Vildi vernda De Ligt með því að taka hann af velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2024 19:30 De Ligt og Virgil van Dijk, fyrirliði Hollands. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Þjálfari Hollands Ronald Koeman sagðist hafa verið að vernda Matthijs de Ligt, sem gekk nýverið í raðir Manchester United, þegar varnarmaðurinn var tekinn af velli í hálfleik gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Leikurinn fór fram á gamla heimavelli De Ligt í Amsterdam en hann lék á sínum tíma með Ajax þar á bæ. Staðan í hálfleik var 2-1 gestunum í vil og var hægt að benda á De Ligt sem sökudólg í báðum þeirra. Holland skoraði snemma í síðari hálfleik og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. Í fyrra marki Þýskalands átti hinn 25 ára gamli De Ligt slæma sendingu út úr vörninni og í því síðara þá náði hann ekki að hreinsa almennilega frá marki. Það var ekki við hann einan að sakast þar en eftir að hafa verið heldur kærulaus gegn Bosníu og Hersegóvínu í leiknum á undan ákvað Koeman að taka miðvörðinn af velli. „Auðvitað hefði ég viljað halda honum inn á vellinum en það virðist sem svo að hann sé að fara í gegnum tímabil þar sem honum er refsað fyrir hver einustu mistök sem hann gerir,“ sagði Koeman eftir leik. „Ég gaf honum annað tækifæri í leiknum gegn Þýskalandi en ákvað á endanum að vernda hann með því að taka hann af velli,“ bætti Koeman við. De Ligt gekk í raðir Man United í síðasta mánuði en hann hefur einnig spilað fyrir Bayern München, Juventus og uppeldisfélagið Ajax. Hann hefur ekki byrjað tímabilið frábærlega á Englandi en Man United steinlá fyrir erkifjendum sínum í Liverpool fyrir landsleikjahléið. Nú er að bíða og sjá hvort þessar slæmu frammistöður muni elta De Ligt til Englands eða hvort hann geti skilið þær eftir og minnt fólk á af hverju hann var talinn einn efnilegasti miðvörður heims á sínum tíma. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Leikurinn fór fram á gamla heimavelli De Ligt í Amsterdam en hann lék á sínum tíma með Ajax þar á bæ. Staðan í hálfleik var 2-1 gestunum í vil og var hægt að benda á De Ligt sem sökudólg í báðum þeirra. Holland skoraði snemma í síðari hálfleik og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. Í fyrra marki Þýskalands átti hinn 25 ára gamli De Ligt slæma sendingu út úr vörninni og í því síðara þá náði hann ekki að hreinsa almennilega frá marki. Það var ekki við hann einan að sakast þar en eftir að hafa verið heldur kærulaus gegn Bosníu og Hersegóvínu í leiknum á undan ákvað Koeman að taka miðvörðinn af velli. „Auðvitað hefði ég viljað halda honum inn á vellinum en það virðist sem svo að hann sé að fara í gegnum tímabil þar sem honum er refsað fyrir hver einustu mistök sem hann gerir,“ sagði Koeman eftir leik. „Ég gaf honum annað tækifæri í leiknum gegn Þýskalandi en ákvað á endanum að vernda hann með því að taka hann af velli,“ bætti Koeman við. De Ligt gekk í raðir Man United í síðasta mánuði en hann hefur einnig spilað fyrir Bayern München, Juventus og uppeldisfélagið Ajax. Hann hefur ekki byrjað tímabilið frábærlega á Englandi en Man United steinlá fyrir erkifjendum sínum í Liverpool fyrir landsleikjahléið. Nú er að bíða og sjá hvort þessar slæmu frammistöður muni elta De Ligt til Englands eða hvort hann geti skilið þær eftir og minnt fólk á af hverju hann var talinn einn efnilegasti miðvörður heims á sínum tíma.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira