Hugrenningar forstöðumanns Dögg Þrastardóttir skrifar 12. september 2024 14:00 Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum sem les fréttir eða skoðar samfélagsmiðla að hnífaburður meðal ungmenna hefur aukist og allir eru á tánum hvað við getum gert í þessum efnum. Við erum hrædd um ungmennin okkar en ég upplifi líka að fólk sé hrætt við þau. Hið minnsta er fólk hrætt við að hafa starfsemi sem hjálpar þeim í návígi við sig að því er virðist en vill samt að starfsemin sé til staðar. En hvar á hún þá að vera? Þar sem enginn er? Langt frá allri þjónustu? Afskekkt þar sem erfitt er að manna með fólki sem hefur þekkingu og eða reynslu á þessu sviði? Hvar viljum við hafa börnin? Þar sem þau eru ekki fyrir, því þau mega ekki taka pláss né tilheyra? Ég velti því fyrir mér hvernig fólk sér fyrir sér að starf á meðferðarheimili með unglingum sem flest hver hafa verið á mjög slæmum stað í lífinu og jafnvel gert hluti sem þau sjá eftir? Ætli starfið sé ekki barningur dag eftir dag? Þau að beita ofbeldi statt og stöðugt? Með hnífum? Mikil neysla? Brotið og bramlað? Stutta svarið við þessu er nei, þetta er ekki þannig. Heilt yfir gengur starfið og vinnan með ungmennunum vel. Starfið byggir á að koma inn rútínu s.s. að vakna á morgnana, borða á matmálstímum ásamt því að ýta undir virkni, hvort sem það er að mæta í skóla eða vinnu. Þá erum við að vinna með einstaklinginn í hópatímum og einstaklingstímum. Flesta daga er tómstundum sinnt og um helgar brjótum við upp starfið með minni eða stærri afþreyingu. Allt er þetta unnið út frá hverjum og einum. Við vinnum út frá hugmyndafræði um stöðustyrkjandi viðmót (e: status dynamic approach), áfallamiðaða nálgun (e: trauma informed care) og áhugahvetjandi samtal (e: motivational interviewing (MI)). Stöðustyrkjandi viðmót er aðferð notuð til að styrkja stöðu einstaklings. Áfallamiðuð nálgun byggir á þeirri forsendu að fjölmargir eigi sér sögu um áföll. Því sé mikilvægt að skapa ekki aðstæður sem ýta undir áfallaviðbrögð heldur stöðugt og öruggt umhverfi sem eflir jákvæðan þroska. Áhugahvetjandi samtal er einstaklingsmiðuð leið sem byggir á samvinnu og leiðbeiningu til að kalla fram og styrkja innri áhugahvöt einstaklinga til breytinga. Oftast nær gengur dagurinn mjög vel fyrir sig og hópurinn er virkur en stundum koma tímabil þar sem einhverjir eiga erfitt með að vakna á morgnana og koma sér í virkni og er það þá algengasta áskorunin. En auðvitað verða líka uppákomur, jafnvel mjög erfiðar uppákomur. Þær eru sem betur fer sjaldgæfar og er starfsfólkið þjálfað í að takast á við þær. Þegar annað gengur ekki þá fáum við aðstoð frá lögreglu. Nágrannar eða þeir sem keyra framhjá verða einskis varir nema þá að þeir sjái lögreglubíl. Allskonar getur vissulega gerst. Lang oftast fáum við að sjá góðu hliðarnar hjá krökkunum, hvers þau eru megn, hvaða hæfileikum þau eru gædd og reynum að ýta undir þá. Því trúið mér, þau hafa flest hver alveg fengið að kynnast því á ólíkum sviðum hvað þau eru ómöguleg. Þau þurfa að öðlast trú á sér, byggja sig upp, finna að þau tilheyri og fái pláss. Gefum þeim pláss og leyfum þeim að finna að þau tilheyri! Því þrátt fyrir allt þá eru þetta góðir krakkar með slæma reynslu á bakinu. Höfundur er forstöðumaður á Meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem leitar að logandi ljósi að húsnæði undir starfsemina sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vopnaburður