„Spilaborgin hrynur einn daginn“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. september 2024 08:02 „Horft raunsætt á málið mun þetta snúast um það að reyna að halda sjó og ströggla frá einni krísu til þeirrar næstu. Það er erfitt að spá fyrir um það hversu lengi þetta mun halda áfram með þeim hætti en það getur ekki gengið þannig endalaust,“ sagði dr. Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusambandsins, í samtali við brezka dagblaðið Daily Telegraph í október 2016. Skírskotaði hann þar til evrusvæðisins og alvarlegra veikleika í umgjörðinni í kringum evruna sem enn hafa ekki verið lagfærðir. „Spilaborgin hrynur einn daginn,“ sagði Issing enn fremur en sjálfur er hann mikill Evrópusambandssinni og var einn af þeim sem komu að því að leggja drögin að evruvæðinu á sínum tíma. Þannig hefði verið staðið með röngum hætti að tilurð svæðisins í byrjun og allar götur síðan hafi leiðin legið niður á við. Evran hefði einfaldlega verið svikin af stjórnmálunum. Hefði hagfræði ráðið ferðinni en ekki pólitíkin hefði evrusvæðið í mesta lagi náð til ríkja sem ættu næga efnahagslega samleið til þess að mynda eitt myntbandalag. Hins vegar réð sú pólitík förinni að að evran væri stórt skref í áttina að því lokamarkmiði samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til verði eitt sambandsríki. Til dæmis kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið sambandsríki. Síðan hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á lokamarkmiðið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Meingallað allt frá byrjun Margoft hefur verið bent á þá staðreynd að ekkert myntbandalag í sögunni hafi lifað af til lengri tíma án þess að vera tengt einu ríki. Innan evrusvæðisins er ein peningastefna en tuttugu oft á tíðum afar ólíkar efnahagsstefnur. Venjulega þykir það nógu snúið verkefni að samræma eina peningastefnu og eina efnahagsstefnu. Ófáir virtir hagfræðingar hafa lýst þeirri skoðun sinni að eina leiðin til þess að evrusvæðið eins og það var hannað eigi einhverja framtíðarmöguleika sé að Evrópusambandið verði endanlega að einu ríki. Til dæmis hefur evrusvæðið aldrei uppfyllt þau fjögur skilyrði sem lögð eru til grundvallar kenningar kanadíska hagfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Roberts Mundell um hið hagkvæma myntsvæði sem það er þó sagt reist á. Skilyrðin eru hliðstæð hagsveifla, mikill hreyfanleiki vinnuafls, sveigjanleg laun og sameiginlegt kerfi til þess að flytja fé þangað sem þess er þörf. Yfirleitt í formi skattheimtu. Mundell hefur sagt nægjanlegt að uppfylla einungis eitt af skilyrðunum en evrusvæðið hefur til þessa ekki einu sinni gert það. Fleiri fyrrverandi forystumenn innan Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum af framtíð evrusvæðisins. Þar á meðal Jacques Delors sem var forseti framkvæmdastjórnar sambandsins þegar grunnurinn var lagður að svæðinu. Delors sagði þannig í viðtali við Daily Telegraph í desember 2011 að evrusvæðið hefði verið meingallað frá upphafi og að evrópskir stjórnmálamenn hefðu ekki viljað horfast í augu við það. „Fjármálaráðherrarnir vildu ekki sjá neitt sem þeim líkaði ekki og sem þeir myndu neyðast til þess að taka á.“ Líkt við slæmt hjónaband Tekið er undir sjónarmið Delors um að evrusvæðið hafi verið gallað frá fæðingu í grein sem birtist á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian 10. ágúst 2016 og er úrdráttur úr bók Josephs Stiglitz, hagfræðings og nóbelsverðlaunahafa, The Euro and Its Threat to the Future of Europe en hann verður seint vændur um það að vera andstæðingur evrunnar. Segir þar að umgjörð evrunnar væri ástæðan fyrir slæmri efnahagslegri frammistöðu evrusvæðisins og margvíslegum krísum sem orðið hefðu innan þess. „Fjölbreytileiki Evrópu hafði verið styrkur álfunnar. Það er ekki auðvelt að láta sameiginlegan gjaldmiðill virka fyrir svæði sem er gríðarlega ólíkt efnahagslega og pólitískt. Sameiginlegur gjaldmiðill felur í sér fast gengi fyrir öll ríkin sem og vexti. Jafnvel þó það endurspeglaði aðstæður í meirihluta ríkjanna með tilliti til efnahagslegs fjölbreytileika svæðisins þarf að vera til staðar fjöldi stofnana sem geta aðstoðað þau ríki sem stefnan hentar ekki,“ segir enn fremur í greininni. Slíkar stofnanir hefðu ekki verið settar á laggirnar. Forystumenn Evrópusambandsins eru gagnrýndir í greininni fyrir það að kenna ríkjunum alfarið um ástandið á evrusvæðinu og neita að horfa í eigin barm. Þá segir að evrusvæðinu hafi oft verið líkt við slæmt hjónaband sem aldrei hefði átt að stofna til. Hér áður hafi hjónabandsráðgjafar lagt áherzlu á að bjarga hjónabandinu en í dag væri fyrst spurt hvort rétt væri að gera það. „Kostnaður við skilnað, bæði fjárhagslegur og tilfinningalegur, kann að vera mjög mikill. En kostnaðurinn við að vera áfram saman getur verið enn meiri.“ Heitir réttu nafni stöðnun Mjög langur vegur er þannig frá því að þeir einu sem hafi varað við því að evrusvæðið stæði á brauðfótum og gæti fyrir vikið liðið undir lok hafi verið einhverjir sem eru andvígir evrunni. Þvert á móti hefur enginn skortur verið á Evrópusambandssinnum sem varað hafa við því sama. Einfaldlega vegna þess að það er rétt. Evran sem slík er ekki vandamálið frekar en krónan heldur sú efnahagslega umgjörð sem henni hefur verið sköpuð. Einkum sá veruleiki að hún nær til ríkja sem engan veginn eiga næga samleið efnahagslega til þess. Vonbrigði með evrusvæðið hafa verið mikil eins og komið er til að mynda bæði inn á í máli Issings og Stiglitz enda hefur það ekki staðið undir væntingum nema að mjög takmörkuðu leyti. Þannig hefur efnahagsástandið víðast hvar innan svæðisins á undanförnum árum einkennzt af litlum sem engum hagvexti, viðvarandi miklu atvinnuleysi, lítilli framleiðni og takmarkaðri nýsköpun. Jafnvel á uppgangstímum í heiminum hefur efnahagsleg stöðun einkennt svæðið. Stöðugleiki evrusvæðisins heitir þannig réttu nafni stöðnun. Fyrir vikið er skiljanlegt að talsmenn inngöngu í Evrópusambandið tali svo gott sem eingöngu um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar. Ástæðan er einfaldlega sú að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Þvert á móti. Raunar eru vextirnir það ekki heldur enda alls ekki birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur sem fyrr segir viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar. Tilgangur lágra vaxta er jú einkum sá að reyna að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
„Horft raunsætt á málið mun þetta snúast um það að reyna að halda sjó og ströggla frá einni krísu til þeirrar næstu. Það er erfitt að spá fyrir um það hversu lengi þetta mun halda áfram með þeim hætti en það getur ekki gengið þannig endalaust,“ sagði dr. Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusambandsins, í samtali við brezka dagblaðið Daily Telegraph í október 2016. Skírskotaði hann þar til evrusvæðisins og alvarlegra veikleika í umgjörðinni í kringum evruna sem enn hafa ekki verið lagfærðir. „Spilaborgin hrynur einn daginn,“ sagði Issing enn fremur en sjálfur er hann mikill Evrópusambandssinni og var einn af þeim sem komu að því að leggja drögin að evruvæðinu á sínum tíma. Þannig hefði verið staðið með röngum hætti að tilurð svæðisins í byrjun og allar götur síðan hafi leiðin legið niður á við. Evran hefði einfaldlega verið svikin af stjórnmálunum. Hefði hagfræði ráðið ferðinni en ekki pólitíkin hefði evrusvæðið í mesta lagi náð til ríkja sem ættu næga efnahagslega samleið til þess að mynda eitt myntbandalag. Hins vegar réð sú pólitík förinni að að evran væri stórt skref í áttina að því lokamarkmiði samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til verði eitt sambandsríki. Til dæmis kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið sambandsríki. Síðan hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á lokamarkmiðið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Meingallað allt frá byrjun Margoft hefur verið bent á þá staðreynd að ekkert myntbandalag í sögunni hafi lifað af til lengri tíma án þess að vera tengt einu ríki. Innan evrusvæðisins er ein peningastefna en tuttugu oft á tíðum afar ólíkar efnahagsstefnur. Venjulega þykir það nógu snúið verkefni að samræma eina peningastefnu og eina efnahagsstefnu. Ófáir virtir hagfræðingar hafa lýst þeirri skoðun sinni að eina leiðin til þess að evrusvæðið eins og það var hannað eigi einhverja framtíðarmöguleika sé að Evrópusambandið verði endanlega að einu ríki. Til dæmis hefur evrusvæðið aldrei uppfyllt þau fjögur skilyrði sem lögð eru til grundvallar kenningar kanadíska hagfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Roberts Mundell um hið hagkvæma myntsvæði sem það er þó sagt reist á. Skilyrðin eru hliðstæð hagsveifla, mikill hreyfanleiki vinnuafls, sveigjanleg laun og sameiginlegt kerfi til þess að flytja fé þangað sem þess er þörf. Yfirleitt í formi skattheimtu. Mundell hefur sagt nægjanlegt að uppfylla einungis eitt af skilyrðunum en evrusvæðið hefur til þessa ekki einu sinni gert það. Fleiri fyrrverandi forystumenn innan Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum af framtíð evrusvæðisins. Þar á meðal Jacques Delors sem var forseti framkvæmdastjórnar sambandsins þegar grunnurinn var lagður að svæðinu. Delors sagði þannig í viðtali við Daily Telegraph í desember 2011 að evrusvæðið hefði verið meingallað frá upphafi og að evrópskir stjórnmálamenn hefðu ekki viljað horfast í augu við það. „Fjármálaráðherrarnir vildu ekki sjá neitt sem þeim líkaði ekki og sem þeir myndu neyðast til þess að taka á.“ Líkt við slæmt hjónaband Tekið er undir sjónarmið Delors um að evrusvæðið hafi verið gallað frá fæðingu í grein sem birtist á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian 10. ágúst 2016 og er úrdráttur úr bók Josephs Stiglitz, hagfræðings og nóbelsverðlaunahafa, The Euro and Its Threat to the Future of Europe en hann verður seint vændur um það að vera andstæðingur evrunnar. Segir þar að umgjörð evrunnar væri ástæðan fyrir slæmri efnahagslegri frammistöðu evrusvæðisins og margvíslegum krísum sem orðið hefðu innan þess. „Fjölbreytileiki Evrópu hafði verið styrkur álfunnar. Það er ekki auðvelt að láta sameiginlegan gjaldmiðill virka fyrir svæði sem er gríðarlega ólíkt efnahagslega og pólitískt. Sameiginlegur gjaldmiðill felur í sér fast gengi fyrir öll ríkin sem og vexti. Jafnvel þó það endurspeglaði aðstæður í meirihluta ríkjanna með tilliti til efnahagslegs fjölbreytileika svæðisins þarf að vera til staðar fjöldi stofnana sem geta aðstoðað þau ríki sem stefnan hentar ekki,“ segir enn fremur í greininni. Slíkar stofnanir hefðu ekki verið settar á laggirnar. Forystumenn Evrópusambandsins eru gagnrýndir í greininni fyrir það að kenna ríkjunum alfarið um ástandið á evrusvæðinu og neita að horfa í eigin barm. Þá segir að evrusvæðinu hafi oft verið líkt við slæmt hjónaband sem aldrei hefði átt að stofna til. Hér áður hafi hjónabandsráðgjafar lagt áherzlu á að bjarga hjónabandinu en í dag væri fyrst spurt hvort rétt væri að gera það. „Kostnaður við skilnað, bæði fjárhagslegur og tilfinningalegur, kann að vera mjög mikill. En kostnaðurinn við að vera áfram saman getur verið enn meiri.“ Heitir réttu nafni stöðnun Mjög langur vegur er þannig frá því að þeir einu sem hafi varað við því að evrusvæðið stæði á brauðfótum og gæti fyrir vikið liðið undir lok hafi verið einhverjir sem eru andvígir evrunni. Þvert á móti hefur enginn skortur verið á Evrópusambandssinnum sem varað hafa við því sama. Einfaldlega vegna þess að það er rétt. Evran sem slík er ekki vandamálið frekar en krónan heldur sú efnahagslega umgjörð sem henni hefur verið sköpuð. Einkum sá veruleiki að hún nær til ríkja sem engan veginn eiga næga samleið efnahagslega til þess. Vonbrigði með evrusvæðið hafa verið mikil eins og komið er til að mynda bæði inn á í máli Issings og Stiglitz enda hefur það ekki staðið undir væntingum nema að mjög takmörkuðu leyti. Þannig hefur efnahagsástandið víðast hvar innan svæðisins á undanförnum árum einkennzt af litlum sem engum hagvexti, viðvarandi miklu atvinnuleysi, lítilli framleiðni og takmarkaðri nýsköpun. Jafnvel á uppgangstímum í heiminum hefur efnahagsleg stöðun einkennt svæðið. Stöðugleiki evrusvæðisins heitir þannig réttu nafni stöðnun. Fyrir vikið er skiljanlegt að talsmenn inngöngu í Evrópusambandið tali svo gott sem eingöngu um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar. Ástæðan er einfaldlega sú að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Þvert á móti. Raunar eru vextirnir það ekki heldur enda alls ekki birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur sem fyrr segir viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar. Tilgangur lágra vaxta er jú einkum sá að reyna að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun