Menntun sem nýtist í starfi Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 13. september 2024 14:02 Þegar ég flutt til Íslands 2008 eftir 30 ára nám og störf erlendis var hugtakið sjálfbærni nær óþekkt. Fólk hváði þegar það spurði hvaða rannsóknir og kennslu ég væri að fást við. Íslenskir nemendur voru einnig meira og minna út á klaka, en erlendir nemendur höfðu dýpri þekkingu. Nú hafa íslensku nemendurnir náð svipaðri þekkingu og þeir erlendu. En sama er ekki að segja um ráðamenn. Umræðan fyrir 16 árum var líka furðuleg.Fólk í samfélaginu talaði um hve gott það væri að jörðin væri að hlýna því þá væri hægt að grilla meira á sumrin.Ein ung kona fór fram á hvítvín með humrinum í matvörubúðir. Hún er núna ráðherra. Kaldi bletturinn milli Íslands og grænlands er nú loksins komin í umræðuna hér á landi (sjá ýtarlega umfjöllun í Heimildinni 13. september). Kollegar mínir við háskólann í Bristol í Englandi þegar ég vann þar voru farnir að tala um að að kaldur blettur kæmi fram á loftslagslíkönum fyrir 20 árum.Þegar ég spurði hvað ylli þessari kólnun var svarið – það fer svo mikill varmi í að bjæða Grænlandsjökul – og vegna loftstrauma safnast kuldinn saman við suð-austurströnd Grænlands. Nú er þetta orðið að veruleika. Það kemur því vísindamönnum ekkert á óvart að á Íslandi sé farið að kólna. En hvað veldur skeytingarleysi stjórnvalda? Ég hef velt þessu mikið fyrir mér undanfarin ár og komist að þeirri niðurstöðu að í ráðherrastólum sitji allt of margir lögfræðingar og fólk án fagþekkingar á sínum málaflokkum. Lögfræðingar eru ágætir til síns brúks í dómskerfinu – en þar sem breiða þekkingu þarf eru þeir til lítils nýtandi (með fullri virðingu fyrir starfsmenn ráðuneyta með sérþekkingu). Förum yfir menntun flestra lögfæðinga, þeir eru menntaðir í máladeildum menntaskóla og fara síðan beint í lögfræði þar sem þeir læra að túlka lagabókstafi. Hvort að einhver er sekur eða ósekur skiptir engu máli – einungis þau gögn sem lögð eru fram skipta máli. Margir af þessum lögfræðingum fara í pólitík ungir og fara síðan á þing og ráðherrastóla. Þeir hafa sum sé enga þekkingu á raunvísindum og því ekki loftslagsmálum. Enda hefur ríkisstjórn Íslands ekki enn lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, þrátt fyrir að aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafi ítrekað nær grátbeðið ráðamenn að gera – núna síðast á degi jarðar í apríl. Þegar auglýstar eru stöður á stofnunum, í stjórsýslu og hjá fyrirtækjum er langur listi yfir þá þekkingu og reynslu sem fólk þarf að hafa – og rumsan endar yfirleitt alltaf á: „nám sem nýtist í starfi.“ Skoðum nú menntun þeirra sem sitja í ráðherrastólunum (það er vert rannsóknarefni að fara yfir menntun allra stjórmálamanna á Alþingi). Forsætisráðherra – lögfræðingur; Fjármála og efnahagsráðherra – dýralæknir; Félags og vinnumarkaðsráðherra og samstarfsráðherra – umhverfisfræðingur; Innviðaráðherra – BA í málvísindum og íslensku; Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra – lögfræðingur; Utanríkisráðherra – lögfræðingur; Menningar og viðskiptaráðherra – hagfræðingur; Mennta og barnamálaráðherra – BSc í búvísindum; Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra – lögfræðingur; Heibrigðisráðherra – viðskiptafræðingur með kennsluréttindi; Dómsmálaráðherra – mannfræðingur með jafnréttisfræði; Matvælaráðherra - kennaramenntuð með náms- og starfsráðgjöf. Það eru sum sé fjórir lögfræðingar af 12 ráðherrum eða 25% - já og allir sjálfstæðismenn – sem fólk ætti einnig að velta fyrir sér. Rýnum nú fyrst í hvort einhver ráðherra hafi „menntun sem nýtist í starfi.“ Það má deila um það hvort að menntun í lögfræði nýtist sem forsætisráðherra. En lögfræðimenntun nýtist ekki í starfi umhverfis-, orku- og loftslagráðherra, heldur ekki utanríkisráðherra eða háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Eini ráðherrann sem hefur einhverja menntun sem tengist sínu starfi er viðskiptaráðherra – sem er hagfræðingur en fær hins vegar einnig menningu á sína könnu.Við munum einnig að viðskiptaráðherra var dýralæknir árið 2008 líkt og fjármála- og efnahagsráðherra nú. Ég hef verið ásökuð um að vera „menntasnobb“ en mitt svar við því að menntun hafi verið mitt ævistarf. Við myndum aldrei spyrja lögfræðing eða hagfræðing álits á hvenær næst gýs á Reykjanesi. Það að hafa fólk sem virðist nákvæmlega vera sama um umhverfismál í ríkisstjórn gerir mig sorgmæddari en orð fái lýst. Þetta kemur fram í ómetnaðarfullri loftslagsáætlun ríkistjórnarinnar og óljósri áætlun um málefni sem tengjast sjálfbærni. Það dugar ekki að hafa óljósar áætlanir ef aðgerðaráætlanir með dagsetningum og hver gerir hvað vantar. Auk þess minntist forsætirráðherra ekkert á loftslagsmál í stefuræðu sinni sl. þriðjudag. Og það árið 2024 þar sem ljóst er að vera hlýjasta ár nútímans (nema á okkar hluta jarðarinnar). Sum sé ekki fleirri dagar til að grilla eins og gantast var um fyrir 15 árum. Ég minni á að síðan eftir hrun hefur fólk með sérþekkingu og verið kallað inn í ráðherrastóla sem tengjast fjármálum, dómsmálum og umhverfismálum. Það fólk stóð sig vel í sínum störfum. Hvers vegna hefur það gleymst að menntun nýtist í starfi? Í lokin er hér ákall frá mér til allra sem hafa þekkingu á raunvísindum að bjóða sig fram í stjórnmálavinnu nú strax og leitast eftir að vera efst á lista flokkanna í öllum kjördæmum umhverfis landið fyrir næstu kosningar. Með þekkingu að leiðarljósi getur Alþingi og ríkisstjórn gert kraftaverk í loftslagsmálum og verið fyrirmynd annarra þjóða. Höfundur er professor emerita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar ég flutt til Íslands 2008 eftir 30 ára nám og störf erlendis var hugtakið sjálfbærni nær óþekkt. Fólk hváði þegar það spurði hvaða rannsóknir og kennslu ég væri að fást við. Íslenskir nemendur voru einnig meira og minna út á klaka, en erlendir nemendur höfðu dýpri þekkingu. Nú hafa íslensku nemendurnir náð svipaðri þekkingu og þeir erlendu. En sama er ekki að segja um ráðamenn. Umræðan fyrir 16 árum var líka furðuleg.Fólk í samfélaginu talaði um hve gott það væri að jörðin væri að hlýna því þá væri hægt að grilla meira á sumrin.Ein ung kona fór fram á hvítvín með humrinum í matvörubúðir. Hún er núna ráðherra. Kaldi bletturinn milli Íslands og grænlands er nú loksins komin í umræðuna hér á landi (sjá ýtarlega umfjöllun í Heimildinni 13. september). Kollegar mínir við háskólann í Bristol í Englandi þegar ég vann þar voru farnir að tala um að að kaldur blettur kæmi fram á loftslagslíkönum fyrir 20 árum.Þegar ég spurði hvað ylli þessari kólnun var svarið – það fer svo mikill varmi í að bjæða Grænlandsjökul – og vegna loftstrauma safnast kuldinn saman við suð-austurströnd Grænlands. Nú er þetta orðið að veruleika. Það kemur því vísindamönnum ekkert á óvart að á Íslandi sé farið að kólna. En hvað veldur skeytingarleysi stjórnvalda? Ég hef velt þessu mikið fyrir mér undanfarin ár og komist að þeirri niðurstöðu að í ráðherrastólum sitji allt of margir lögfræðingar og fólk án fagþekkingar á sínum málaflokkum. Lögfræðingar eru ágætir til síns brúks í dómskerfinu – en þar sem breiða þekkingu þarf eru þeir til lítils nýtandi (með fullri virðingu fyrir starfsmenn ráðuneyta með sérþekkingu). Förum yfir menntun flestra lögfæðinga, þeir eru menntaðir í máladeildum menntaskóla og fara síðan beint í lögfræði þar sem þeir læra að túlka lagabókstafi. Hvort að einhver er sekur eða ósekur skiptir engu máli – einungis þau gögn sem lögð eru fram skipta máli. Margir af þessum lögfræðingum fara í pólitík ungir og fara síðan á þing og ráðherrastóla. Þeir hafa sum sé enga þekkingu á raunvísindum og því ekki loftslagsmálum. Enda hefur ríkisstjórn Íslands ekki enn lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, þrátt fyrir að aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafi ítrekað nær grátbeðið ráðamenn að gera – núna síðast á degi jarðar í apríl. Þegar auglýstar eru stöður á stofnunum, í stjórsýslu og hjá fyrirtækjum er langur listi yfir þá þekkingu og reynslu sem fólk þarf að hafa – og rumsan endar yfirleitt alltaf á: „nám sem nýtist í starfi.“ Skoðum nú menntun þeirra sem sitja í ráðherrastólunum (það er vert rannsóknarefni að fara yfir menntun allra stjórmálamanna á Alþingi). Forsætisráðherra – lögfræðingur; Fjármála og efnahagsráðherra – dýralæknir; Félags og vinnumarkaðsráðherra og samstarfsráðherra – umhverfisfræðingur; Innviðaráðherra – BA í málvísindum og íslensku; Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra – lögfræðingur; Utanríkisráðherra – lögfræðingur; Menningar og viðskiptaráðherra – hagfræðingur; Mennta og barnamálaráðherra – BSc í búvísindum; Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra – lögfræðingur; Heibrigðisráðherra – viðskiptafræðingur með kennsluréttindi; Dómsmálaráðherra – mannfræðingur með jafnréttisfræði; Matvælaráðherra - kennaramenntuð með náms- og starfsráðgjöf. Það eru sum sé fjórir lögfræðingar af 12 ráðherrum eða 25% - já og allir sjálfstæðismenn – sem fólk ætti einnig að velta fyrir sér. Rýnum nú fyrst í hvort einhver ráðherra hafi „menntun sem nýtist í starfi.“ Það má deila um það hvort að menntun í lögfræði nýtist sem forsætisráðherra. En lögfræðimenntun nýtist ekki í starfi umhverfis-, orku- og loftslagráðherra, heldur ekki utanríkisráðherra eða háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Eini ráðherrann sem hefur einhverja menntun sem tengist sínu starfi er viðskiptaráðherra – sem er hagfræðingur en fær hins vegar einnig menningu á sína könnu.Við munum einnig að viðskiptaráðherra var dýralæknir árið 2008 líkt og fjármála- og efnahagsráðherra nú. Ég hef verið ásökuð um að vera „menntasnobb“ en mitt svar við því að menntun hafi verið mitt ævistarf. Við myndum aldrei spyrja lögfræðing eða hagfræðing álits á hvenær næst gýs á Reykjanesi. Það að hafa fólk sem virðist nákvæmlega vera sama um umhverfismál í ríkisstjórn gerir mig sorgmæddari en orð fái lýst. Þetta kemur fram í ómetnaðarfullri loftslagsáætlun ríkistjórnarinnar og óljósri áætlun um málefni sem tengjast sjálfbærni. Það dugar ekki að hafa óljósar áætlanir ef aðgerðaráætlanir með dagsetningum og hver gerir hvað vantar. Auk þess minntist forsætirráðherra ekkert á loftslagsmál í stefuræðu sinni sl. þriðjudag. Og það árið 2024 þar sem ljóst er að vera hlýjasta ár nútímans (nema á okkar hluta jarðarinnar). Sum sé ekki fleirri dagar til að grilla eins og gantast var um fyrir 15 árum. Ég minni á að síðan eftir hrun hefur fólk með sérþekkingu og verið kallað inn í ráðherrastóla sem tengjast fjármálum, dómsmálum og umhverfismálum. Það fólk stóð sig vel í sínum störfum. Hvers vegna hefur það gleymst að menntun nýtist í starfi? Í lokin er hér ákall frá mér til allra sem hafa þekkingu á raunvísindum að bjóða sig fram í stjórnmálavinnu nú strax og leitast eftir að vera efst á lista flokkanna í öllum kjördæmum umhverfis landið fyrir næstu kosningar. Með þekkingu að leiðarljósi getur Alþingi og ríkisstjórn gert kraftaverk í loftslagsmálum og verið fyrirmynd annarra þjóða. Höfundur er professor emerita.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun