Nýtt fimleikahús óskast á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2024 20:05 Hjónin Tanja Birgisdóttir yfirþjálfari hjá Fimleikadeild UMF.Selfoss og Mads Pind, sem er einnig þjálfari hjá deildinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirþjálfari fimleikadeildarinnar á Selfossi skorar á bæjaryfirvöld í Árborg að byggja nýtt fimleikahús þar sem núverandi hús sé orðið allt of lítið og lélegt fyrir deildina. Níu stelpur úr fimleikunum er á leiðinni til Azerbaijan til að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum. Það er mikill kraftur í starfsemi fimleikadeildarinnar enda önnur stærsta deildin innan Ungmennafélags Selfoss hvað varðar fjölda iðkenda en um fjögur hundruð börn og unglingar æfa fimleika á Selfossi í dag. En hverju þakkar yfirþjálfari deildarinnar þennan áhuga á fimleikum á Selfossi? „Það er svo margt sem spilar inn í, bara fyrst og fremst þjálfararnir, sem við eigum. Við erum ótrúlega heppnin með hópinn okkar og iðkendurnir, sem eru búnir að alast upp hjá okkur í gegnum árin og eru orðnar fyrirmyndir í samfélaginu,” segir Tanja Birgisdóttir. Hvað segir þú, ertu ekki ánægður með þetta? „Jú, mjög ánægður. Ég kem frá Danmörku og flutti hingað og er búin að þjálfa í átta ár hér á Selfossi,” segir Mads Pind, fimleikaþjálfari en hann er líka eiginmaður Tönju. Það stendur mikið til hjá fimleikadeildinni því níu landsliðstelpur eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fer fram í næsta mánuði í Azerbaijan. En hvernig leggst mótið í stelpurnar? „Mjög vel, já bara mjög vel, við erum mjög spenntar,” segja þær Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, landsliðskonur Selfyssinga í fimleikum. Frá vinstri, Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, þrjár af landsliðskonum Selfyssinga í fimleikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Tanja um aðstöðu fimleikadeildarinnar á Selfossi í íþróttahúsinu Baulu? „Hún er ekki góð, hún er langt frá því að vera góð. Hún var í rauninni sprungin áður en við hófum starfið. Við fengum þennan sal 2008 ef ég man rétt og hann var þá sprungin. Við getum ekki haldið keppnir hérna, sem þýðir að þegar við höldum mót þá þurfum við að færa okkur í annað húsnæði og það eru oft mikið tjón á áhöldunum, sem eru dýr.” Þannig að þú biðlar til bæjarstjórnar um nýtt hús? „Já, ég geri það hér með.” Um 400 iðkendur æfa fimleika á Selfossi undir stjórn nokkurra þjálfara.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fimleikar Íþróttir barna Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Það er mikill kraftur í starfsemi fimleikadeildarinnar enda önnur stærsta deildin innan Ungmennafélags Selfoss hvað varðar fjölda iðkenda en um fjögur hundruð börn og unglingar æfa fimleika á Selfossi í dag. En hverju þakkar yfirþjálfari deildarinnar þennan áhuga á fimleikum á Selfossi? „Það er svo margt sem spilar inn í, bara fyrst og fremst þjálfararnir, sem við eigum. Við erum ótrúlega heppnin með hópinn okkar og iðkendurnir, sem eru búnir að alast upp hjá okkur í gegnum árin og eru orðnar fyrirmyndir í samfélaginu,” segir Tanja Birgisdóttir. Hvað segir þú, ertu ekki ánægður með þetta? „Jú, mjög ánægður. Ég kem frá Danmörku og flutti hingað og er búin að þjálfa í átta ár hér á Selfossi,” segir Mads Pind, fimleikaþjálfari en hann er líka eiginmaður Tönju. Það stendur mikið til hjá fimleikadeildinni því níu landsliðstelpur eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fer fram í næsta mánuði í Azerbaijan. En hvernig leggst mótið í stelpurnar? „Mjög vel, já bara mjög vel, við erum mjög spenntar,” segja þær Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, landsliðskonur Selfyssinga í fimleikum. Frá vinstri, Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, þrjár af landsliðskonum Selfyssinga í fimleikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Tanja um aðstöðu fimleikadeildarinnar á Selfossi í íþróttahúsinu Baulu? „Hún er ekki góð, hún er langt frá því að vera góð. Hún var í rauninni sprungin áður en við hófum starfið. Við fengum þennan sal 2008 ef ég man rétt og hann var þá sprungin. Við getum ekki haldið keppnir hérna, sem þýðir að þegar við höldum mót þá þurfum við að færa okkur í annað húsnæði og það eru oft mikið tjón á áhöldunum, sem eru dýr.” Þannig að þú biðlar til bæjarstjórnar um nýtt hús? „Já, ég geri það hér með.” Um 400 iðkendur æfa fimleika á Selfossi undir stjórn nokkurra þjálfara.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fimleikar Íþróttir barna Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira