Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2024 18:50 Úr leik kvöldsins. @ehfcl Íslendingarnir í Kolstad og liðsfélagar þeirra áttu fínan leik gegn ógnarsterku liði Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Á endanum máttu þeir þó játa sig sigraða, lokatölur í Noregi 30-35. Munurinn var vissulega orðinn sjö mörk í hálfleik, staðan þá 13-20. Í síðari hálfleik beit Kolstad frá sér og tókst að minnka muninn í aðeins tvö mörk eftir að skora fjögur mörk í röð. Nær komust heimamenn ekki og Börsungar unnu leikinn nokkuð örugglega. That's why we love handball! 🫶Fair play to Emil Nielsen 🤝#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/iXzJHiauBT— EHF Champions League (@ehfcl) September 11, 2024 Sveinn Jóhannsson var markahæstur Íslendinganna í liði Kolstad með þrjú mörk. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar á meðan Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark. Í liði Barcelona var Dika Mem markahæstur með sex mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlakeppninni Meistaradeildarinnar og Barcelona því komið með tvö stig á meðan Kolstad er án stiga. 𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓𝐁𝐚𝐫𝐜̧𝐚 take their first win of the season against 𝐊𝐨𝐥𝐬𝐭𝐚𝐝 𝐇𝐚̊𝐧𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝! 𝑬𝒎𝒊𝒍 𝑵𝒊𝒆𝒍𝒔𝒆𝒏 stands out with 12 saves in his team's 35:30 away win! 🔥#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/FKt8lhJ0m5— EHF Champions League (@ehfcl) September 11, 2024 Í Portúgal skoraði Stiven Tobar Valencia tvö mörk í sjö marka útisigri Benfica á Madeira. Eftir tap í fyrstu umferð er Benfica því komið á blað. Súrt bikartap í Svíþjóð Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði ekki skot þegar lið hennar Aarhus United tapaði með fimm mörkum gegn Team Esbjerg í dönsku efstu deild kvenna, lokatölur þar 31-26. Í Svíþjóð töpuðu Aldís Ásta Heimisdóttir og stöllur í Skara í bikarnum gegn Onnereds. Lokatölur 26-23 sem þýðir að Onnereds vinnur einvígið með minnsta mun, 49-48. Aldís Ásta skoraði fjögur mörk í leiknum. Þá töpuðu Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í svissneska liðinu Kadetten með tveggja marka mun gegn á heimavelli gegn Kriens, lokatölur 36-38. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Sænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
Munurinn var vissulega orðinn sjö mörk í hálfleik, staðan þá 13-20. Í síðari hálfleik beit Kolstad frá sér og tókst að minnka muninn í aðeins tvö mörk eftir að skora fjögur mörk í röð. Nær komust heimamenn ekki og Börsungar unnu leikinn nokkuð örugglega. That's why we love handball! 🫶Fair play to Emil Nielsen 🤝#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/iXzJHiauBT— EHF Champions League (@ehfcl) September 11, 2024 Sveinn Jóhannsson var markahæstur Íslendinganna í liði Kolstad með þrjú mörk. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar á meðan Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark. Í liði Barcelona var Dika Mem markahæstur með sex mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlakeppninni Meistaradeildarinnar og Barcelona því komið með tvö stig á meðan Kolstad er án stiga. 𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓𝐁𝐚𝐫𝐜̧𝐚 take their first win of the season against 𝐊𝐨𝐥𝐬𝐭𝐚𝐝 𝐇𝐚̊𝐧𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝! 𝑬𝒎𝒊𝒍 𝑵𝒊𝒆𝒍𝒔𝒆𝒏 stands out with 12 saves in his team's 35:30 away win! 🔥#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/FKt8lhJ0m5— EHF Champions League (@ehfcl) September 11, 2024 Í Portúgal skoraði Stiven Tobar Valencia tvö mörk í sjö marka útisigri Benfica á Madeira. Eftir tap í fyrstu umferð er Benfica því komið á blað. Súrt bikartap í Svíþjóð Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði ekki skot þegar lið hennar Aarhus United tapaði með fimm mörkum gegn Team Esbjerg í dönsku efstu deild kvenna, lokatölur þar 31-26. Í Svíþjóð töpuðu Aldís Ásta Heimisdóttir og stöllur í Skara í bikarnum gegn Onnereds. Lokatölur 26-23 sem þýðir að Onnereds vinnur einvígið með minnsta mun, 49-48. Aldís Ásta skoraði fjögur mörk í leiknum. Þá töpuðu Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í svissneska liðinu Kadetten með tveggja marka mun gegn á heimavelli gegn Kriens, lokatölur 36-38.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Sænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira