Hnífstungumaður talinn sakhæfur og fer fyrir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2024 21:12 Samkvæmt heimildum fréttastofu átti árásin sér stað á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli karlmanns á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps í Vesturbæ Reykjavíkur í vetur á að hefjast á mánudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar. Hann er talinn sakhæfur. Árásarmaðurinn réðst á karlmann á þrítugsaldri úti á götu og veitti honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfararnótt 20. janúar. Saksóknari segir rannsóknargögn bera með sér að árásin hafi verið algjörlega að ástæðulausu og tilviljun ein hafi ráðið því á hvern maðurinn réðst. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi allt frá því hann var handtekinn í ljósi alvarleika brotsins sem hann er ákærður fyrir en við því getur legið allt að lífstíðarfangelsi. Landsréttur staðfesti'á föstudag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu gæsluvarðhaldsins til 23. september. Í honum var það talið geta valdið almennum samfélagslegum óróa yrði maðurinn látinn laus á þessu stigi. Aðalmeðferð í málinu á að hefjast mánudaginn 9. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að matsmenn telji manninn sakhæfan. Lagði til manns sem reyndi að hjálpa Fórnarlamb árásarinnar hefur lýst atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu manninum athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist maðurinn stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við manninn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Árásarmaðurinn kannaðist óljóst við að hafa hitt einhvern og hafa lent í útistöðum við hann. Hann sagði lögreglu aftur á móti að hann teldi að ráðist hefði verið á hann og honum veitt stungusár á hendi. Hann kannaðist við að hafa hitt parið en sagði það hafa „atast“ í sér. Hann myndi ekki eftir að hafa verið þar sem árásin átti sér stað. Á heimili mannsins fannst engu að síður blóðugur hnífur sem hann kannaðist við að hafa haft á sér um nóttuna. Þá fannst blóð úr árásarmanninum, skófar sem passaði við skóna sem hann var handtekinn í og sími hans á staðnum þar sem vitni lýstu því að árásin hefði farið fram. Á fatnaði brotaþola fannst jafnframt blóð úr árásarmanninum auk hans eigins. Dómsmál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Árásarmaðurinn réðst á karlmann á þrítugsaldri úti á götu og veitti honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfararnótt 20. janúar. Saksóknari segir rannsóknargögn bera með sér að árásin hafi verið algjörlega að ástæðulausu og tilviljun ein hafi ráðið því á hvern maðurinn réðst. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi allt frá því hann var handtekinn í ljósi alvarleika brotsins sem hann er ákærður fyrir en við því getur legið allt að lífstíðarfangelsi. Landsréttur staðfesti'á föstudag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu gæsluvarðhaldsins til 23. september. Í honum var það talið geta valdið almennum samfélagslegum óróa yrði maðurinn látinn laus á þessu stigi. Aðalmeðferð í málinu á að hefjast mánudaginn 9. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að matsmenn telji manninn sakhæfan. Lagði til manns sem reyndi að hjálpa Fórnarlamb árásarinnar hefur lýst atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu manninum athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist maðurinn stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við manninn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Árásarmaðurinn kannaðist óljóst við að hafa hitt einhvern og hafa lent í útistöðum við hann. Hann sagði lögreglu aftur á móti að hann teldi að ráðist hefði verið á hann og honum veitt stungusár á hendi. Hann kannaðist við að hafa hitt parið en sagði það hafa „atast“ í sér. Hann myndi ekki eftir að hafa verið þar sem árásin átti sér stað. Á heimili mannsins fannst engu að síður blóðugur hnífur sem hann kannaðist við að hafa haft á sér um nóttuna. Þá fannst blóð úr árásarmanninum, skófar sem passaði við skóna sem hann var handtekinn í og sími hans á staðnum þar sem vitni lýstu því að árásin hefði farið fram. Á fatnaði brotaþola fannst jafnframt blóð úr árásarmanninum auk hans eigins.
Dómsmál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent