Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2024 13:36 Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði segist óska þess að einhver ráðherra í ríkisstjórninni tæki höfundaréttamál upp á sína arma og sinnti málaflokknum svo sómi sé af. Efst á óskalistanum sé að uppfæra höfundalögin. Vísir/aðsend Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. Fróði Steingrímsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, kom í gær fram á ráðstefnu um ólöglega dreifingu sjónvarpsefnis sem sífellt fleiri Íslendingar taka þátt í. Með ólöglegri sjónvarpsþjónustu er átt við aðila sem stela efni frá rétthöfum og selja áfram til þriðja aðila, á umtalsvert lægra verði. Sjá nánar frétt Vísis: „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Fróði segir að það sé djúpstætt vandamál hversu samþykkt það er í samfélaginu að nota slíka þjónustu. Stilla þurfi hugverki, óáþreifanlegum eignum, upp við hlið áþreifanlegra eigna. „Því þetta eru jafn mikilvægar eignir og þær sem eru áþreifanlegar. En lögin okkar, höfundalögin sem halda utan um þennan málaflokk þau endurspegla þetta ekki. Af þeim má ekki lesa að þetta séu jafn mikilvægar eignir og hinar áþreifanlegu. Refsiramminn í höfundalögunum er bara tvö ár, í mesta lagi, sem þýðir í raun og veru að þeir sem brjóta gegn höfundalögum eru líklega aldrei einu sinni að fara að sitja í fangelsi, sama hversu gróflega þeir brjóta gegn þeim.“ Löggjöfin er síðan 1972, áður en veraldarvefurinn kom til sögunnar en síðan þá hefur hluti löggjafarinnar verið uppfærður en annað ekki. „Öll höfundaréttabrot fara í gegnum internetið. Það er ýmislegt í orðalagi laganna sem er órætt og þarf að túlka. Það þarf að heimafæra upp á nútímann og það er dálítið torsótt að fá ákæruvaldið til að heimfæra brot upp á höfundalög.“ Erfiðlega hafi gengið að fá ráðherra í ríkisstjórninni til að taka þennan málaflokk til sín. „Það er mennta- og viðskiptaráðuneytið og það er nýsköpunarráðuneytið sem er hagsmunagæsluaðili fyrir þennan málaflokk, það eru ekki bara sjónvarpsréttindi sem eru undir, það er bara allur hugverkaiðnaður Íslands sem styðst við verndina í höfundalögum þannig að það er ekkert smávegis sem þarf að passa upp á þarna.“ Fjarskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bíó og sjónvarp Höfundarréttur Tengdar fréttir Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43 „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Fróði Steingrímsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, kom í gær fram á ráðstefnu um ólöglega dreifingu sjónvarpsefnis sem sífellt fleiri Íslendingar taka þátt í. Með ólöglegri sjónvarpsþjónustu er átt við aðila sem stela efni frá rétthöfum og selja áfram til þriðja aðila, á umtalsvert lægra verði. Sjá nánar frétt Vísis: „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Fróði segir að það sé djúpstætt vandamál hversu samþykkt það er í samfélaginu að nota slíka þjónustu. Stilla þurfi hugverki, óáþreifanlegum eignum, upp við hlið áþreifanlegra eigna. „Því þetta eru jafn mikilvægar eignir og þær sem eru áþreifanlegar. En lögin okkar, höfundalögin sem halda utan um þennan málaflokk þau endurspegla þetta ekki. Af þeim má ekki lesa að þetta séu jafn mikilvægar eignir og hinar áþreifanlegu. Refsiramminn í höfundalögunum er bara tvö ár, í mesta lagi, sem þýðir í raun og veru að þeir sem brjóta gegn höfundalögum eru líklega aldrei einu sinni að fara að sitja í fangelsi, sama hversu gróflega þeir brjóta gegn þeim.“ Löggjöfin er síðan 1972, áður en veraldarvefurinn kom til sögunnar en síðan þá hefur hluti löggjafarinnar verið uppfærður en annað ekki. „Öll höfundaréttabrot fara í gegnum internetið. Það er ýmislegt í orðalagi laganna sem er órætt og þarf að túlka. Það þarf að heimafæra upp á nútímann og það er dálítið torsótt að fá ákæruvaldið til að heimfæra brot upp á höfundalög.“ Erfiðlega hafi gengið að fá ráðherra í ríkisstjórninni til að taka þennan málaflokk til sín. „Það er mennta- og viðskiptaráðuneytið og það er nýsköpunarráðuneytið sem er hagsmunagæsluaðili fyrir þennan málaflokk, það eru ekki bara sjónvarpsréttindi sem eru undir, það er bara allur hugverkaiðnaður Íslands sem styðst við verndina í höfundalögum þannig að það er ekkert smávegis sem þarf að passa upp á þarna.“
Fjarskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bíó og sjónvarp Höfundarréttur Tengdar fréttir Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43 „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43
„Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26
Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09