Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2024 09:02 Jared Isaacman fyrir utan Dragon-geimfar SpaceX. SpaceX Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. Uppfært: Geimgöngunni er lokið og gekk allt að óskum. Þegar þetta er skrifað er verið að fylla geimfarið aftur af súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Geimfarið er á um 25 þúsund kílómetra hraða. Þegar mest var fór geimfarið í um 1.400 kílómetra fjarlægð frá jörðu en það er hærra en nokkur maður hefur farið frá tímum Apollo-ferðanna til tunglsins. Gemini 11 fór í 1.373 kílómetra hæð árið 1966. Geimferðin kallast Polaris Dawn og var geimförunum skotið á loft um borð í Dragon-geimfari SpaceX á þriðjudaginn. Today’s spacewalk is the first extravehicular activity (EVA) using commercially developed hardware, procedures, and the new SpaceX EVA suit— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Jared Isaacman leiðir förina, en með honum eru þau Kidd Poteet, Sarah Gillis og Anna Menon en þær tvær síðastnefndu starfa fyrir SpaceX. Isaacman leiddi einnig Inspiration4 og fjármagnaði báðar geimferðirnar. Sjá einnig: Ætla í fyrstu borgaralegu geimgönguna Isaacman og Gillis munu fara úr geimfarinu í dag en Poteet og Menon verða áfram inni. Þau verða þó öll í geimbúningum, þar sem geimfarið verður opnað. Dragon býður ekki upp á aðstöðu til geimgöngu án þess að tæma allt geimfarið af súrefni og opna það. Tæknilega séð má færa rök fyrir því að Poteet og Menon fari einnig fara í geimgöngu, þó þau muni ekki yfirgefa geimfarið. Isaacman og Gillis munu verja tólf mínútum hvort fyrir utan geimfarið og þar eiga þau meðal annars að gera tilraunir með nýja geimbúninga SpaceX. Fylgjast má með útsendingu SpaceX frá geimgöngunni í spilaranum hér að neðan. Geimgangan sjálf á að hefjast fyrir klukkan tíu. Watch Dragon’s first spacewalk with the @PolarisProgram’s Polaris Dawn crew https://t.co/svdJRkGN7K— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Fréttin verður uppfærð. SpaceX Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Uppfært: Geimgöngunni er lokið og gekk allt að óskum. Þegar þetta er skrifað er verið að fylla geimfarið aftur af súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Geimfarið er á um 25 þúsund kílómetra hraða. Þegar mest var fór geimfarið í um 1.400 kílómetra fjarlægð frá jörðu en það er hærra en nokkur maður hefur farið frá tímum Apollo-ferðanna til tunglsins. Gemini 11 fór í 1.373 kílómetra hæð árið 1966. Geimferðin kallast Polaris Dawn og var geimförunum skotið á loft um borð í Dragon-geimfari SpaceX á þriðjudaginn. Today’s spacewalk is the first extravehicular activity (EVA) using commercially developed hardware, procedures, and the new SpaceX EVA suit— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Jared Isaacman leiðir förina, en með honum eru þau Kidd Poteet, Sarah Gillis og Anna Menon en þær tvær síðastnefndu starfa fyrir SpaceX. Isaacman leiddi einnig Inspiration4 og fjármagnaði báðar geimferðirnar. Sjá einnig: Ætla í fyrstu borgaralegu geimgönguna Isaacman og Gillis munu fara úr geimfarinu í dag en Poteet og Menon verða áfram inni. Þau verða þó öll í geimbúningum, þar sem geimfarið verður opnað. Dragon býður ekki upp á aðstöðu til geimgöngu án þess að tæma allt geimfarið af súrefni og opna það. Tæknilega séð má færa rök fyrir því að Poteet og Menon fari einnig fara í geimgöngu, þó þau muni ekki yfirgefa geimfarið. Isaacman og Gillis munu verja tólf mínútum hvort fyrir utan geimfarið og þar eiga þau meðal annars að gera tilraunir með nýja geimbúninga SpaceX. Fylgjast má með útsendingu SpaceX frá geimgöngunni í spilaranum hér að neðan. Geimgangan sjálf á að hefjast fyrir klukkan tíu. Watch Dragon’s first spacewalk with the @PolarisProgram’s Polaris Dawn crew https://t.co/svdJRkGN7K— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Fréttin verður uppfærð.
SpaceX Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira