Ótrúlegt ef Sjálfstæðismenn ætli að hoppa á Miðflokksvagninn Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2024 11:02 Sigmundi Davíð er tíðrætt um Parísarsáttmálann en Diljá segir það skrítið því hann hafi sjálfur skrifað undir hann. Vísir/Vilhelm og Arnar Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins finnst ótrúlegt að fólk ætli að hoppa á vagn Miðflokksins sé það ekki ánægt með stefnu Sjálfstæðisflokksins eða vinnu flokksins síðasta kjörtímabilið. Diljá Mist ræddi ríkisfjármál, þjóðerni, frelsi, hægrisveiflu, stöðu Sjálfstæðisflokksins og tillögur sína að skattaafslætti vegna barneigna við fjölmiðlamanninn Snorra Másson. Hvað varðar stöðu Sjálfstæðisflokksins núna segir Diljá margt hafa áhrif. Fjallað hefur verið um stöðu flokksins ítarlega síðustu vikur en fylgi flokksins er, miðað við skoðanakannanir, í sögulegu lágmarki. Í júní mældist flokkurinn með 15 prósenta fylgi og í september með 13,9 prósenta fylgi. Diljá segir margt hafa áhrif. Fólk sé þreytt á sitjandi valdhöfum það sé týpískt. Á sama tíma hafi flokkurinn gengið í gegnum áföll. Ríkisstjórnin hafi fengið góða kosningu en að samstarfið hafi verið erfitt. Snorri spyr hvort trúverðugleiki flokksins hafi laskast með samstarfi við Vinstri græn og því leiti fólk í Miðflokkinn. Það sé enginn annar valkostur fyrir Sjálfstæðismenn en það. Ekki með stefnuskrá Diljá segir að henni þyki ótrúlegt að ef fólk er óánægt með Sjálfstæðisflokkinn ætli það að hoppa á Miðflokkinn. Hún myndi frekar skilja að það myndi kjósa Viðreisn. „Mér finnst þeir ekki hafa stefnuskrá sem þeir geta stært sig af. Þetta er bara Miðflokkur, Framsóknarflokkur. Þetta er flokkur sem getur virkað til vinstri eða hægri og talar eins og vindarnir blása,“ segir Diljá og þeir svari bara eftirspurn eftir þörfum. Skrifaði sjálfur undir Diljá bendir á að Sigmundur Davíð hafi farið með 70 manns til Parísar árið 2015 og skrifað undir Parísarsamkomulagið en að það sé aðalþunginn í þeirra málflutningi að það hafi verið algjör fásinna að skrifa undir. Þá var Sigmundur Davíð forsætisráðherra. „Afsökunin er sú að það hafi verið svo mikið ofríki embættismanna,“ segir Diljá og að Sigmundur hafi einnig sagt að það hafi einfaldlega verið bara stemning að skrifa undir. Snorri spyr af hverju Ísland ætti að skrifa undir svona alþjóðlega samninga svarar Diljá því að til þess að geta sótt réttindi okkar alþjóðlega verði Ísland, herlaust smáríki, að taka þátt. Við getum ekki sleppt þátttöku eins og til dæmis Bandaríkin því við höfum ekkert vald til þess. Viljum við að það sé tekið mark á okkur og við fáum aðgang að sömu réttindum og aðrir verðum við að taka þátt. Góð stemning á þingi Diljá segist í þættinum líta á það sem skyldu sína að taka þátt í stjórnmálum. Enda hafi hún gert það frá unglingsaldri. Diljá tók sæti á þingi í kjölfar kosninga 2021 en var fyrir það aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og hefur því mikla reynslu af stjórnmálum og stemningunni, sem dæmi, á þingi síðustu sjö árin. Hún segir aðalvinnuna fara fram á bak við luktar dyr. Þar sé fólk að tala saman og reyna að leiða mál til lykta. Fólk hins vegar sjái svo bara það sem fer fram í þingsal og í umræðuþáttum. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil vinátta og virðing er þvert á flokka á þingi, en segir þó þurfa að vinna fyrir því. Hún segir stemninguna á þingi almennt góða en að staðan geti orðið erfið vegna fjölda flokka. Hún segir erfitt að mynda ríkisstjórn og erfitt að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Það séu of margir flokkar. Starfið miði hins vegar að því að fólk nái að miðla málum og það sé erfitt í þessari stöðu. Viðtalið við Diljá er lengra og er hægt að hlusta á það í heild sinni hér að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Diljá Mist ræddi ríkisfjármál, þjóðerni, frelsi, hægrisveiflu, stöðu Sjálfstæðisflokksins og tillögur sína að skattaafslætti vegna barneigna við fjölmiðlamanninn Snorra Másson. Hvað varðar stöðu Sjálfstæðisflokksins núna segir Diljá margt hafa áhrif. Fjallað hefur verið um stöðu flokksins ítarlega síðustu vikur en fylgi flokksins er, miðað við skoðanakannanir, í sögulegu lágmarki. Í júní mældist flokkurinn með 15 prósenta fylgi og í september með 13,9 prósenta fylgi. Diljá segir margt hafa áhrif. Fólk sé þreytt á sitjandi valdhöfum það sé týpískt. Á sama tíma hafi flokkurinn gengið í gegnum áföll. Ríkisstjórnin hafi fengið góða kosningu en að samstarfið hafi verið erfitt. Snorri spyr hvort trúverðugleiki flokksins hafi laskast með samstarfi við Vinstri græn og því leiti fólk í Miðflokkinn. Það sé enginn annar valkostur fyrir Sjálfstæðismenn en það. Ekki með stefnuskrá Diljá segir að henni þyki ótrúlegt að ef fólk er óánægt með Sjálfstæðisflokkinn ætli það að hoppa á Miðflokkinn. Hún myndi frekar skilja að það myndi kjósa Viðreisn. „Mér finnst þeir ekki hafa stefnuskrá sem þeir geta stært sig af. Þetta er bara Miðflokkur, Framsóknarflokkur. Þetta er flokkur sem getur virkað til vinstri eða hægri og talar eins og vindarnir blása,“ segir Diljá og þeir svari bara eftirspurn eftir þörfum. Skrifaði sjálfur undir Diljá bendir á að Sigmundur Davíð hafi farið með 70 manns til Parísar árið 2015 og skrifað undir Parísarsamkomulagið en að það sé aðalþunginn í þeirra málflutningi að það hafi verið algjör fásinna að skrifa undir. Þá var Sigmundur Davíð forsætisráðherra. „Afsökunin er sú að það hafi verið svo mikið ofríki embættismanna,“ segir Diljá og að Sigmundur hafi einnig sagt að það hafi einfaldlega verið bara stemning að skrifa undir. Snorri spyr af hverju Ísland ætti að skrifa undir svona alþjóðlega samninga svarar Diljá því að til þess að geta sótt réttindi okkar alþjóðlega verði Ísland, herlaust smáríki, að taka þátt. Við getum ekki sleppt þátttöku eins og til dæmis Bandaríkin því við höfum ekkert vald til þess. Viljum við að það sé tekið mark á okkur og við fáum aðgang að sömu réttindum og aðrir verðum við að taka þátt. Góð stemning á þingi Diljá segist í þættinum líta á það sem skyldu sína að taka þátt í stjórnmálum. Enda hafi hún gert það frá unglingsaldri. Diljá tók sæti á þingi í kjölfar kosninga 2021 en var fyrir það aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og hefur því mikla reynslu af stjórnmálum og stemningunni, sem dæmi, á þingi síðustu sjö árin. Hún segir aðalvinnuna fara fram á bak við luktar dyr. Þar sé fólk að tala saman og reyna að leiða mál til lykta. Fólk hins vegar sjái svo bara það sem fer fram í þingsal og í umræðuþáttum. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil vinátta og virðing er þvert á flokka á þingi, en segir þó þurfa að vinna fyrir því. Hún segir stemninguna á þingi almennt góða en að staðan geti orðið erfið vegna fjölda flokka. Hún segir erfitt að mynda ríkisstjórn og erfitt að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Það séu of margir flokkar. Starfið miði hins vegar að því að fólk nái að miðla málum og það sé erfitt í þessari stöðu. Viðtalið við Diljá er lengra og er hægt að hlusta á það í heild sinni hér að ofan.
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira