Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2024 16:52 Hilmar var einn þekktasti matreiðslumeistari landsins og lenti sem slíkur í margvíslegum ævintýrum. Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistari er fallinn frá. Hilmar var einn þekktasti matreiðslumaður landsins og lifði ævintýralegu lífi; eldaði ofan í kónga, drottningar, þjóðhöfðingja, sendiherra, varaforseta, þingmenn og aðra hátt setta embættismenn víða um heim. Þannig komst Hilmar sjálfur að orði í samtali við Elínu Albertsdóttur árið 2015 en hann var matreiðslumeistari Vigdísar Finnbogadóttur meðan hún gegndi embætti forseta Íslands. Hann sá um allar opinberar veislur fyrir Vigdísi og fór með henni í ferðalög út fyrir landsteina. Þá voru gestir 350-400 og ekkert mátti klikka en Hilmar tók því sem á gekk sem öðru með stóískri ró. Veitingageirinn.is hefur sent frá sér tilkynningu um fráfall Hilmars en þar segir að þær sorglegu fréttir hafi verið að berast að einn af okkar dáðustu matreiðslumeisturum væri látinn. „Hilmar Bragi Jónsson lést á Torrevieja á Spáni nú í morgun 11. september, 81 árs að aldri.“ Þar kemur fram að Hilmar hafi legið á spítala frá 3. ágúst vegna sýkingar í hjarta, tengt hjartaaðgerð sem hann fór í fyrir um 25 árum. Lyfin virtust vera að virka en hjartað hefur gefið sig. Hilmar var ekkill, hann bjó síðustu ár ævi sinnar á Spáni. Kona Hilmars, Elín Káradóttir, var ráðskona á Bessastöðum en hún veiktist og féll frá fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust tvö börn. Afrekslisti Hilmars er langur og mikill en hann talaði ævinlega um matreiðsluna sem lífsstíl og ævintýri fremur en starf. Hann stofnaði Matreiðsluskólann, starfaði, eins og áður sagði hjá forsetaembættinu, hann starfaði lengi í Bandaríkjunum og var þar sérstakur sendiherra íslenska fiskinn, hann var í fyrsta kokkalandsliðinu sem keppti fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi og þannig má lengi áfram telja. Hilmar bætti þá við mikilvægum kafla í söguna um Einvígi aldarinnar en hann starfaði á Hótel Loftleiðum þegar það fór fram og má í raun segja að hann hafi bjargað því sem bjargað varð, þegar Bobby Fischer var að sligast undan álaginu. Vísir ræddi sérstaklega við Hilmar um það atvik. Andlát Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þannig komst Hilmar sjálfur að orði í samtali við Elínu Albertsdóttur árið 2015 en hann var matreiðslumeistari Vigdísar Finnbogadóttur meðan hún gegndi embætti forseta Íslands. Hann sá um allar opinberar veislur fyrir Vigdísi og fór með henni í ferðalög út fyrir landsteina. Þá voru gestir 350-400 og ekkert mátti klikka en Hilmar tók því sem á gekk sem öðru með stóískri ró. Veitingageirinn.is hefur sent frá sér tilkynningu um fráfall Hilmars en þar segir að þær sorglegu fréttir hafi verið að berast að einn af okkar dáðustu matreiðslumeisturum væri látinn. „Hilmar Bragi Jónsson lést á Torrevieja á Spáni nú í morgun 11. september, 81 árs að aldri.“ Þar kemur fram að Hilmar hafi legið á spítala frá 3. ágúst vegna sýkingar í hjarta, tengt hjartaaðgerð sem hann fór í fyrir um 25 árum. Lyfin virtust vera að virka en hjartað hefur gefið sig. Hilmar var ekkill, hann bjó síðustu ár ævi sinnar á Spáni. Kona Hilmars, Elín Káradóttir, var ráðskona á Bessastöðum en hún veiktist og féll frá fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust tvö börn. Afrekslisti Hilmars er langur og mikill en hann talaði ævinlega um matreiðsluna sem lífsstíl og ævintýri fremur en starf. Hann stofnaði Matreiðsluskólann, starfaði, eins og áður sagði hjá forsetaembættinu, hann starfaði lengi í Bandaríkjunum og var þar sérstakur sendiherra íslenska fiskinn, hann var í fyrsta kokkalandsliðinu sem keppti fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi og þannig má lengi áfram telja. Hilmar bætti þá við mikilvægum kafla í söguna um Einvígi aldarinnar en hann starfaði á Hótel Loftleiðum þegar það fór fram og má í raun segja að hann hafi bjargað því sem bjargað varð, þegar Bobby Fischer var að sligast undan álaginu. Vísir ræddi sérstaklega við Hilmar um það atvik.
Andlát Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira