætt með sambærilegum aðgerðum í Rússlandi, samkvæmt frétt Reuters. Fréttamenn án landamæra setja Rússlands í 162 sæti af 180 á lista yfir ríki þar sem fjölmiðlar njóta mest frelsis og réttinda. Ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur um árabil lokað fjölmörgum frjálsum fjölmiðlum þar í landi og fangelsað fjölda blaðamanna. Þá hafa margir blaðamenn verið myrtir í Rússlandi á undanförnum árum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Rússland Vladimír Pútín Donald Trump Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Rússar eru sagðir hafa meðal annars fjármagnað bandarískan fjölmiðil gegnum RT en vinsælir hægri sinnaðir áhrifavalda fengu greiddar fúlgur fjár fyrir að framleiða myndbönd og hlaðvörp, þar sem málflutningur Kreml var endurtekinn, fyrir bandaríska miðillinn. Tveir starfsmenn RT hafa verið ákærðir vegna málsins fyrir peningaþvætti og fyrir að brjóta lög varðandi skrásetningu erlendra útsendara. Fékk 55 milljónir króna á mánuði Áhrifavaldar þessir munu þó ekki hafa vitað af því hvaðan greiðslurnar kæmu. Meðal umræddra áhrifavalda eru þeir Tim Pool, Dave Rubin og Benny Johnson. Þeir eiga milljónir fylgjanda í Bandaríkjunum og víðar um heiminn, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þeir unnu fyrir miðilinn Tenet Media, en sá miðill er sagður hafa verið fjármagnaður gegnum RT. Dómsmálaráðuneytið lagði hald á 32 vefsvæði vegna ákæranna og segja þau hafa verið notuð til að reyna að hafa óeðlileg áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Einn Áhrifavaldanna fékk fjögur hundruð þúsund dali á mánuði fyrir störf sín fyrir Tenet auk hundrað þúsund dala fyrir að skrifa undir samning við fyrirtækið, fyrir það eitt að gera fjögur myndbönd á viku. Fjögur hundruð þúsund dalir samsvara rúmum 55 milljónum króna, miðað við gengið í dag. Annar fékk hundrað þúsund dali fyrir hvert myndband sem hann gerði fyrir Tenet. Today, the Justice Department announced the ongoing seizure of 32 internet domains used in Russian government-directed foreign malign influence campaigns colloquially referred to as “Doppelganger,” in violation of U.S. money laundering & criminal trademark laws. pic.twitter.com/zSaxVqrLyS— U.S. Department of Justice (@TheJusticeDept) September 4, 2024 Einnig stendur til að beita frekari ákærum, viðskiptaþvingunum og öðrum leiðum til að sporna gegn þessum áróðri Rússa, samkvæmt frétt New York Times. Þá hefur utanríkisráðuneytið tilkynnt að fimm ríkismiðlar Rússlands; RT, Ruptly, Sputnik og aðrir, verði skilgreindir sem erlendar stofnanir og dregið verði úr vegabréfsáritunum fyrir starfsmenn rússneskra ríkismiðla. Þetta eru þriðju forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í röð þar sem embættismenn segja Rússa hafa haft afskipti af þeim. Garland sagði í gær að umsvif þessara afskipta hefðu aldrei verið meiri en núna og það sama ætti við ógnina. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Í síðasta mánuði gerðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) húsleit á heimili tveggja bandarískra álitsgjafa RT. Annar þeirra var Scott Ritter, fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna, og hinn var Dimitri K. Simes, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Trumps árið 2016. Embættismenn opinberuðu hluta sönnunargagna þeirra í gær en þeirra á meðal voru minnisblöð úr rússneskri stjórnsýslu sem leyniþjónustur Bandaríkjanna komu höndum yfir. Í einu skjali var taldir upp þeir áhorfendahópar sem Rússarnir vildu ná til. Þar á meðal voru óákveðnir kjósendur í mikilvægum ríkjum eins og Arizona og Pennsylvaníu, tölvuleikjaspilarar og notendur Reddit, svo einhverjir séu nefndir. Skjölin sína einnig að háttsettir embættismenn í Kreml komu að áróðrinum. Í einu tilfelli skipaði Sergei Kiriyenko, aðstoðarstarfsmannastjóri Kreml, fólki að ýta undir einangrunarstefnu í Bandaríkjunum, ýta undir ótta vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og reyna að ýta undir efnahagslegar deilur og deilur milli kynþátta, samkvæmt frétt Washington Post. „Bandaríska þjóðin hefur rétt á því að vita þegar erlend ríki eiga í pólitískum aðgerðum sem þessum eða reyna að hafa áhrif á opinbera umræðu hér,“ sagði Merrick Garland, dómsmálaráðherra, í gær. Segjast ætla að hefna sín Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að gripið yrði til mótaðgerða gegn bandarískum fjölmiðlum vegna ákæranna og refsiaðgerðanna gegn RT og starfsmanna ríkismiðilsins. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sakaði Bandaríkjamenn um að reyna að þagga í andófsröddum og varaði við því að yrðu settar hömlur á störf starfsmanna ríkismiðla Rússlands í Bandaríkjunum yrði því mætt með sambærilegum aðgerðum í Rússlandi, samkvæmt frétt Reuters. Fréttamenn án landamæra setja Rússlands í 162 sæti af 180 á lista yfir ríki þar sem fjölmiðlar njóta mest frelsis og réttinda. Ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur um árabil lokað fjölmörgum frjálsum fjölmiðlum þar í landi og fangelsað fjölda blaðamanna. Þá hafa margir blaðamenn verið myrtir í Rússlandi á undanförnum árum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Rússland Vladimír Pútín Donald Trump Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira