Ferrari maðurinn Charles Leclerc byrjaði á ráspól en tókst ekki að vinna annan kappaksturinn í röð. Piastri byrjaði annar á ráspólnum en komst fram úr Leclerc þegar kappaksturinn var hálfnaður.
Það var dramatík undir lokin þegar Carlos Sainz hjá Ferrari og Sergio Perez hjá Red Bull lentu í árekstri. Pérez var mjög ósáttur við Sainz. „Er hann ruglaður? Þvílíkur hálfviti,“ sagði Pérez í talstöðvarkerfið.
Pérez var langt kominn með að tryggja sér þriðja sætið þegar áreksturinn varð. George Russell hjá Mercedes tók þriðja sætið í staðinn því .
Max Verstappen hjá Red Bull endaði í fimmta sæti en hann hefur ekki náð að fagna sigri í síðustu sjö keppnum. Verstappen (313 stig) er þó enn með 59 stiga forskot á Lando Norris (254 stig) í keppni ökumanna. Charles Leclerc er síðan í þriðja sætinu með 235 stig og Piastri er síðan með 222 stig.
Lewis Hamilton endaði bara níundi i dag og er sjötti í keppni ökumanna með 166 stig og átján stigum á eftir Carlos Sainz Jr. sem er fimmti.
McLaren komst upp fyrir Red Bull í keppni liðann þökk sé þessum sigri Oscar Piastri í viðbót við það að Lando Norris náði fjórða sætinu. Það var slæmt fyrir Red Bull að Pérez kláraði ekki.
Sex keppnir eru eftir af tímabilinu en sú síðasta fer fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 8. desember.
- Lokastaðan:
- 1. Oscar Piastri (McLaren)
- 2. Charles Leclerc (Ferrari)
- 3. George Russell (Mercedes)
- 4. Lando Norris (McLaren)
- 5. Max Verstappen (Red Bull)
- 6. Fernando Alonso (Aston Martin)
- 7. Alex Albon (Williams)
- 8. Franco Colapinto (Williams)
- 9. Lewis Hamilton (Mercedes)
- 10. Ollie Bearman (Haas)