Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ber fulla ábyrgð á stöðunni! Haraldur Þór Jónsson skrifar 14. september 2024 12:03 Á mbl.is birtist í gær frétt undir fyrirsögninni „Þjóðin ber skaðann af þessari framgöngu“ (mbl.is). Þar segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að þjóðin beri skaða af framgöngu þeirra sem reyni að tefja fyrir grænni orkuöflun. Einnig segir ráðherrann að það sé ekki hugmyndin með kæruleiðum að menn séu að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Mikilvægt er að ráðherrann fari að átta sig á því að hann og sú ríkisstjórn sem hann er hluti af ber alla ábyrgðina á núverandi stöðu. Það er þjóðin sem ber skaðann af framgöngu ríkisstjórnarinnar í orkumálum og með framgöngu ráðherrans sem virðist hann alveg hafa gleymt því að hann er líka umhverfisráðherra (ekki bara orku- og loftslagsráðherra). Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur engin stórvirkjun farið af stað til að afla grænnar orku, engin! Í sjö ár hefur verið algjört virkjanastopp sem skrifa má á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og lélegt samráð við íbúa landsins, þá sérstaklega nærumhverfið þar sem virkjanir eiga að rísa. Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Sú vinna sem var unnin í verkefnastjórn rammaáætlunar skilaði þeirri niðurstöðu að mati verkefnastjórnunarinnar að ekki ætti að byggja Búrfellslund. Hálendi Íslands væri verðmætara en svo að setja ætti þar niður vindmyllur! Í vor lagði svo ráðherrann fram á Alþingi stefnumörkun til framtíðar í vindorku. Þar leggur hann það til að ekki eigi að byggja vindorkuverk innan miðhálendislínunnar, en þar á einmitt fyrirhugaður Búrfellslundur á að rísa, gegn vilja nærumhverfisins og gegn faglegum ráðleggingum verkefnastjórnunar rammaáætlunar! Hér fer ekki saman hljóð og mynd! Í meðferð Alþingis þá var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Það var pólitísk ákvörðun. Það var líka ekki gert samkvæmt lögum eins og fram kemur í kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg og ber þjóðin skaðann af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Í lögum um rammaáætlun hafa sveitarfélög heimild til að fresta því að setja virkjanakosti í sitt skipulag. Slíkt gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur þann 8. júní 2023, en hvorki orku- og loftslagsráðherrann né Landsvirkjun hlustuðu á það. Það var einfaldlega reynt að keyra málið áfram án þess að virða lög. Ráðherrann ber þar fulla ábyrgð og við, þjóðin, sitjum uppi með tjónið! Hvað gerist svo ef Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamálið fellir virkjanaleyfi Búrfellslundar úr gildi og Landsvirkjun þar að sækja um aftur í rammaáætlun? Jú, það sem gerist er að Búrfellslundur verður aldrei byggður og þjóðin situr uppi með milljarða tjón Landsvirkjunar af undirbúningi Búrfellslundar sögum lélegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar þar sem orku- og loftslagsráðherrann ber mesta ábyrgð farandi fyrir málaflokknum. En svo staðreyndum sé haldið til haga, þá yrði slík niðurstaða sigur fyrir íslenska náttúru og myndi tryggja það að aldrei rísi vindmyllur á hálendi Íslands. Slík niðurstaða væri farsæl fyrir Íslenska þjóð. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Á mbl.is birtist í gær frétt undir fyrirsögninni „Þjóðin ber skaðann af þessari framgöngu“ (mbl.is). Þar segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að þjóðin beri skaða af framgöngu þeirra sem reyni að tefja fyrir grænni orkuöflun. Einnig segir ráðherrann að það sé ekki hugmyndin með kæruleiðum að menn séu að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Mikilvægt er að ráðherrann fari að átta sig á því að hann og sú ríkisstjórn sem hann er hluti af ber alla ábyrgðina á núverandi stöðu. Það er þjóðin sem ber skaðann af framgöngu ríkisstjórnarinnar í orkumálum og með framgöngu ráðherrans sem virðist hann alveg hafa gleymt því að hann er líka umhverfisráðherra (ekki bara orku- og loftslagsráðherra). Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur engin stórvirkjun farið af stað til að afla grænnar orku, engin! Í sjö ár hefur verið algjört virkjanastopp sem skrifa má á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og lélegt samráð við íbúa landsins, þá sérstaklega nærumhverfið þar sem virkjanir eiga að rísa. Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Sú vinna sem var unnin í verkefnastjórn rammaáætlunar skilaði þeirri niðurstöðu að mati verkefnastjórnunarinnar að ekki ætti að byggja Búrfellslund. Hálendi Íslands væri verðmætara en svo að setja ætti þar niður vindmyllur! Í vor lagði svo ráðherrann fram á Alþingi stefnumörkun til framtíðar í vindorku. Þar leggur hann það til að ekki eigi að byggja vindorkuverk innan miðhálendislínunnar, en þar á einmitt fyrirhugaður Búrfellslundur á að rísa, gegn vilja nærumhverfisins og gegn faglegum ráðleggingum verkefnastjórnunar rammaáætlunar! Hér fer ekki saman hljóð og mynd! Í meðferð Alþingis þá var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Það var pólitísk ákvörðun. Það var líka ekki gert samkvæmt lögum eins og fram kemur í kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg og ber þjóðin skaðann af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Í lögum um rammaáætlun hafa sveitarfélög heimild til að fresta því að setja virkjanakosti í sitt skipulag. Slíkt gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur þann 8. júní 2023, en hvorki orku- og loftslagsráðherrann né Landsvirkjun hlustuðu á það. Það var einfaldlega reynt að keyra málið áfram án þess að virða lög. Ráðherrann ber þar fulla ábyrgð og við, þjóðin, sitjum uppi með tjónið! Hvað gerist svo ef Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamálið fellir virkjanaleyfi Búrfellslundar úr gildi og Landsvirkjun þar að sækja um aftur í rammaáætlun? Jú, það sem gerist er að Búrfellslundur verður aldrei byggður og þjóðin situr uppi með milljarða tjón Landsvirkjunar af undirbúningi Búrfellslundar sögum lélegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar þar sem orku- og loftslagsráðherrann ber mesta ábyrgð farandi fyrir málaflokknum. En svo staðreyndum sé haldið til haga, þá yrði slík niðurstaða sigur fyrir íslenska náttúru og myndi tryggja það að aldrei rísi vindmyllur á hálendi Íslands. Slík niðurstaða væri farsæl fyrir Íslenska þjóð. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun