Sætanýtingin aldrei verið betri Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2024 09:03 Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9 prósent á leið frá Íslandi, 35,6 prósent voru á leið til Íslands og 38,5 prósent voru tengifarþegar (VIA). Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 187.960 farþega í ágúst 2024, sem er 1,8 prósenta aukning frá ágúst í fyrra þegar félagið flutti 184.926 farþega. Sætanýtingin í nýliðnum ágústmánuði var 91,6 prósent, sem er met í einum mánuði hjá félaginu en um er að ræða 2,7 prósenta aukningu frá ágúst í fyrra þegar sætanýtingin var 88,9 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Play flaug til 32 áfangastaða í síðasta mánuði en af þeim voru 22 með yfir 90 prósenta sætanýtingu. „Á sama tíma og félagið náði metsætanýtingu var stundvísi félagsins 91,5% sem er umtalsvert hærra en hjá helstu samkeppnisaðilum félagsins. PLAY hefur nú verið stundvísasta félagið sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli 13 mánuði í röð. Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9% á leið frá Íslandi, 35,6% voru á leið til Íslands og 38,5% voru tengifarþegar (VIA). PLAY heldur áfram að bæta við sig hlutdeild á heimamarkaði. 48.694 farþegar flugu með félaginu frá Íslandi í ágúst 2024, samanborið við 41.112 farþega í ágúst 2023, sem er 18,4% vöxtur á milli ára,“ segir í tilkynningunni. Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess.Vísir/Einar Ágústmánuðir snúnir í sölu Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé stolt af metsætanýtingunni í ágúst. „Þetta sýnir að það er tekið vel í þá þjónustu sem við bjóðum upp á þeim mörkuðum sem við störfum og að eftirspurnin hefur tekið við sér. Þetta afrek er sérstaklega eftirtektarvert því við náum því í ágústmánuði sem getur reynst snúinn í sölu því flestir eru aftur komnir í rútínu eftir sumarfrí. Þrátt fyrir það náðum við að fá fleiri í flugvélarnar okkar og auka þar með sætanýtinguna. Við erum einnig ánægð að sjá að farþegum sem fljúga til landsins fjölgar á milli ára og að talsverð aukning er á farþegum sem fljúga með okkur frá Íslandi. Þetta er staðfesting á því að íslenski markaðurinn er ánægður með okkar þjónustu og að ákvörðun okkar um að bjóða upp á frábært úrval af sólarlandaáfangastöðum er að borga sig. Ofan á allt þetta var stundvísi okkar í ágústmánuði 91,5 prósent, sem er stórbrotið afrek hjá samstarfsfólki mínu. Þetta þýðir að þrettánda mánuðinn í röð er PLAY stundvísasta flugfélagið, með mikil umsvif, sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli. Þegar litið er til næstu mánaða er bókunarstaðan okkar betri en á sama tíma í fyrra og ég get ekki annað en verið fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum,“ segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Play flaug til 32 áfangastaða í síðasta mánuði en af þeim voru 22 með yfir 90 prósenta sætanýtingu. „Á sama tíma og félagið náði metsætanýtingu var stundvísi félagsins 91,5% sem er umtalsvert hærra en hjá helstu samkeppnisaðilum félagsins. PLAY hefur nú verið stundvísasta félagið sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli 13 mánuði í röð. Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9% á leið frá Íslandi, 35,6% voru á leið til Íslands og 38,5% voru tengifarþegar (VIA). PLAY heldur áfram að bæta við sig hlutdeild á heimamarkaði. 48.694 farþegar flugu með félaginu frá Íslandi í ágúst 2024, samanborið við 41.112 farþega í ágúst 2023, sem er 18,4% vöxtur á milli ára,“ segir í tilkynningunni. Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess.Vísir/Einar Ágústmánuðir snúnir í sölu Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé stolt af metsætanýtingunni í ágúst. „Þetta sýnir að það er tekið vel í þá þjónustu sem við bjóðum upp á þeim mörkuðum sem við störfum og að eftirspurnin hefur tekið við sér. Þetta afrek er sérstaklega eftirtektarvert því við náum því í ágústmánuði sem getur reynst snúinn í sölu því flestir eru aftur komnir í rútínu eftir sumarfrí. Þrátt fyrir það náðum við að fá fleiri í flugvélarnar okkar og auka þar með sætanýtinguna. Við erum einnig ánægð að sjá að farþegum sem fljúga til landsins fjölgar á milli ára og að talsverð aukning er á farþegum sem fljúga með okkur frá Íslandi. Þetta er staðfesting á því að íslenski markaðurinn er ánægður með okkar þjónustu og að ákvörðun okkar um að bjóða upp á frábært úrval af sólarlandaáfangastöðum er að borga sig. Ofan á allt þetta var stundvísi okkar í ágústmánuði 91,5 prósent, sem er stórbrotið afrek hjá samstarfsfólki mínu. Þetta þýðir að þrettánda mánuðinn í röð er PLAY stundvísasta flugfélagið, með mikil umsvif, sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli. Þegar litið er til næstu mánaða er bókunarstaðan okkar betri en á sama tíma í fyrra og ég get ekki annað en verið fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum,“ segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33