Nýi maðurinn allt í öllu þegar Ernirnir sóttu sigur í Brasilíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 12:01 Saquon Barkley var magnaður í nótt. Leandro Bernardes/Getty Images Eins og þekkt er orðið spilar NFL-deildin alltaf þónokkra leiki utan Bandaríkjanna ár hvert. Að þessu sinni fór leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers í São Paulo í Brasilíu. Þar stal Saquon Rasul Quevis Barkley senunni með þremur snertimörkum fyrir Ernina frá Fíladelfíu. NFL tímabilið 2024-25 fór af stað aðfaranótt föstudags með hádramatískum sigri ríkjandi meistara í Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Aðfaranótt laugardags var komið að Eagles og Packers í leik sem fram fór í hinni fótboltaóðu Brasilíu. Um var að ræða fyrsta NFL-leik sögunnar í Suður-Ameríku. Líkt og fyrsti leikur tímabilsins þá var leikur Eagles og Packers hádramatískur. Jordan Love, leikstjórnandi Packers, haltraði af velli þegar sex sekúndur voru eftir, og varamaðurinn Malik Willis náði ekki að senda „heilaga Maríu“ í átt að endasvæðinu í því sem var lokasóknin, lauk leiknum með 35-29 sigri Eagles. Alls hittu 17 af 34 sendingum Love samherja, þar á meðal tvær fyrir snertimarki á meðan ein var gripin af mótherja. Jalen Hurts made sure to find Jordan Love after the game.Respect 💚 #GBvsPHI pic.twitter.com/kTkekdoKnU— NFL (@NFL) September 7, 2024 Barkley gekk í raðir Eagles í sumar og skrifaði undir þriggja ára samning en hann hafði spilað fyrir New York Giants frá 2018. Öll snerti mörk hans komu eftir að hann greip boltann og hljóp inn í endamarkið. Hann er fyrsti leikmaður Eagles til að skora þrjú snertimörk í einum og sama leiknum síðan Terrell Owens gerði það árið 2004. Wake up, @saquon has something to tell y'all🤳 pic.twitter.com/u6RchNLn5P— Philadelphia Eagles (@Eagles) September 7, 2024 Jalen Hurts, leikstjórnandi Eagles, kastaði fyrir tveimur snertimörkum en tvívegis var komist inn í sendingar hans. Þá greip A.J. Brown fimm sendingar fyrir Eagles, þar á meðal eina fyrir snertimarki. JALEN HURTS TO AJ BROWN. 67-YARD TD TO START THE SECOND HALF.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/Xq57EnstcK— NFL (@NFL) September 7, 2024 Jayden Reed skoraði hins vegar „lengsta“ snertimark leiksins en Packers voru 64 metra frá endasvæðinu þegar sóknin hófst. JAYDEN REED LEFT WIDE OPEN FOR THE 70-YARD TD.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/cAvTn5HLLd— NFL (@NFL) September 7, 2024 Bæði lið áttu erfitt með að fóta sig á vellinum en aðeins fimm dögum áður hafði leikur í efstu deild karla í knattspyrnu farið fram á vellinum. Það kom þó ekki að sök ef þú spyrð Eagles sem byrja tímabilið á sigri. NFL-veisla Stöðvar 2 Sport heldur áfram á morgun, sunnudag, þar sem Miami Dolphins taka á móti Jacksonville Jaguars klukkan 16.55 á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 er svo NFL Red Zone á dagskrá Stöðvar 2 Sport 3. Klukkan 20.20 er komið að leik Cleveland Browns og Dallas Cowboys á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
NFL tímabilið 2024-25 fór af stað aðfaranótt föstudags með hádramatískum sigri ríkjandi meistara í Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Aðfaranótt laugardags var komið að Eagles og Packers í leik sem fram fór í hinni fótboltaóðu Brasilíu. Um var að ræða fyrsta NFL-leik sögunnar í Suður-Ameríku. Líkt og fyrsti leikur tímabilsins þá var leikur Eagles og Packers hádramatískur. Jordan Love, leikstjórnandi Packers, haltraði af velli þegar sex sekúndur voru eftir, og varamaðurinn Malik Willis náði ekki að senda „heilaga Maríu“ í átt að endasvæðinu í því sem var lokasóknin, lauk leiknum með 35-29 sigri Eagles. Alls hittu 17 af 34 sendingum Love samherja, þar á meðal tvær fyrir snertimarki á meðan ein var gripin af mótherja. Jalen Hurts made sure to find Jordan Love after the game.Respect 💚 #GBvsPHI pic.twitter.com/kTkekdoKnU— NFL (@NFL) September 7, 2024 Barkley gekk í raðir Eagles í sumar og skrifaði undir þriggja ára samning en hann hafði spilað fyrir New York Giants frá 2018. Öll snerti mörk hans komu eftir að hann greip boltann og hljóp inn í endamarkið. Hann er fyrsti leikmaður Eagles til að skora þrjú snertimörk í einum og sama leiknum síðan Terrell Owens gerði það árið 2004. Wake up, @saquon has something to tell y'all🤳 pic.twitter.com/u6RchNLn5P— Philadelphia Eagles (@Eagles) September 7, 2024 Jalen Hurts, leikstjórnandi Eagles, kastaði fyrir tveimur snertimörkum en tvívegis var komist inn í sendingar hans. Þá greip A.J. Brown fimm sendingar fyrir Eagles, þar á meðal eina fyrir snertimarki. JALEN HURTS TO AJ BROWN. 67-YARD TD TO START THE SECOND HALF.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/Xq57EnstcK— NFL (@NFL) September 7, 2024 Jayden Reed skoraði hins vegar „lengsta“ snertimark leiksins en Packers voru 64 metra frá endasvæðinu þegar sóknin hófst. JAYDEN REED LEFT WIDE OPEN FOR THE 70-YARD TD.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/cAvTn5HLLd— NFL (@NFL) September 7, 2024 Bæði lið áttu erfitt með að fóta sig á vellinum en aðeins fimm dögum áður hafði leikur í efstu deild karla í knattspyrnu farið fram á vellinum. Það kom þó ekki að sök ef þú spyrð Eagles sem byrja tímabilið á sigri. NFL-veisla Stöðvar 2 Sport heldur áfram á morgun, sunnudag, þar sem Miami Dolphins taka á móti Jacksonville Jaguars klukkan 16.55 á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 er svo NFL Red Zone á dagskrá Stöðvar 2 Sport 3. Klukkan 20.20 er komið að leik Cleveland Browns og Dallas Cowboys á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira