Hrókera í nefndum Alþingis Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2024 11:36 Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarflokki og Njáll Trausti Friðbertsson Sjálfstæðisflokki munu mun fara með nefndarformennsku á þinginu. Vísir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd þingsins og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utanríkismálanefnd. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður nýr formaður efnahags og viðskiptanefndar. Þetta herma heimildir fréttastofu en þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks hafa ákveðið að gera breytingar á nefndaskipan í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra í vor. Hefð er fyrir því að formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra séu ekki í sama flokki. Samkomulag er nú innan þingflokka stjórnarflokkanna um formennsku í fastanefndum þingsins þó að formenn nefnda séu ekki valdir að forminu til fyrr en á fyrsta fundi hverrar nefndar eftir þingsetningu. Njáll Trausti var varaformaður fjárlaganefndar á síðasta ári en mun nú taka við formennsku í nefndinni. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gegndi formennsku í nefndinni á síðasta þingvetri og verður varaformaður nefndarinnar. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður annar varaformaður atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm Hættir í efnahags- og viðskiptanefnd Greint var frá því á þingfundi í gær að Sjálfstæðismaðurinn Teitur Björn Einarsson væri hættur í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem hann gegndi formennsku síðasta þingvetur. Hann tekur sæti í atvinnuveganefnd og verður þar annar varaformaður. Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki mun þar taka við formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd samkvæmt heimildum fréttastofu. Dilja Mist gegndi formennsku í utanríkismálanefnd síðasta vetur, en Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarflokki kemur nýr inn í nefndina og mun samkvæmt heimildum fréttastofu taka við formennsku. Bjarni Jónsson Vinstri grænum verður varaformaður nefndarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki áfram gegna formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd. Þá mun Þórarinn Ingi Pétursson áfram gegna formennsku í atvinnuveganefnd, Bjarni Jónsson Vinstri grænum formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri grænum verður áfram formaður í velferðarnefnd. Tilkynnti um mannabreytingar Forseti Alþingis greindi síðdegis í gær frá þeim mannabreytingum sem yrðu í fastanefndum þingsins. Kom þar fram að hjá Framsóknarflokki tæki Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir sæti sem aðalmaður í fjárlaganefnd í stað Jóhanns Friðriks Friðrikssonar og Ingibjörg Isaksen yrði varamaður í sömu nefnd í stað Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur. Þá myndi Jóhann Friðrik Friðriksson taka sæti sem aðalmaður í utanríkismálanefnd í stað Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur. Í þingflokki Sjálfstæðisflokks tæki Birgir Þórarinsson sæti sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd í stað Teits Björns Einarssonar. Þá myndu Teitur Björn og Jón Gunnarsson taka sæti sem aðalmenn í atvinnuveganefnd í stað Birgis Þórarinssonar og Ásmundar Friðrikssonar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga Forseti Íslands segir skipta miklu að stjórnmálaflokkar geti þrátt fyrir ólík sjónarmið og kapp um hylli kjósenda gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefðist málamiðlana. 10. september 2024 19:40 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu en þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks hafa ákveðið að gera breytingar á nefndaskipan í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra í vor. Hefð er fyrir því að formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra séu ekki í sama flokki. Samkomulag er nú innan þingflokka stjórnarflokkanna um formennsku í fastanefndum þingsins þó að formenn nefnda séu ekki valdir að forminu til fyrr en á fyrsta fundi hverrar nefndar eftir þingsetningu. Njáll Trausti var varaformaður fjárlaganefndar á síðasta ári en mun nú taka við formennsku í nefndinni. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gegndi formennsku í nefndinni á síðasta þingvetri og verður varaformaður nefndarinnar. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður annar varaformaður atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm Hættir í efnahags- og viðskiptanefnd Greint var frá því á þingfundi í gær að Sjálfstæðismaðurinn Teitur Björn Einarsson væri hættur í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem hann gegndi formennsku síðasta þingvetur. Hann tekur sæti í atvinnuveganefnd og verður þar annar varaformaður. Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki mun þar taka við formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd samkvæmt heimildum fréttastofu. Dilja Mist gegndi formennsku í utanríkismálanefnd síðasta vetur, en Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarflokki kemur nýr inn í nefndina og mun samkvæmt heimildum fréttastofu taka við formennsku. Bjarni Jónsson Vinstri grænum verður varaformaður nefndarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki áfram gegna formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd. Þá mun Þórarinn Ingi Pétursson áfram gegna formennsku í atvinnuveganefnd, Bjarni Jónsson Vinstri grænum formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri grænum verður áfram formaður í velferðarnefnd. Tilkynnti um mannabreytingar Forseti Alþingis greindi síðdegis í gær frá þeim mannabreytingum sem yrðu í fastanefndum þingsins. Kom þar fram að hjá Framsóknarflokki tæki Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir sæti sem aðalmaður í fjárlaganefnd í stað Jóhanns Friðriks Friðrikssonar og Ingibjörg Isaksen yrði varamaður í sömu nefnd í stað Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur. Þá myndi Jóhann Friðrik Friðriksson taka sæti sem aðalmaður í utanríkismálanefnd í stað Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur. Í þingflokki Sjálfstæðisflokks tæki Birgir Þórarinsson sæti sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd í stað Teits Björns Einarssonar. Þá myndu Teitur Björn og Jón Gunnarsson taka sæti sem aðalmenn í atvinnuveganefnd í stað Birgis Þórarinssonar og Ásmundar Friðrikssonar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga Forseti Íslands segir skipta miklu að stjórnmálaflokkar geti þrátt fyrir ólík sjónarmið og kapp um hylli kjósenda gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefðist málamiðlana. 10. september 2024 19:40 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga Forseti Íslands segir skipta miklu að stjórnmálaflokkar geti þrátt fyrir ólík sjónarmið og kapp um hylli kjósenda gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefðist málamiðlana. 10. september 2024 19:40