barna og ungmenna Meðferðarheimili Rangárþing ytra Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum sem les fréttir eða skoðar samfélagsmiðla að hnífaburður meðal ungmenna hefur aukist og allir eru á tánum hvað við getum gert í þessum efnum. Við erum hrædd um ungmennin okkar en ég upplifi líka að fólk sé hrætt við þau. Hið minnsta er fólk hrætt við að hafa starfsemi sem hjálpar þeim í návígi við sig að því er virðist en vill samt að starfsemin sé til staðar. En hvar á hún þá að vera? Þar sem enginn er? Langt frá allri þjónustu? Afskekkt þar sem erfitt er að manna með fólki sem hefur þekkingu og eða reynslu á þessu sviði? Hvar viljum við hafa börnin? Þar sem þau eru ekki fyrir, því þau mega ekki taka pláss né tilheyra? Ég velti því fyrir mér hvernig fólk sér fyrir sér að starf á meðferðarheimili með unglingum sem flest hver hafa verið á mjög slæmum stað í lífinu og jafnvel gert hluti sem þau sjá eftir? Ætli starfið sé ekki barningur dag eftir dag? Þau að beita ofbeldi statt og stöðugt? Með hnífum? Mikil neysla? Brotið og bramlað? Stutta svarið við þessu er nei, þetta er ekki þannig. Heilt yfir gengur starfið og vinnan með ungmennunum vel. Starfið byggir á að koma inn rútínu s.s. að vakna á morgnana, borða á matmálstímum ásamt því að ýta undir virkni, hvort sem það er að mæta í skóla eða vinnu. Þá erum við að vinna með einstaklinginn í hópatímum og einstaklingstímum. Flesta daga er tómstundum sinnt og um helgar brjótum við upp starfið með minni eða stærri afþreyingu. Allt er þetta unnið út frá hverjum og einum. Við vinnum út frá hugmyndafræði um stöðustyrkjandi viðmót (e: status dynamic approach), áfallamiðaða nálgun (e: trauma informed care) og áhugahvetjandi samtal (e: motivational interviewing (MI)). Stöðustyrkjandi viðmót er aðferð notuð til að styrkja stöðu einstaklings. Áfallamiðuð nálgun byggir á þeirri forsendu að fjölmargir eigi sér sögu um áföll. Því sé mikilvægt að skapa ekki aðstæður sem ýta undir áfallaviðbrögð heldur stöðugt og öruggt umhverfi sem eflir jákvæðan þroska. Áhugahvetjandi samtal er einstaklingsmiðuð leið sem byggir á samvinnu og leiðbeiningu til að kalla fram og styrkja innri áhugahvöt einstaklinga til breytinga. Oftast nær gengur dagurinn mjög vel fyrir sig og hópurinn er virkur en stundum koma tímabil þar sem einhverjir eiga erfitt með að vakna á morgnana og koma sér í virkni og er það þá algengasta áskorunin. En auðvitað verða líka uppákomur, jafnvel mjög erfiðar uppákomur. Þær eru sem betur fer sjaldgæfar og er starfsfólkið þjálfað í að takast á við þær. Þegar annað gengur ekki þá fáum við aðstoð frá lögreglu. Nágrannar eða þeir sem keyra framhjá verða einskis varir nema þá að þeir sjái lögreglubíl. Allskonar getur vissulega gerst. Lang oftast fáum við að sjá góðu hliðarnar hjá krökkunum, hvers þau eru megn, hvaða hæfileikum þau eru gædd og reynum að ýta undir þá. Því trúið mér, þau hafa flest hver alveg fengið að kynnast því á ólíkum sviðum hvað þau eru ómöguleg. Þau þurfa að öðlast trú á sér, byggja sig upp, finna að þau tilheyri og fái pláss. Gefum þeim pláss og leyfum þeim að finna að þau tilheyri! Því þrátt fyrir allt þá eru þetta góðir krakkar með slæma reynslu á bakinu. Höfundur er forstöðumaður á Meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem leitar að logandi ljósi að húsnæði undir starfsemina sína.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun