Tæplega átján milljónir fyrir 275 atkvæði Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2024 13:53 Sjálf lagði Helga til rétt tæpar sautján milljónir. Vísir/Arnar Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, varði tæplega átján milljónum króna í framboð sitt til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í uppgjöri sem Helga skilaði til Ríkisendurskoðunar. Tekjur framboðsins voru í heildina 17,7 milljónir króna. Framlög einstaklinga voru 780 þúsund krónur, en sjálf lagði Helga til tæpar sautján milljónir. Engar tekjur bárust frá lögaðilum, og þá eru engar tekjur skráðar sem „aðrar tekjur“. Gjöld framboðsins voru nákvæmlega jafn há og tekjurnar. Í uppgjöri Helgu er þeim skipt þannig að ein milljón hafi farið í kosningaskrifstofu, 4,6 milljónir í auglýsinga- og kynningarkostnað, og þá hafi 12,1 milljón farið í annan kostnað. Síðan hafi ekkert farið í fundi og ferðakostnað. Alls hlaut Helga 275 atkvæði í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn eða 0,1 prósent greiddra atkvæða. Ef gjöldum framboðsins er deilt á fjölda atkvæða mætti komast að þeirri niðurstöðu að hvert atkvæði hafi kostað Helgu um 64 þúsund krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Höllu Tómasdóttur 355 krónur, Jóns Gnarr 492 krónur og Katrínar Jakobsdóttur 1062 krónur. Líkt og áður segir er Helga forstjóri Persónuverndar, en á meðan hún sinnti framboðinu var hún í launalausu leyfi. Þegar þessi frétt er skrifuð eru óbirt uppgjör Arnars Þórs Jónssonar, Baldurs Þórhallssonar, Höllu Hrundar Logadóttur, Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. Hér að neðan má sjá heildarkostnað og kostnað á hvert atkvæði hjá framboðunum sem hafa þegar birt uppgjörin sín. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Tekjur framboðsins voru í heildina 17,7 milljónir króna. Framlög einstaklinga voru 780 þúsund krónur, en sjálf lagði Helga til tæpar sautján milljónir. Engar tekjur bárust frá lögaðilum, og þá eru engar tekjur skráðar sem „aðrar tekjur“. Gjöld framboðsins voru nákvæmlega jafn há og tekjurnar. Í uppgjöri Helgu er þeim skipt þannig að ein milljón hafi farið í kosningaskrifstofu, 4,6 milljónir í auglýsinga- og kynningarkostnað, og þá hafi 12,1 milljón farið í annan kostnað. Síðan hafi ekkert farið í fundi og ferðakostnað. Alls hlaut Helga 275 atkvæði í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn eða 0,1 prósent greiddra atkvæða. Ef gjöldum framboðsins er deilt á fjölda atkvæða mætti komast að þeirri niðurstöðu að hvert atkvæði hafi kostað Helgu um 64 þúsund krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Höllu Tómasdóttur 355 krónur, Jóns Gnarr 492 krónur og Katrínar Jakobsdóttur 1062 krónur. Líkt og áður segir er Helga forstjóri Persónuverndar, en á meðan hún sinnti framboðinu var hún í launalausu leyfi. Þegar þessi frétt er skrifuð eru óbirt uppgjör Arnars Þórs Jónssonar, Baldurs Þórhallssonar, Höllu Hrundar Logadóttur, Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. Hér að neðan má sjá heildarkostnað og kostnað á hvert atkvæði hjá framboðunum sem hafa þegar birt uppgjörin sín.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36