„Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2024 06:39 Mótmæli standa yfir í Leifsstöð vegna brottflutnings Yazan. No Borders „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaðs drengs með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn, sem var vakinn í nótt og fluttur ásamt fjölskyldu sinni til Keflavíkur. Til stendur að flytja fjölskylduna úr landi og til Spánar. „Í raun og veru vitum við ósköp lítið. Þau upplýsa okkur ekkert um stöðu málsins,“ segir Albert um stöðuna nú í morgunsárið. „Fjölskyldan fékk tækifæri til að hringja í mig í mýflugumynd, upp úr klukkan tvö í nótt, en það samtal var takmarkað vegna þess að það var enginn túlkur. Í raun og veru hefur lögregla kosið að frelsissvipta þessa fjölskyldu án ástæðu og án þess að leyfa mér, sem lögmanni þeirra, að hafa aðgang að þeim.“ Albert segir að eftir því sem hann viti best sé fjölskyldan komin á Keflavíkurflugvöll. Hann hefur hins vegar engar upplýsingar fengið um framhaldið. „Það eina sem ég get getið mér til um og ég tek það fram að þetta er bara grunur minn, er að þau eigi að fljúga með flugi Icelandair til Barcelona í morgunsarið,“ segir Albert. „Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort flugfélag sem talar sérstaklega um „vildarbörn“ sé að flytja með þvinguðum flutningi barn sem hafi verið útskrifað af spítala án samráðs við lækna.“ Boðað verður til frekari mótmæla vegna brottflutnings Yazan en María Lilja Þrastardóttir Kemp segir menn ekki munu sætta sig við þessi málalok.No Borders Yazan dvaldi í Rjóðrinu þar sem hann var mikið verkjaður og ekki hægt að veita honum þá þjónustu sem hann þurfti heima. Hann þarf, að sögn Alberts, mjög mikla þjónustu og eins og fyrr segir hafa engar tryggingar fengist fyrir því að hann muni fá hana á Spáni. Segir fjölskylduna detta úr kerfinu á Spáni eftir fimm daga „Þau eru bara tekin þarna á miðnætti, farið bara beint með þau upp á flugvöll, sem er auðvitað mjög alvarlegt í ljósi þess að Yazan er með Duchenne-heilkenni og allt hnjask og stress... þetta fer ofboðslega illa í hann,“ segir María Lilja Þrastardóttir Kemp, sem hefur verið í Leifsstöð í nótt. „Að láta hann sitja einhvers staðar í stól í einhverjum klefa í Leifsstöð í marga marga klukkutíma, það náttúrulega er alveg hryllilegt. Þetta er bara fólskuverk.“ Að sögn Maríu liggur fyrir að biðtíminn eftir því að komast inn í heilbrigðiskerfið á Spáni sé um sex mánuðir og að allt rof á þjónustu komi niður á lífslíkum Yazan. Þá hafi verið komið vilyrði fyrir því að Yazan yrði ekki sóttur á meðan hann lægi inni á spítala en það virðist hafa breyst. „Það sem er merkilegt er að það eru fimm dagar í að fingraförin þeirra verði horfin úr kerfinu á Spáni, þannig að þetta hefur verið gert með ráðum rétt áður en þau detta alveg út úr kerfinu þar,“ segir María. Mótmælendur séu nú á leið heim af flugvellinum en boðað verði til frekari mótmæla vegna málsins. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaðs drengs með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn, sem var vakinn í nótt og fluttur ásamt fjölskyldu sinni til Keflavíkur. Til stendur að flytja fjölskylduna úr landi og til Spánar. „Í raun og veru vitum við ósköp lítið. Þau upplýsa okkur ekkert um stöðu málsins,“ segir Albert um stöðuna nú í morgunsárið. „Fjölskyldan fékk tækifæri til að hringja í mig í mýflugumynd, upp úr klukkan tvö í nótt, en það samtal var takmarkað vegna þess að það var enginn túlkur. Í raun og veru hefur lögregla kosið að frelsissvipta þessa fjölskyldu án ástæðu og án þess að leyfa mér, sem lögmanni þeirra, að hafa aðgang að þeim.“ Albert segir að eftir því sem hann viti best sé fjölskyldan komin á Keflavíkurflugvöll. Hann hefur hins vegar engar upplýsingar fengið um framhaldið. „Það eina sem ég get getið mér til um og ég tek það fram að þetta er bara grunur minn, er að þau eigi að fljúga með flugi Icelandair til Barcelona í morgunsarið,“ segir Albert. „Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort flugfélag sem talar sérstaklega um „vildarbörn“ sé að flytja með þvinguðum flutningi barn sem hafi verið útskrifað af spítala án samráðs við lækna.“ Boðað verður til frekari mótmæla vegna brottflutnings Yazan en María Lilja Þrastardóttir Kemp segir menn ekki munu sætta sig við þessi málalok.No Borders Yazan dvaldi í Rjóðrinu þar sem hann var mikið verkjaður og ekki hægt að veita honum þá þjónustu sem hann þurfti heima. Hann þarf, að sögn Alberts, mjög mikla þjónustu og eins og fyrr segir hafa engar tryggingar fengist fyrir því að hann muni fá hana á Spáni. Segir fjölskylduna detta úr kerfinu á Spáni eftir fimm daga „Þau eru bara tekin þarna á miðnætti, farið bara beint með þau upp á flugvöll, sem er auðvitað mjög alvarlegt í ljósi þess að Yazan er með Duchenne-heilkenni og allt hnjask og stress... þetta fer ofboðslega illa í hann,“ segir María Lilja Þrastardóttir Kemp, sem hefur verið í Leifsstöð í nótt. „Að láta hann sitja einhvers staðar í stól í einhverjum klefa í Leifsstöð í marga marga klukkutíma, það náttúrulega er alveg hryllilegt. Þetta er bara fólskuverk.“ Að sögn Maríu liggur fyrir að biðtíminn eftir því að komast inn í heilbrigðiskerfið á Spáni sé um sex mánuðir og að allt rof á þjónustu komi niður á lífslíkum Yazan. Þá hafi verið komið vilyrði fyrir því að Yazan yrði ekki sóttur á meðan hann lægi inni á spítala en það virðist hafa breyst. „Það sem er merkilegt er að það eru fimm dagar í að fingraförin þeirra verði horfin úr kerfinu á Spáni, þannig að þetta hefur verið gert með ráðum rétt áður en þau detta alveg út úr kerfinu þar,“ segir María. Mótmælendur séu nú á leið heim af flugvellinum en boðað verði til frekari mótmæla vegna málsins.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira