Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 11. september 2024 15:01 Þegar félagi í hóp greinist með krabbamein getur stuðningur hópsins skipt miklu máli. Rannsóknir sýna að góður stuðningur hefur meðal annars áhrif á jákvæðara viðhorf og betri lífsgæði hjá þeim sem greinist með krabbameinið. Það getur þó reynst erfitt að bjóða fram aðstoðina ef þið eruð ekki viss hvað er best að gera. Hér koma fimm ráð til að hjálpa ykkur að taka skrefið. 1) Hagnýt atriði. Það er yfirleitt nóg af erindum sem þarf að sinna á flestum heimilum og þeim fækkar ekki þegar krabbameinsveikindi koma upp. Hópurinn getur því boðist til að versla inn, útbúa kvöldmáltíðir, brjóta saman þvottinn, fara með bílinn í dekkjaskipti, vökva blómin, bjóða í mat og skutla í læknisheimsóknir. Ef börn eru á heimilinu má bjóða fram pössun eða sækja og skutla þeim í skóla og tómstundir. 2) Sálrænn stuðningur. Gott samtal getur gert gæfumuninn. Ef þið eruð ekki viss hvað sé best að segja er óþarfi að hafa áhyggjur af því. Hér snýst hlutverkið um að vera góður hlustandi. Leyfðu þeim krabbameinsgreinda að segja líðan síðan, hlæja og gráta án þess að koma með lausnir við áhyggjum hans, tilfinningum eða vangaveltum. Reyndu að gefa ekki gefa óumbeðin ráð, hvorki við mögulegum meðferðarúrræðum, bætiefnum eða bættari líðan. Létt snerting, bros og að kinka kolli bendir til þess að þú sért að hlusta af einlægni. 3) Félagsleg virkni. Ein af afleiðingum krabbameinsveikinda er félagsleg einangrun. Geta og úthald breytist og þátttakan þar af leiðandi líka. Reynið að sýna þessum breyttu þörfum skilning. Mikilvægt er að hópurinn haldi áfram að vera í sambandi, bæði til að spjalla um daginn og veginn og til að láta vita af viðburðum og hittingum hjá hópnum. 4) Andleg heilsa. Krabbameinsferlið er krefjandi og hefur mikil áhrif á andlega heilsu. Að sýna breyttum þörfum skilning, skipuleggja hluti sem veita gleði, henta betur og stuðla að uppbyggilegu og jákvæðu umhverfi skiptir máli. Þetta getur verið að njóta náttúrunnar í formi göngutúra, hugleiðslur eða slökun og eiga skemmtilega samræður um allt annað en veikindin. 5) Hreinskilin samskipti. Þarfir einstaklinga eru misjafnar og það á líka við um þörfina fyrir stuðning. Hópurinn getur komið með hugmyndir að stuðningi en best er að taka samtalið um hvernig aðstoð hentar hverju sinni. Við höfum ólíka eiginleika og til að hver og einn í hópnum geti nýtt sína eiginleika sem best er ekki síður mikilvægt að samtöl innan hópsins séu virk og hreinskilin. Svo má ekki gleyma að ferlið getur verið langt og þörfin fyrir stuðning er ekki minni þó lengra sé liðið frá krabbameinsgreiningunni. Í dag hrindum við af stað verkefni sem sýnir hvernig endurhæfingin og stuðningurinn í Ljósinu hefur margföldunaráhrif inn í margvíslega hópa sem þjónustuþegarnir okkar tilheyra. Með verkefninu viljum við efla hópana í kringum fólkið okkar svo að þau sem greinast með krabbamein fái sem mestan stuðning í gegnum sitt ferli. Á sama tíma hvetjum við vinahópa, saumaklúbba, gönguhópa, sjósundsgrúbbur, kóra, fjölskylduhópa og alla hina hópana til að sjá hag sinn í því að gerast Ljósavinir. Þannig tryggjum við að endurhæfingarstarfið geti áfram tekið á móti þeim sem greinast með krabbamein, án kostnaðar eða biðlista. Nánast öll þjónusta Ljóssins er veitt án endurgjalds og tryggir mánaðarlegt framlag Ljósavina meðal annars ókeypis námskeið og fræðslu, líkamlega endurhæfingu og viðtöl hjá fagaðilum eins og iðjuþjálfa, sálfræðingi, sjúkraþjálfa og fjölskyldumeðferðarfræðingi. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þegar félagi í hóp greinist með krabbamein getur stuðningur hópsins skipt miklu máli. Rannsóknir sýna að góður stuðningur hefur meðal annars áhrif á jákvæðara viðhorf og betri lífsgæði hjá þeim sem greinist með krabbameinið. Það getur þó reynst erfitt að bjóða fram aðstoðina ef þið eruð ekki viss hvað er best að gera. Hér koma fimm ráð til að hjálpa ykkur að taka skrefið. 1) Hagnýt atriði. Það er yfirleitt nóg af erindum sem þarf að sinna á flestum heimilum og þeim fækkar ekki þegar krabbameinsveikindi koma upp. Hópurinn getur því boðist til að versla inn, útbúa kvöldmáltíðir, brjóta saman þvottinn, fara með bílinn í dekkjaskipti, vökva blómin, bjóða í mat og skutla í læknisheimsóknir. Ef börn eru á heimilinu má bjóða fram pössun eða sækja og skutla þeim í skóla og tómstundir. 2) Sálrænn stuðningur. Gott samtal getur gert gæfumuninn. Ef þið eruð ekki viss hvað sé best að segja er óþarfi að hafa áhyggjur af því. Hér snýst hlutverkið um að vera góður hlustandi. Leyfðu þeim krabbameinsgreinda að segja líðan síðan, hlæja og gráta án þess að koma með lausnir við áhyggjum hans, tilfinningum eða vangaveltum. Reyndu að gefa ekki gefa óumbeðin ráð, hvorki við mögulegum meðferðarúrræðum, bætiefnum eða bættari líðan. Létt snerting, bros og að kinka kolli bendir til þess að þú sért að hlusta af einlægni. 3) Félagsleg virkni. Ein af afleiðingum krabbameinsveikinda er félagsleg einangrun. Geta og úthald breytist og þátttakan þar af leiðandi líka. Reynið að sýna þessum breyttu þörfum skilning. Mikilvægt er að hópurinn haldi áfram að vera í sambandi, bæði til að spjalla um daginn og veginn og til að láta vita af viðburðum og hittingum hjá hópnum. 4) Andleg heilsa. Krabbameinsferlið er krefjandi og hefur mikil áhrif á andlega heilsu. Að sýna breyttum þörfum skilning, skipuleggja hluti sem veita gleði, henta betur og stuðla að uppbyggilegu og jákvæðu umhverfi skiptir máli. Þetta getur verið að njóta náttúrunnar í formi göngutúra, hugleiðslur eða slökun og eiga skemmtilega samræður um allt annað en veikindin. 5) Hreinskilin samskipti. Þarfir einstaklinga eru misjafnar og það á líka við um þörfina fyrir stuðning. Hópurinn getur komið með hugmyndir að stuðningi en best er að taka samtalið um hvernig aðstoð hentar hverju sinni. Við höfum ólíka eiginleika og til að hver og einn í hópnum geti nýtt sína eiginleika sem best er ekki síður mikilvægt að samtöl innan hópsins séu virk og hreinskilin. Svo má ekki gleyma að ferlið getur verið langt og þörfin fyrir stuðning er ekki minni þó lengra sé liðið frá krabbameinsgreiningunni. Í dag hrindum við af stað verkefni sem sýnir hvernig endurhæfingin og stuðningurinn í Ljósinu hefur margföldunaráhrif inn í margvíslega hópa sem þjónustuþegarnir okkar tilheyra. Með verkefninu viljum við efla hópana í kringum fólkið okkar svo að þau sem greinast með krabbamein fái sem mestan stuðning í gegnum sitt ferli. Á sama tíma hvetjum við vinahópa, saumaklúbba, gönguhópa, sjósundsgrúbbur, kóra, fjölskylduhópa og alla hina hópana til að sjá hag sinn í því að gerast Ljósavinir. Þannig tryggjum við að endurhæfingarstarfið geti áfram tekið á móti þeim sem greinast með krabbamein, án kostnaðar eða biðlista. Nánast öll þjónusta Ljóssins er veitt án endurgjalds og tryggir mánaðarlegt framlag Ljósavina meðal annars ókeypis námskeið og fræðslu, líkamlega endurhæfingu og viðtöl hjá fagaðilum eins og iðjuþjálfa, sálfræðingi, sjúkraþjálfa og fjölskyldumeðferðarfræðingi. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun