„Ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 16:38 Anita Lind í baráttunni. Vísir/Diego Anita Lind Daníelsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var eðlilega sár og svekkt eftir 4-4 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hluta Bestu-deildar kvenna. Úrslitin þýða að Keflavík er fallið úr efstu deild. „Það hefði verið gaman að vinna þetta. Þetta er búin að vera hörkubarátta í síðustu leikjum og við erum búnar að vera að reyna okkar allra besta. En svona er þetta stundum,“ sagði Anita í viðtali við Vísi í leikslok. Hún segir þó að henni þyki hafa verið stígandi í liðinu í sumar, þrátt fyrir miklar mannabreytingar. „Já, við erum náttúrulega búnar að vera að missa leikmenn fá nýja leikmenn á miðju tímabili þannig að við erum búnar að þurfa að púsla þessu svolítið saman. En mér finnst við vera búnar að ná góðum stíganda í síðustu leikjum og við erum ekki langt frá því að taka stigin þrjú í þessum leikjum. Við þurfum bara að ná að klára þetta, ná að klára síðustu mínúturnar í leikjunum.“ Keflvíkingar náðu 3-0 forystu eftir rétt rúmlega hálftíma leik í dag, en misstu forskotið niður. Þetta var ekki í fyrsta skipti í sumar sem slíkt gerist. „Ég held að þetta sé bara þreyta í seinni hálfleik í þessum leikjum. En vindurinn hafði líka mikið að segja í leiknum í dag. Við vorum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og náðum að koma þremur mörkum inn, en svo er erfitt að spila á móti vindinum og þessar löngu sendingar fara ekki neitt.“ Þá segir hún það erfitt að kyngja því að liðið hafi fengið á sig fjögur mörk í dag, þrátt fyrir að hafa spilað góðan leik á stórum köflum. „Það er þungt. Þetta er þriðji leikurinn þar sem við lendum í þessu að vera komnar tveimur eða þremur mörkum yfir, en svo er bara skorað og skorað á okkur. Þetta tekur á, en maður þarf bara að halda fókus og halda áfram.“ Að lokum segir hún að Keflavík ætli sér að stoppa stutt í Lengjudeildinni. „Við þurfum bara að sjá hvernig hópurinn verður. Við erum alltaf að púsla saman nýjum hóp eftir hvert tímabil og það verður ábyggilega alveg eins núna. Við þurfum að reyna að halda í sem flestar og við ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp,“ sagði Anita að lokum. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Telur að Salah verði áfram þar sem aðrir kostir séu ekki margir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Sjá meira
„Það hefði verið gaman að vinna þetta. Þetta er búin að vera hörkubarátta í síðustu leikjum og við erum búnar að vera að reyna okkar allra besta. En svona er þetta stundum,“ sagði Anita í viðtali við Vísi í leikslok. Hún segir þó að henni þyki hafa verið stígandi í liðinu í sumar, þrátt fyrir miklar mannabreytingar. „Já, við erum náttúrulega búnar að vera að missa leikmenn fá nýja leikmenn á miðju tímabili þannig að við erum búnar að þurfa að púsla þessu svolítið saman. En mér finnst við vera búnar að ná góðum stíganda í síðustu leikjum og við erum ekki langt frá því að taka stigin þrjú í þessum leikjum. Við þurfum bara að ná að klára þetta, ná að klára síðustu mínúturnar í leikjunum.“ Keflvíkingar náðu 3-0 forystu eftir rétt rúmlega hálftíma leik í dag, en misstu forskotið niður. Þetta var ekki í fyrsta skipti í sumar sem slíkt gerist. „Ég held að þetta sé bara þreyta í seinni hálfleik í þessum leikjum. En vindurinn hafði líka mikið að segja í leiknum í dag. Við vorum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og náðum að koma þremur mörkum inn, en svo er erfitt að spila á móti vindinum og þessar löngu sendingar fara ekki neitt.“ Þá segir hún það erfitt að kyngja því að liðið hafi fengið á sig fjögur mörk í dag, þrátt fyrir að hafa spilað góðan leik á stórum köflum. „Það er þungt. Þetta er þriðji leikurinn þar sem við lendum í þessu að vera komnar tveimur eða þremur mörkum yfir, en svo er bara skorað og skorað á okkur. Þetta tekur á, en maður þarf bara að halda fókus og halda áfram.“ Að lokum segir hún að Keflavík ætli sér að stoppa stutt í Lengjudeildinni. „Við þurfum bara að sjá hvernig hópurinn verður. Við erum alltaf að púsla saman nýjum hóp eftir hvert tímabil og það verður ábyggilega alveg eins núna. Við þurfum að reyna að halda í sem flestar og við ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp,“ sagði Anita að lokum.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Telur að Salah verði áfram þar sem aðrir kostir séu ekki margir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Sjá meira