Bað fjölskylduna afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 08:31 Dave Castro ræður miklu hjá CrossFit samtökunum og hefur mikið á sinni samsvisku eftir síðustu heimsleika. @thedavecastro Dave Castro, íþróttastjóri heimsleikanna í CrossFit, hefur nú svarað sláandi bréfi bróður Lazars heitins Dukic með því að biðjast afsökunar. Luka Dukic skrifaði um það sem var í gangi á bak við tjöldin þessa afdrifaríku daga þegar bróðir hans drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Meðal annars nefndi Luka samskipti sínu við umræddan Dave Castro. Castro hafi komið upp á hótelherbergi til hans ásamt öðrum yfirmanni CrossFit samtakanna og tilkynnt Dukic það að þau myndu klára heimsleikanna en jafnframt tileinka þá látnum bróður hans. Sagði ekki satt Samkvæmt því sem hann hefur eftir Castro þá var Dukic og fjölskyldu hans tilkynnt um það að þau hefðu ekkert með það að segja hvaða ákvörðun yrði tekin. Luka sagðist ekki hafa verið sammála því og hvað þá þegar CrossFit samtökin tilkynntu að þau væru að klára keppnina með samþykki fjölskyldunnar. Það var ekki satt. Castro segist hafa lesið færslu Luka og ákvað eftir það að biðjast opinberlega afsökunar. Castro baðst afsökunar á því hvernig hann talaði um Dukic fjölskylduna þegar hann tilkynnti heiminum að þau ætluðu að klára heimsleikana. Engin blessun frá fjölskyldunni „Ég las pistil Luka og ég vil biðja hann og alla Dukic fjölskylduna afsökunar,“ skrifaði Castro. „Ég hefði aldrei átt að segja að ákvörðunin um að halda heimsleikunum áfram hefði fengið blessun frá fjölskyldu þeirra,“ skrifaði Castro. „Á þessum tímapunkti var búið að taka ákvörðun um að halda heimsleikunum áfram og leyfa okkar fólki að keppa. Við bárum jafnframt virðingu fyrir því íþróttafólki sem ákvað að hætta keppni,“ skrifaði Castro. Aldrei lent í svona aðstöðu áður „Þessi ákvörðun var tekin af CrossFit og ég ætlaði mér aldrei að setja þungan af þessari ákvörðun á herðar Luka, Dukic fjölskyldunnar eða CrossFit íþróttafólksins,“ skrifaði Castro. „Ég hef aldrei lent í svona aðstöðu áður og ég gerði algjörlega mistök. Ég sé mikið eftir því og þeim sársauka sem ég hef valdið,“ skrifaði Castro. View this post on Instagram A post shared by Dave Castro (@thedavecastro) CrossFit Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Sjá meira
Luka Dukic skrifaði um það sem var í gangi á bak við tjöldin þessa afdrifaríku daga þegar bróðir hans drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Meðal annars nefndi Luka samskipti sínu við umræddan Dave Castro. Castro hafi komið upp á hótelherbergi til hans ásamt öðrum yfirmanni CrossFit samtakanna og tilkynnt Dukic það að þau myndu klára heimsleikanna en jafnframt tileinka þá látnum bróður hans. Sagði ekki satt Samkvæmt því sem hann hefur eftir Castro þá var Dukic og fjölskyldu hans tilkynnt um það að þau hefðu ekkert með það að segja hvaða ákvörðun yrði tekin. Luka sagðist ekki hafa verið sammála því og hvað þá þegar CrossFit samtökin tilkynntu að þau væru að klára keppnina með samþykki fjölskyldunnar. Það var ekki satt. Castro segist hafa lesið færslu Luka og ákvað eftir það að biðjast opinberlega afsökunar. Castro baðst afsökunar á því hvernig hann talaði um Dukic fjölskylduna þegar hann tilkynnti heiminum að þau ætluðu að klára heimsleikana. Engin blessun frá fjölskyldunni „Ég las pistil Luka og ég vil biðja hann og alla Dukic fjölskylduna afsökunar,“ skrifaði Castro. „Ég hefði aldrei átt að segja að ákvörðunin um að halda heimsleikunum áfram hefði fengið blessun frá fjölskyldu þeirra,“ skrifaði Castro. „Á þessum tímapunkti var búið að taka ákvörðun um að halda heimsleikunum áfram og leyfa okkar fólki að keppa. Við bárum jafnframt virðingu fyrir því íþróttafólki sem ákvað að hætta keppni,“ skrifaði Castro. Aldrei lent í svona aðstöðu áður „Þessi ákvörðun var tekin af CrossFit og ég ætlaði mér aldrei að setja þungan af þessari ákvörðun á herðar Luka, Dukic fjölskyldunnar eða CrossFit íþróttafólksins,“ skrifaði Castro. „Ég hef aldrei lent í svona aðstöðu áður og ég gerði algjörlega mistök. Ég sé mikið eftir því og þeim sársauka sem ég hef valdið,“ skrifaði Castro. View this post on Instagram A post shared by Dave Castro (@thedavecastro)
CrossFit Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Sjá meira