Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 13. september 2024 07:02 „Hér er allt í fína lagi í þjóðfélaginu“, segir formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, en fylgið er hverfandi og því þurfum að leita rótanna og sveigja til hægri í pólitíkinni. „Við erum að gera góða hluti,“ segir sitjandi formaður VG, hefur þó áhyggjur af að fylgi flokksins sé horfið og því þurfi flokkurinn að sækja til upphafsins og fara til vinstri. „Þetta er allt að koma,“ segir formaður Framsóknarflokksins, eftir sjö ára stjórnarsetu en angrar hann samt að flokkurinn hafi misst annað hvert atkvæði frá síðustu kosningum og veit svo ekki alveg hvort hann vilji fara til hægri eða vinstri. Er það ekki einmitt DNA Framsóknarflokksins? Þessir þrír, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna, Bjarni Ben, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi eru sumsé býsna brattir, en samt áhyggjurfullir; einn vill til hægri, annar til vinstri og sá þriðji hingað og þangað. En þegar þeir eru spurðir um ríkisstjórnarsamstarfið, þá eru allir sammála, þótt þeir stefni í ólíkar áttir. Allt upp í loft Þessi lýsing á veruleikanum á stjórnarheimilinu eru dýrkeypt fyrir lífskjör fólksins í landinu þar sem hégómans prjál er tekið umfram velfarnað fólksins. Þjóðin fylgist með því í beinni útsendingu hvort Bjarni Benediktsson lifir sem formaður Sjálfstæðisflokksins fram að flokksþingi í febrúar næstkomandi. Varaformaður hans segist vonast til þess að verða formaður í næstu kosningabaráttu, sem þýðir að hún vilji formanninn á braut. Enginn vill verða nýr formaður Vinstri grænna, sem á að kjósa eftir nokkrar vikur. Að minnsta kosti sýnir enginn áhuga á því og lýsir framboði. Framsóknarflokkurinn kvartar yfir því að Samfylkingin hafi tekið yfir mál Framsóknarflokksins! Hvaða mál eru það, sem hægt er að hnupla af Framsókn? Þau eru ekki sýnileg, en þó merkilegar ítrekaðar yfirlýsingar formanns og varaformanns Framsóknarflokksins um þessi efni, að það væri sennilega bara betra að kjósa Samfyllkinguna, því hún væri með öll málin sem Framsókn lætur sig dreyma um! Pólitík snýst um meginatriði Á sama tíma og þessi þriggja flokka ríkisstjórn er á síðustu metrunum og fullkomlega tengslalaus við veruleika daglegs lífs hjá stærstum hluta almennings sem er að reyna að láta enda ná saman í grasserandi verðbólgu og með okurvöxtum, þá hugsar ríkisstjórnin fyrst og síðast um það hvernig hangið verður í stólunum. Við jafnaðarfólk í Samfylkingunni erum ekki að hrópa á torgum og lofa gulli og grænum skógum. Við erum ekki hluti af þessu drama á stjórnarheimilinu og þeim innanmeinum sem þar er að finna. En við vinnum okkar heimavinnu á sama tíma; við byggjum til framtíðar með skýrri stefnu í heilbrigðismálum, orku- og atvinnumálum og nú varðandi endurreisn húsnæðiskerfisins. Þær tillögur eru ígrundaðar, þær eru raunsæjar og til þess færar að koma okkur Íslendingum upp úr skotgröfum þreytu og uppgjafar núverandi valdhafa. Við erum ekki flokkur yfirboða heldur markvissar uppbyggingar. Við viljum nýtt upphaf; skapandi samfélag fyrir fólkið, atvinnulífið og velferðina. Við stöndum fyrir hugsjónir og erum með skýrar leiðir að þeim markmiðum. Við gerum sem við segjum. Valið er okkar Kosningar munu koma. Fyrr en síðar. Við erum tilbúin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins, leggjum við okkar mál fram og segjum um leið: á grundvelli jafnaðarstefnunnar erum við tilbúin til verkanna. Valkostirnir eru skýrir. Áframhaldandi moðsuða eða nýtt upphaf til sóknar fyrir íslenskt launafólk, fyrir öflugt atvinnulíf, fyrir velferðarkerfi sem stendur undir nafni. Já, þetta er nefnilega allt að koma; en eftir kosningar með jafnaðarfólki í forystu! Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
