„Þetta má aldrei gerast aftur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 19:19 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, kallar eftir þjóðarátaki. Vísir/Bjarni Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin minningarstund var haldin í Lindakirkju í dag þar sem fólk gat heiðrað minningu Bryndísar Klöru og veitt sorg sinni útrás. Fjöldi fólks kom við í Lindakirkju og minntist Bryndísar. Á vegg kirkjunnar var varpað upp myndum sem vinir og fjölskylda hennar tóku saman og uppáhalds tónlist Bryndísar var spiluð undir. Allir voru velkomnir á stundina en í gær var vika síðan Bryndís lést. „Við sögðum í pistli á Facebook til fólks í hverfinu að á svona stundum langi manni að eiga einhver töfraorð. En þetta er erfitt og verður það áfram. En kirkjan er ekki kölluð til að vera töframaður heldur miklu frekar ljósmóðir sem heldur í hendina í erfiðustu hríðunum og segir „Þú getur þetta. Þú ert ekki einn. Við erum með, Guð er með og hann grætur með“,“ segir Guðni Már Harðarson, sóknarprestur í Lindakirkju. Guðni Már Harðarson er sóknarprestur í Lindakirkju.Vísir/Bjarni Stundin var afar hjartnæm og tendruðu gestir kerti til að minnast Bryndísar og veita sorginni útrás. „Það hefur sýnt sig að það eru allir með samhug og það hefur hjálpað foreldrunum mikið. Það er verið að stoppa fótboltaleiki á sautjándu mínútu, það er verið að klæða sig í bleikt því það var uppáhalds liturinn hennar. Það er svo mikil von í því, að við ætlum ekki að láta þetta voðaverk og þessar hörmulegar aðstæður verða til einskis. Heldur koma í veg fyrir að aðrir þurfi að líða það sem aðstandendur eru að ganga í gegnum núna,“ segir Guðni. Forseti Íslands er verndari nýstofnaðs minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sjóðnum er ætlað að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi. „Ég er bara, eins og held ég öll þjóðin, hrygg yfir þessari atburðarás og öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Ég sendi þeim mínar einlægustu samúðarkveðjur,“ segir Halla. Í dag fundaði forsetinn með þrjátíu einstaklingum úr ólíkum áttum um hvernig sé hægt að gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Ráðast þurfi að rót vandans með samstilltu þjóðarátaki. „Það er það sem ég hef talað fyrir, því málmleitartæki, vopnuð og sýnileg löggæsla, þetta getur auðvitað allt skipt máli því þetta má aldrei gerast aftur. En ef við ætlum raunverulega að bæta samfélagið, þá þarf að eiga sér stað einhver hreyfing og viðhorfsbreyting. Ungt fólk þarf að fá sæti við borðið og fá að leiða hvernig við gerum það,“ segir Halla. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Stunguárás við Skúlagötu Þjóðkirkjan Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Fjöldi fólks kom við í Lindakirkju og minntist Bryndísar. Á vegg kirkjunnar var varpað upp myndum sem vinir og fjölskylda hennar tóku saman og uppáhalds tónlist Bryndísar var spiluð undir. Allir voru velkomnir á stundina en í gær var vika síðan Bryndís lést. „Við sögðum í pistli á Facebook til fólks í hverfinu að á svona stundum langi manni að eiga einhver töfraorð. En þetta er erfitt og verður það áfram. En kirkjan er ekki kölluð til að vera töframaður heldur miklu frekar ljósmóðir sem heldur í hendina í erfiðustu hríðunum og segir „Þú getur þetta. Þú ert ekki einn. Við erum með, Guð er með og hann grætur með“,“ segir Guðni Már Harðarson, sóknarprestur í Lindakirkju. Guðni Már Harðarson er sóknarprestur í Lindakirkju.Vísir/Bjarni Stundin var afar hjartnæm og tendruðu gestir kerti til að minnast Bryndísar og veita sorginni útrás. „Það hefur sýnt sig að það eru allir með samhug og það hefur hjálpað foreldrunum mikið. Það er verið að stoppa fótboltaleiki á sautjándu mínútu, það er verið að klæða sig í bleikt því það var uppáhalds liturinn hennar. Það er svo mikil von í því, að við ætlum ekki að láta þetta voðaverk og þessar hörmulegar aðstæður verða til einskis. Heldur koma í veg fyrir að aðrir þurfi að líða það sem aðstandendur eru að ganga í gegnum núna,“ segir Guðni. Forseti Íslands er verndari nýstofnaðs minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sjóðnum er ætlað að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi. „Ég er bara, eins og held ég öll þjóðin, hrygg yfir þessari atburðarás og öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Ég sendi þeim mínar einlægustu samúðarkveðjur,“ segir Halla. Í dag fundaði forsetinn með þrjátíu einstaklingum úr ólíkum áttum um hvernig sé hægt að gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Ráðast þurfi að rót vandans með samstilltu þjóðarátaki. „Það er það sem ég hef talað fyrir, því málmleitartæki, vopnuð og sýnileg löggæsla, þetta getur auðvitað allt skipt máli því þetta má aldrei gerast aftur. En ef við ætlum raunverulega að bæta samfélagið, þá þarf að eiga sér stað einhver hreyfing og viðhorfsbreyting. Ungt fólk þarf að fá sæti við borðið og fá að leiða hvernig við gerum það,“ segir Halla.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Stunguárás við Skúlagötu Þjóðkirkjan Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira