Þeir Erling Haaland og Martin Ödegaard spiluðu báðir allan leikinn fyrir þá norsku sem gekk bölvanlega í heimsókn sinni til Astana í dag.
Á 90 mínútum tókst þeim norsku aðeins að kreista fram tvær marktilraunir á rammann og markalaust jafntefli niðurstaðan.
Noregur og Kasakstan eru því með eitt stig hvort eftir fyrsta leik. Í kvöld mætast Slóvenía og Austurríki í sama riðli.