„Hér er allt í fína lagi í þjóðfélaginu“, segir formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, en fylgið er hverfandi og því þurfum að leita rótanna og sveigja til hægri í pólitíkinni. „Við erum að gera góða hluti,“ segir sitjandi formaður VG, hefur þó áhyggjur af að fylgi flokksins sé horfið og því þurfi flokkurinn að sækja til upphafsins og fara til vinstri. „Þetta er allt að koma,“ segir formaður Framsóknarflokksins, eftir sjö ára stjórnarsetu en angrar hann samt að flokkurinn hafi misst annað hvert atkvæði frá síðustu kosningum og veit svo ekki alveg hvort hann vilji fara til hægri eða vinstri. Er það ekki einmitt DNA Framsóknarflokksins? Þessir þrír, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna, Bjarni Ben, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi eru sumsé býsna brattir, en samt áhyggjurfullir; einn vill til hægri, annar til vinstri og sá þriðji hingað og þangað. En þegar þeir eru spurðir um ríkisstjórnarsamstarfið, þá eru allir sammála, þótt þeir stefni í ólíkar áttir. Allt upp í loft Þessi lýsing á veruleikanum á stjórnarheimilinu eru dýrkeypt fyrir lífskjör fólksins í landinu þar sem hégómans prjál er tekið umfram velfarnað fólksins. Þjóðin fylgist með því í beinni útsendingu hvort Bjarni Benediktsson lifir sem formaður Sjálfstæðisflokksins fram að flokksþingi í febrúar næstkomandi. Varaformaður hans segist vonast til þess að verða formaður í næstu kosningabaráttu, sem þýðir að hún vilji formanninn á braut. Enginn vill verða nýr formaður Vinstri grænna, sem á að kjósa eftir nokkrar vikur. Að minnsta kosti sýnir enginn áhuga á því og lýsir framboði. Framsóknarflokkurinn kvartar yfir því að Samfylkingin hafi tekið yfir mál Framsóknarflokksins! Hvaða mál eru það, sem hægt er að hnupla af Framsókn? Þau eru ekki sýnileg, en þó merkilegar ítrekaðar yfirlýsingar formanns og varaformanns Framsóknarflokksins um þessi efni, að það væri sennilega bara betra að kjósa Samfyllkinguna, því hún væri með öll málin sem Framsókn lætur sig dreyma um! Pólitík snýst um meginatriði Á sama tíma og þessi þriggja flokka ríkisstjórn er á síðustu metrunum og fullkomlega tengslalaus við veruleika daglegs lífs hjá stærstum hluta almennings sem er að reyna að láta enda ná saman í grasserandi verðbólgu og með okurvöxtum, þá hugsar ríkisstjórnin fyrst og síðast um það hvernig hangið verður í stólunum. Við jafnaðarfólk í Samfylkingunni erum ekki að hrópa á torgum og lofa gulli og grænum skógum. Við erum ekki hluti af þessu drama á stjórnarheimilinu og þeim innanmeinum sem þar er að finna. En við vinnum okkar heimavinnu á sama tíma; við byggjum til framtíðar með skýrri stefnu í heilbrigðismálum, orku- og atvinnumálum og nú varðandi endurreisn húsnæðiskerfisins. Þær tillögur eru ígrundaðar, þær eru raunsæjar og til þess færar að koma okkur Íslendingum upp úr skotgröfum þreytu og uppgjafar núverandi valdhafa. Við erum ekki flokkur yfirboða heldur markvissar uppbyggingar. Við viljum nýtt upphaf; skapandi samfélag fyrir fólkið, atvinnulífið og velferðina. Við stöndum fyrir hugsjónir og erum með skýrar leiðir að þeim markmiðum. Við gerum sem við segjum. Valið er okkar Kosningar munu koma. Fyrr en síðar. Við erum tilbúin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins, leggjum við okkar mál fram og segjum um leið: á grundvelli jafnaðarstefnunnar erum við tilbúin til verkanna. Valkostirnir eru skýrir. Áframhaldandi moðsuða eða nýtt upphaf til sóknar fyrir íslenskt launafólk, fyrir öflugt atvinnulíf, fyrir velferðarkerfi sem stendur undir nafni. Já, þetta er nefnilega allt að koma; en eftir kosningar með jafnaðarfólki í forystu! Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun