Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hrund Traustadóttir, Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir og Ólöf Björk Jóhannsdóttir skrifa 6. september 2024 18:31 Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. Hvergi í lögum um leikskóla er talað um að hlutverk leikskóla sé að tryggja jafna atvinnuþátttöku kynjanna og/eða að jafna stöðu kynja inni á heimilum. Hvergi er heldur talað að gjöld fyrir leikskólavist eigi að vera eins lág og mögulegt er. Leikskólar eru menntastofnun sem starfar samkvæmt lögum um leikskóla og hlutverk þeirra er að tryggja öllum börnum á leikskólaaldri menntun í gegnum leik. Fulltrúar verkalýðsfélaga og kvenréttindasamtaka hafa farið mikinn í greinaskrifum undanfarið undir dramatískum fyrirsögnum. Kópavogsleiðin er þá tekin og töluð niður og meðal annars fullyrðir Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB í grein sinni „Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti“ að Kópavogsleiðin ýti undir skaðlegar og úreltar hugmyndir um að öllum börnum sé fyrir bestu að vera sem mest með foreldrum sínum. Stöldrum aðeins við þessa alvarlegu fullyrðingu. Við skulum alveg hafa það á hreinu að foreldrar eru langmikilvægasta fólkið í lífi barna sinna og náin geðtengsl við foreldra á fyrstu æviárunum er mikilvægasta gjöfin sem við getum gefið börnunum okkar. Þegar einblínt er með þessum hætti á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði er eins og þörf barna fyrir foreldra sína verði nánast eins og aukaatriði. Að halda því fram að það sé skaðleg hugmynd að börnum sé fyrir bestu að verja sem mestum tíma með foreldrum sínum er í besta falli bara galið. Í grein Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis sem birtist á Vísi.is 2.september sl (Gamaldags hlutverk foreldra - Vísir (visir.is) talar hún um að jafnrétti sem stendur undir nafni krefst þess að rýnt sé í þarfir barna ekki síður en fullorðinna. Í grein lögfræðings BSRB og einnig í grein Tatjönu Latinovic formanns Kvenréttindafélags Íslands, „Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin“ er afskaplega lítið sem ekkert snert á þörfum barna. Sæunn talar um að það sé löngu tímabært að tilfinningalegar þarfir barna fái meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku sem varðar velferð þeirra til lengri jafnt sem skemmri tíma. Þá myndi samfélagið líka græða helling. Leikskólagjöldin hafa einnig verið til umræðu í fyrrnefndum greinum en í dag stendur dvalargjald barns fyrir 8 tíma vistun í 51.461 kr á mánuði. Tekjulægstu foreldrarnir fá allt að 40% afslátt af dvalargjöldum. Miðað við dvöl barns í leikskóla 20 daga í mánuði kostar þá dagurinn fyrir barnið 2.573 krónur og þar af eru 554 krónur nýttar í þrjár máltíðir dagsins fyrir barnið. Til samanburðar kosta tveir miðar á jólatónleika28.000 krónur. Sé farið út að borða fyrir tónleika getur kvöldið hæglega farið upp í 50.000 krónur. Leikskólar í Kópavogi eru opnir í 9 klukkustundir á dag og öllum foreldrum er frjálst að nýta þann tíma eftir hentugleika. Í grein formanns Kvenréttindafélags Íslands kemur fram sú rangfærsla að leikskólar í Kópavogi séu nú lokaðir í 37 daga yfir árið. Rétt er að yfir árið eru leikskólar Kópavogs lokaðir í 25 daga sem eru þá 20 að sumri og 5 skipulagsdagar yfir skólaárið. Aðra daga ársins eru leikskólarnir opnir, eins og í vetrar- og jólafríum og dymbilviku. Þeir sem ekki þurfa að nýta sér þá daga fá niðurfellingu á leikskólagjöldum. Þeir sem aftur á móti nýta sér þessa daga borga óbreytt dvalargjald. Í grein Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs sem birt var á Vísi.is 30.ágúst sl kemur fram að skólaárið eftir innleiðingu Kópavogsleiðarinnar hafi engin börn verið send fyrr heim eða biðlað til foreldra að hafa börnin heima sökum manneklu og veikinda. Til samanburðar voru lokunardagar 212 á skólaárinu þar á undan. Í dag eru flestir leikskólar Kópavogs fullmannaðir og í fyrsta skipti í mörg ár eru deildir fullnýttar og fleiri börn fá því leikskólapláss. Það blasir því við að Kópavogsleiðin er að virka. Okkar upplifun eftir áratuga reynslu af leikskólakennslu er sú að Kópavogsleiðin sé algjör bylting í leikskólastarfi. Breyting á gjaldskrá gerir það að verkum að þeir sem hafa tök á stytta viðveru barna sinna í 6 klst og eru því í gjaldfrjálsri vistun. Alls hafa 20% foreldra farið þá leið og fá því verulega lækkun gjalda. Því eru þau börn sem þurfa lengri dvalartíma í áreitaminna umhverfi og því í betri aðstæðum en áður. Dagurinn byrjar og endar rólega þar sem meira rými skapast til að sinna hverju og einu barni. Þannig setjum við barnið í fyrsta sæti. Við tökum undir með formanni Kvenréttindafélags Íslands þegar hún segir íslensk stjórnvöld þurfi að fara í átak til að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Kópavogsbær tók einmitt fyrir ári síðan með Kópavogsleiðinni myndarlegt skref í átt að bættu starfsumhverfi barna og leikskólastarfsfólks þannig að um munar. Við fögnum því og við fögnum því einnig að fleiri sveitarfélög hafa síðan tekið svipuð skref. Barnið í fyrsta sæti – það er gott að búa í Kópavogi. Höfundar eru leikskólakennarar hjá Kópavogsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Jafnréttismál Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. Hvergi í lögum um leikskóla er talað um að hlutverk leikskóla sé að tryggja jafna atvinnuþátttöku kynjanna og/eða að jafna stöðu kynja inni á heimilum. Hvergi er heldur talað að gjöld fyrir leikskólavist eigi að vera eins lág og mögulegt er. Leikskólar eru menntastofnun sem starfar samkvæmt lögum um leikskóla og hlutverk þeirra er að tryggja öllum börnum á leikskólaaldri menntun í gegnum leik. Fulltrúar verkalýðsfélaga og kvenréttindasamtaka hafa farið mikinn í greinaskrifum undanfarið undir dramatískum fyrirsögnum. Kópavogsleiðin er þá tekin og töluð niður og meðal annars fullyrðir Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB í grein sinni „Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti“ að Kópavogsleiðin ýti undir skaðlegar og úreltar hugmyndir um að öllum börnum sé fyrir bestu að vera sem mest með foreldrum sínum. Stöldrum aðeins við þessa alvarlegu fullyrðingu. Við skulum alveg hafa það á hreinu að foreldrar eru langmikilvægasta fólkið í lífi barna sinna og náin geðtengsl við foreldra á fyrstu æviárunum er mikilvægasta gjöfin sem við getum gefið börnunum okkar. Þegar einblínt er með þessum hætti á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði er eins og þörf barna fyrir foreldra sína verði nánast eins og aukaatriði. Að halda því fram að það sé skaðleg hugmynd að börnum sé fyrir bestu að verja sem mestum tíma með foreldrum sínum er í besta falli bara galið. Í grein Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis sem birtist á Vísi.is 2.september sl (Gamaldags hlutverk foreldra - Vísir (visir.is) talar hún um að jafnrétti sem stendur undir nafni krefst þess að rýnt sé í þarfir barna ekki síður en fullorðinna. Í grein lögfræðings BSRB og einnig í grein Tatjönu Latinovic formanns Kvenréttindafélags Íslands, „Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin“ er afskaplega lítið sem ekkert snert á þörfum barna. Sæunn talar um að það sé löngu tímabært að tilfinningalegar þarfir barna fái meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku sem varðar velferð þeirra til lengri jafnt sem skemmri tíma. Þá myndi samfélagið líka græða helling. Leikskólagjöldin hafa einnig verið til umræðu í fyrrnefndum greinum en í dag stendur dvalargjald barns fyrir 8 tíma vistun í 51.461 kr á mánuði. Tekjulægstu foreldrarnir fá allt að 40% afslátt af dvalargjöldum. Miðað við dvöl barns í leikskóla 20 daga í mánuði kostar þá dagurinn fyrir barnið 2.573 krónur og þar af eru 554 krónur nýttar í þrjár máltíðir dagsins fyrir barnið. Til samanburðar kosta tveir miðar á jólatónleika28.000 krónur. Sé farið út að borða fyrir tónleika getur kvöldið hæglega farið upp í 50.000 krónur. Leikskólar í Kópavogi eru opnir í 9 klukkustundir á dag og öllum foreldrum er frjálst að nýta þann tíma eftir hentugleika. Í grein formanns Kvenréttindafélags Íslands kemur fram sú rangfærsla að leikskólar í Kópavogi séu nú lokaðir í 37 daga yfir árið. Rétt er að yfir árið eru leikskólar Kópavogs lokaðir í 25 daga sem eru þá 20 að sumri og 5 skipulagsdagar yfir skólaárið. Aðra daga ársins eru leikskólarnir opnir, eins og í vetrar- og jólafríum og dymbilviku. Þeir sem ekki þurfa að nýta sér þá daga fá niðurfellingu á leikskólagjöldum. Þeir sem aftur á móti nýta sér þessa daga borga óbreytt dvalargjald. Í grein Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs sem birt var á Vísi.is 30.ágúst sl kemur fram að skólaárið eftir innleiðingu Kópavogsleiðarinnar hafi engin börn verið send fyrr heim eða biðlað til foreldra að hafa börnin heima sökum manneklu og veikinda. Til samanburðar voru lokunardagar 212 á skólaárinu þar á undan. Í dag eru flestir leikskólar Kópavogs fullmannaðir og í fyrsta skipti í mörg ár eru deildir fullnýttar og fleiri börn fá því leikskólapláss. Það blasir því við að Kópavogsleiðin er að virka. Okkar upplifun eftir áratuga reynslu af leikskólakennslu er sú að Kópavogsleiðin sé algjör bylting í leikskólastarfi. Breyting á gjaldskrá gerir það að verkum að þeir sem hafa tök á stytta viðveru barna sinna í 6 klst og eru því í gjaldfrjálsri vistun. Alls hafa 20% foreldra farið þá leið og fá því verulega lækkun gjalda. Því eru þau börn sem þurfa lengri dvalartíma í áreitaminna umhverfi og því í betri aðstæðum en áður. Dagurinn byrjar og endar rólega þar sem meira rými skapast til að sinna hverju og einu barni. Þannig setjum við barnið í fyrsta sæti. Við tökum undir með formanni Kvenréttindafélags Íslands þegar hún segir íslensk stjórnvöld þurfi að fara í átak til að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Kópavogsbær tók einmitt fyrir ári síðan með Kópavogsleiðinni myndarlegt skref í átt að bættu starfsumhverfi barna og leikskólastarfsfólks þannig að um munar. Við fögnum því og við fögnum því einnig að fleiri sveitarfélög hafa síðan tekið svipuð skref. Barnið í fyrsta sæti – það er gott að búa í Kópavogi. Höfundar eru leikskólakennarar hjá Kópavogsbæ.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar